Sjálfstæður réttur barna til beggja foreldra Þóra Jónsdóttir skrifar 30. apríl 2016 07:00 Í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er gengið út frá því að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á að ala upp barn og koma því til þroska. Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt vera foreldrum efst í huga. Jafnframt er meginreglan sú að börn skuli ekki aðskilin frá foreldrum sínum gegn vilja þeirra nema nauðsyn beri til, svo sem ef barn sætir misnotkun eða er vanrækt. Í formála Barnasáttmálans er því lýst að hvert barn eigi að alast upp í fjölskylduumhverfi þar sem ríkir hamingja, ást og skilningur. Sem betur fer býr meirihluti barna á Íslandi við slíkt nærandi og hvetjandi umhverfi. Þegar foreldrar slíta samvistum, getur veröld barna og foreldra þeirra farið á hvolf og djúp sár geta myndast sem tekur tíma og vinnu að græða. Í flestum tilfellum ganga skilnaðir tiltölulega vel. Samkvæmt rannsóknum ná foreldrar í um 80% tilvika að semja um skilnaðarskilmála án sérstakrar aðstoðar. Í öðrum tilfellum ganga skilnaðir hins vegar ekki jafn vel. Þar ríkir jafnan mikil reiði á milli foreldra, særindi, ásakanir og spenna, og börnin líða þjáningar vegna þess. Þeim er jafnvel gert að taka afstöðu með öðru hvoru foreldrinu gegn hinu og þannig verða þau á milli sem eins konar vopn í valdabaráttu foreldra sinna. Barnaheill telja að gefa þurfi stöðu og líðan barna sem verða á milli í átökum foreldra eftir skilnað meiri gaum. Sérstaklega af börnum sem missa tengsl við annað foreldri sitt vegna þessara aðstæðna. Börn bera ekki ábyrgð á vellíðan foreldra sinna og þeim má ekki beita sem vopni í baráttu þeirra um völd. Foreldrum ber skylda til að greiða úr samskiptaerfiðleikum án þess að leggja ábyrgð á börn sín í því verkefni. Börn eiga sjálfstæðan rétt á að umgangast og þekkja báða foreldra sína og báðum foreldrum ber að stuðla að því að umgengni gangi vel fyrir barnið, í undantekningartilfellum þarf þó stuðning eða eftirilit yfirvalda. Barnaheill – Save the Children á Íslandi skora á foreldra, stjórnvöld og samfélagið allt að gæta þess að börn séu ekki látin bera ábyrgð í deilum foreldra og að börn séu ekki útilokuð frá samvistum við annað foreldri sitt nema að öryggi þeirra sé í raun ógnað. Samtökin biðla til foreldra að hafa hagsmuni barna sinna í forgrunni við allar ákvarðanir sem þau varða. Öll börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi, vanrækslu og óæskilegum áhrifum, svo sem hatursorðræðu og ógnandi aðstæðum. Þau eiga rétt á að njóta sömu tækifæra til að lifa hamingjuríku lífi og okkur ber öllum skylda til að gæta sameiginlega að því að svo megi verða. Barnaheill vilja ítreka að börn eru viðkvæmur hópur sem eiga rétt á sérstakri vernd og þau eiga rétt á því að vera virt sem einstaklingar með sjálfstæð réttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þóra Jónsdóttir Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er gengið út frá því að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á að ala upp barn og koma því til þroska. Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt vera foreldrum efst í huga. Jafnframt er meginreglan sú að börn skuli ekki aðskilin frá foreldrum sínum gegn vilja þeirra nema nauðsyn beri til, svo sem ef barn sætir misnotkun eða er vanrækt. Í formála Barnasáttmálans er því lýst að hvert barn eigi að alast upp í fjölskylduumhverfi þar sem ríkir hamingja, ást og skilningur. Sem betur fer býr meirihluti barna á Íslandi við slíkt nærandi og hvetjandi umhverfi. Þegar foreldrar slíta samvistum, getur veröld barna og foreldra þeirra farið á hvolf og djúp sár geta myndast sem tekur tíma og vinnu að græða. Í flestum tilfellum ganga skilnaðir tiltölulega vel. Samkvæmt rannsóknum ná foreldrar í um 80% tilvika að semja um skilnaðarskilmála án sérstakrar aðstoðar. Í öðrum tilfellum ganga skilnaðir hins vegar ekki jafn vel. Þar ríkir jafnan mikil reiði á milli foreldra, særindi, ásakanir og spenna, og börnin líða þjáningar vegna þess. Þeim er jafnvel gert að taka afstöðu með öðru hvoru foreldrinu gegn hinu og þannig verða þau á milli sem eins konar vopn í valdabaráttu foreldra sinna. Barnaheill telja að gefa þurfi stöðu og líðan barna sem verða á milli í átökum foreldra eftir skilnað meiri gaum. Sérstaklega af börnum sem missa tengsl við annað foreldri sitt vegna þessara aðstæðna. Börn bera ekki ábyrgð á vellíðan foreldra sinna og þeim má ekki beita sem vopni í baráttu þeirra um völd. Foreldrum ber skylda til að greiða úr samskiptaerfiðleikum án þess að leggja ábyrgð á börn sín í því verkefni. Börn eiga sjálfstæðan rétt á að umgangast og þekkja báða foreldra sína og báðum foreldrum ber að stuðla að því að umgengni gangi vel fyrir barnið, í undantekningartilfellum þarf þó stuðning eða eftirilit yfirvalda. Barnaheill – Save the Children á Íslandi skora á foreldra, stjórnvöld og samfélagið allt að gæta þess að börn séu ekki látin bera ábyrgð í deilum foreldra og að börn séu ekki útilokuð frá samvistum við annað foreldri sitt nema að öryggi þeirra sé í raun ógnað. Samtökin biðla til foreldra að hafa hagsmuni barna sinna í forgrunni við allar ákvarðanir sem þau varða. Öll börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi, vanrækslu og óæskilegum áhrifum, svo sem hatursorðræðu og ógnandi aðstæðum. Þau eiga rétt á að njóta sömu tækifæra til að lifa hamingjuríku lífi og okkur ber öllum skylda til að gæta sameiginlega að því að svo megi verða. Barnaheill vilja ítreka að börn eru viðkvæmur hópur sem eiga rétt á sérstakri vernd og þau eiga rétt á því að vera virt sem einstaklingar með sjálfstæð réttindi.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun