Nýr Audi A4 sló í gegn Finnur Thorlacius skrifar 26. apríl 2016 15:30 Nýr og margverðlaunaður Audi A4 var frumsýndur í sýningarsal Audi síðastliðinn laugardag og hlaut hlýjar móttökur sýningargesta. Audi A4 hefur átt mikilli velgengni að fagna síðan hann kom fyrst á markað árið 1994 og á sér dyggan aðdáendahóp. Ný kynslóð A4 gefur þeim eldri ekkert eftir, hún er mikið uppfærð og státar af glæsilegri hönnun. Vélarnar eru sparneytnari en samt kraftmeiri þar sem eldsneytisnotkun hefur verið minnkuð um 21 prósent á meðan aflið hefur aukist um 25 prósent. Nýr A4 er líka sneisafullur af tækninýjungum. Virtual mælaborð Audi, sem er í boði sem valbúnaður, er með 12,3 tommu háskerpu LCD skjá og Bang & Olufsen hljómkerfi með þrívíðu hljóði. Í nýjum A4 er öryggið sett á oddinn og öryggiskerfið „pre sense city“ er staðalbúnaður. „A4 vakti mikla lukku meðal gesta og fjölmargir skelltu sér í reynsluakstur en hann er í boði með quattro fjórhjóladrifinu sem er mjög vinsælt og gefur ökumanninum frábæra stjórn á akstrinum. Þetta er flottur og afar vel útbúinn bíll með frábæra aksturseiginleika og ég mæli með því að fólk prufukeyri hann því upplifunin er alveg einstök,“ segir Jóhann Ingi Magnússon vörustjóri Audi. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Víða rigning og kólnar í veðri Veður Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Nýr og margverðlaunaður Audi A4 var frumsýndur í sýningarsal Audi síðastliðinn laugardag og hlaut hlýjar móttökur sýningargesta. Audi A4 hefur átt mikilli velgengni að fagna síðan hann kom fyrst á markað árið 1994 og á sér dyggan aðdáendahóp. Ný kynslóð A4 gefur þeim eldri ekkert eftir, hún er mikið uppfærð og státar af glæsilegri hönnun. Vélarnar eru sparneytnari en samt kraftmeiri þar sem eldsneytisnotkun hefur verið minnkuð um 21 prósent á meðan aflið hefur aukist um 25 prósent. Nýr A4 er líka sneisafullur af tækninýjungum. Virtual mælaborð Audi, sem er í boði sem valbúnaður, er með 12,3 tommu háskerpu LCD skjá og Bang & Olufsen hljómkerfi með þrívíðu hljóði. Í nýjum A4 er öryggið sett á oddinn og öryggiskerfið „pre sense city“ er staðalbúnaður. „A4 vakti mikla lukku meðal gesta og fjölmargir skelltu sér í reynsluakstur en hann er í boði með quattro fjórhjóladrifinu sem er mjög vinsælt og gefur ökumanninum frábæra stjórn á akstrinum. Þetta er flottur og afar vel útbúinn bíll með frábæra aksturseiginleika og ég mæli með því að fólk prufukeyri hann því upplifunin er alveg einstök,“ segir Jóhann Ingi Magnússon vörustjóri Audi.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Víða rigning og kólnar í veðri Veður Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira