Undirfjármagnaður Háskóli Aron Ólafsson skrifar 9. maí 2016 09:00 Í þessari viku stefnum við í Stúdentaráði Háskóla Íslands á að birta daglega grein sem varpar ljósi á afleiðingarnar sem fylgja því að reka undirfjármagnaðan Háskóla. Til þess að leysa þann vanda verðum við fyrst að spyrja okkur að því hvernig háskólakerfi við viljum reka. Við nemendur viljum að hér sé háskólakerfi sem er leiðandi á öllum sviðum og stuðlar að aukinni þekkingu ungs fólks. Eftir efnahagshrunið 2008 hefur nemendum við Háskóla Íslands fjölgað umtalsvert en því miður hefur fjármagn ekki fylgt þeirri fjölgun. Eftir hrun varð 20% lækkun á framlögum til Háskólans á sama tíma og nemendum fjölgaði um 20%. Þá sýna mælingar OECD að íslenska háskólakerfið er langt á eftir Norðurlöndunum og meðaltali OECD landanna þegar kemur að fjármagni á hvern nemanda. Það er hin mesta furða að skólinn hafi náð að halda uppi kennslu og rannsóknum með því fjármagni sem honum hefur verið úthlutað síðastliðin ár. Það verður þó ekki hægt til lengdar því álag á kennara og annað starfsfólk er gríðarlegt. Nemendur finna fyrir því að framþróun í Háskólanum gengur hægt þar sem ekki er til staðar fjármagn til að stuðla að nútímavæddri kennslu, þróa tengsl námsins við framtíðar starfsvettvang og skapa ungu fólki tækifæri. Í nýsamþykktri stefnu Háskóla Íslands eru gæði og þróun náms sett í öndvegi. Til að búa nemendur undir þátttöku í fjölbreyttu atvinnulífi og áframhaldandi námi verður skólinn sífellt að þróa kennsluhætti og námsaðstöðu, hvetja til nýsköpunar í kennslu og styrkja tengsl á milli náms og atvinnulífs. Þrátt fyrir þrönga fjárhagsstöðu síðustu ára eru nú sett fram metnaðarfull markmið og aðgerðir í stefnu Háskólans um hvernig megi stuðla að sífelldri framþróun náms. Það er ljóst að Háskólinn verður að fá stuðning til að geta fylgt þessari stefnu eftir. Stúdentar tóku virkan þátt í að móta stefnuna og lögðu í þeirri vinnu gríðarmikla áherslu á að aukinn stuðningur við þróun og gæði náms verði í brennidepli í starfi skólans á næstu árum. Háskóli Íslands skipar sér í hóp efstu 2% bestu háskóla. Það er mikil viðurkenning á störfum kennara og stjórnsýslu. Nemendur njóta góðs af því þegar kemur að því að fá námsgráður viðurkenndar hér og erlendis. En það er því miður ekki kennslan sem skilar okkur þessari viðurkenningu en í matinu sem liggur til grundvallar þessarar röðunar fær Háskólinn 16,8 stig af 100 fyrir kennsluþáttinn. Það má því segja að kennslan haldi aftur af okkur. Hugvit kennara og þeirra rannsóknir hafa lyft Háskóla Íslands á þann stall sem hann er á í dag. En það vantar fjármagn til að vinna að framförum og tryggja þann árangur sem hefur náðst. Langvarandi álag á kennara og lítill stuðningur við kennara og nemendur skapar raunverulega hættu á að skólinn missi sína bestu starfsmenn. Nú er sóknarfæri sem nýta má til að bæta um betur og byggja hér upp öflugt þekkingarsamfélag, sem er ein skynsamlegasta fjárfesting sem hugsast getur þegar litið er fram á veginn. Þessi pistill er upphafið að greinaskriftaátaki nemenda Háskóla Íslands. Það er löngu ljóst að nemendur eru komnir með nóg af undirfjármögnuðu háskólakerfi og á næstu dögum munum við varpa ljósi á þau vandamál og vannýttu tækifæri sem Háskóli Íslands glímir við vegna skorts á fjármagni.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Í þessari viku stefnum við í Stúdentaráði Háskóla Íslands á að birta daglega grein sem varpar ljósi á afleiðingarnar sem fylgja því að reka undirfjármagnaðan Háskóla. Til þess að leysa þann vanda verðum við fyrst að spyrja okkur að því hvernig háskólakerfi við viljum reka. Við nemendur viljum að hér sé háskólakerfi sem er leiðandi á öllum sviðum og stuðlar að aukinni þekkingu ungs fólks. Eftir efnahagshrunið 2008 hefur nemendum við Háskóla Íslands fjölgað umtalsvert en því miður hefur fjármagn ekki fylgt þeirri fjölgun. Eftir hrun varð 20% lækkun á framlögum til Háskólans á sama tíma og nemendum fjölgaði um 20%. Þá sýna mælingar OECD að íslenska háskólakerfið er langt á eftir Norðurlöndunum og meðaltali OECD landanna þegar kemur að fjármagni á hvern nemanda. Það er hin mesta furða að skólinn hafi náð að halda uppi kennslu og rannsóknum með því fjármagni sem honum hefur verið úthlutað síðastliðin ár. Það verður þó ekki hægt til lengdar því álag á kennara og annað starfsfólk er gríðarlegt. Nemendur finna fyrir því að framþróun í Háskólanum gengur hægt þar sem ekki er til staðar fjármagn til að stuðla að nútímavæddri kennslu, þróa tengsl námsins við framtíðar starfsvettvang og skapa ungu fólki tækifæri. Í nýsamþykktri stefnu Háskóla Íslands eru gæði og þróun náms sett í öndvegi. Til að búa nemendur undir þátttöku í fjölbreyttu atvinnulífi og áframhaldandi námi verður skólinn sífellt að þróa kennsluhætti og námsaðstöðu, hvetja til nýsköpunar í kennslu og styrkja tengsl á milli náms og atvinnulífs. Þrátt fyrir þrönga fjárhagsstöðu síðustu ára eru nú sett fram metnaðarfull markmið og aðgerðir í stefnu Háskólans um hvernig megi stuðla að sífelldri framþróun náms. Það er ljóst að Háskólinn verður að fá stuðning til að geta fylgt þessari stefnu eftir. Stúdentar tóku virkan þátt í að móta stefnuna og lögðu í þeirri vinnu gríðarmikla áherslu á að aukinn stuðningur við þróun og gæði náms verði í brennidepli í starfi skólans á næstu árum. Háskóli Íslands skipar sér í hóp efstu 2% bestu háskóla. Það er mikil viðurkenning á störfum kennara og stjórnsýslu. Nemendur njóta góðs af því þegar kemur að því að fá námsgráður viðurkenndar hér og erlendis. En það er því miður ekki kennslan sem skilar okkur þessari viðurkenningu en í matinu sem liggur til grundvallar þessarar röðunar fær Háskólinn 16,8 stig af 100 fyrir kennsluþáttinn. Það má því segja að kennslan haldi aftur af okkur. Hugvit kennara og þeirra rannsóknir hafa lyft Háskóla Íslands á þann stall sem hann er á í dag. En það vantar fjármagn til að vinna að framförum og tryggja þann árangur sem hefur náðst. Langvarandi álag á kennara og lítill stuðningur við kennara og nemendur skapar raunverulega hættu á að skólinn missi sína bestu starfsmenn. Nú er sóknarfæri sem nýta má til að bæta um betur og byggja hér upp öflugt þekkingarsamfélag, sem er ein skynsamlegasta fjárfesting sem hugsast getur þegar litið er fram á veginn. Þessi pistill er upphafið að greinaskriftaátaki nemenda Háskóla Íslands. Það er löngu ljóst að nemendur eru komnir með nóg af undirfjármögnuðu háskólakerfi og á næstu dögum munum við varpa ljósi á þau vandamál og vannýttu tækifæri sem Háskóli Íslands glímir við vegna skorts á fjármagni.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun