Öruggt og fjölbreytt framtíðarstarf Jóhanna Einarsdóttir skrifar 27. apríl 2016 07:00 Leikskólastigið er fyrsta skólastigið. Þar fer fram nám sem leggur grunn að framtíð barna og námi á öðrum skólastigum. Reynsla barna í leikskóla getur haft varanleg áhrif á námsferil þeirra og lífsgæði. Það er því mikilvægt að til starfa í leikskólum veljist vel menntað og hæft fólk. Auknar kröfur eru nú gerðar til leikskólakennara og er nám þeirra nú fimm ár eins og nám annarra kennara. Leikskólakennari er lögverndað starfsheiti sem krefst leyfisbréfs sem veitt er af mennta- og menningarmálaráðherra.Sveigjanlegt nám Við Menntavísindasvið Háskóla Íslands er boðið upp á nokkrar leiðir til að stunda leikskólakennaranám. Í fyrsta lagi geta nemendur lokið fimm ára námi í leikskólakennarafræðum. Fyrstu nemendur í nýju fimm ára meistaranámi luku námi vorið 2014. Í öðru lagi geta þeir sem lokið hafa grunnnámi í öðrum háskólagreinum bætt við sig tveimur árum á meistarastigi og fengið réttindi sem leikskólakennarar. Þessi leið hefur notið aukinna vinsælda. Síðastliðið haust innrituðust t.d. 30 manns með fjölbreytta grunnmenntun í meistaranám í leikskólafræðum. Í þriðja lagi er hægt að ljúka náminu í áföngum. Byrja t.d. á tveggja ára diplómunámi eða þriggja ára B.Ed.-námi í leikskólafræði og byggja ofan á það nám þegar hverjum og einum hentar.Fjölgun nemenda Á síðasta ári fjölgaði nemendum í leikskólakennaranámi við Háskóla Íslands verulega, enda bíður fólks að námi loknu fjölbreytt framtíðarstarf þar sem atvinnuleysi þekkist ekki. Nú vantar um 1300 leikskólakennara í landinu. Námið er fjölbreytt og sveigjanlegt og geta nemendur stundað námið í staðnámi en einnig í fjarnámi sem gefur kost á að sækja námið með vinnu og ráða námshraðanum. Jafnframt eiga nemendur af landsbyggðinni og fólk búsett erlendis auðveldara með að sækja námið. Í leikskólakennaranámi býðst stúdentum tækifæri til að taka þátt í rannsóknum á leikskólastiginu og á þann hátt hafa áhrif á viðhorf og stefnumótun í málefnum barna.Framtíðarstarfið – Viltu verða leikskólakennari? Árið 2014 var hleypt af stokkunum kynningarátaki um eflingu leikskólastigsins undir heitinu „Framtíðarstarfið“. Auk Háskóla Íslands standa mennta- og menningarmálaráðuneytið, Háskólinn á Akureyri, Kennarasamband Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga að átakinu sem hefur það að markmiði að fjölga vel menntuðum og hæfum leikskólakennurum. Á vefsíðu Framtíðarstarfsins (www.framtidarstarfid.is) er að finna ítarlegt fræðsluefni um leikskólakennarastarfið og er leitast við að sýna störf leikskólakennara í raunsæju ljósi með stuttum myndböndum og viðtölum við leikskólakennara og nemendur. Helstu skilaboð sem þar má finna eru þau að leikskólakennaranámið er fjölbreytt og sveigjanlegt og að námi loknu bjóðast fólki störf á sínu sérsviði. Leikskólakennarastarfið er áhugavert og gefandi og í störfum sínum hafa leikskólakennarar möguleika á að hafa áhrif á framtíð einstaklinga og mótun samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Leikskólastigið er fyrsta skólastigið. Þar fer fram nám sem leggur grunn að framtíð barna og námi á öðrum skólastigum. Reynsla barna í leikskóla getur haft varanleg áhrif á námsferil þeirra og lífsgæði. Það er því mikilvægt að til starfa í leikskólum veljist vel menntað og hæft fólk. Auknar kröfur eru nú gerðar til leikskólakennara og er nám þeirra nú fimm ár eins og nám annarra kennara. Leikskólakennari er lögverndað starfsheiti sem krefst leyfisbréfs sem veitt er af mennta- og menningarmálaráðherra.Sveigjanlegt nám Við Menntavísindasvið Háskóla Íslands er boðið upp á nokkrar leiðir til að stunda leikskólakennaranám. Í fyrsta lagi geta nemendur lokið fimm ára námi í leikskólakennarafræðum. Fyrstu nemendur í nýju fimm ára meistaranámi luku námi vorið 2014. Í öðru lagi geta þeir sem lokið hafa grunnnámi í öðrum háskólagreinum bætt við sig tveimur árum á meistarastigi og fengið réttindi sem leikskólakennarar. Þessi leið hefur notið aukinna vinsælda. Síðastliðið haust innrituðust t.d. 30 manns með fjölbreytta grunnmenntun í meistaranám í leikskólafræðum. Í þriðja lagi er hægt að ljúka náminu í áföngum. Byrja t.d. á tveggja ára diplómunámi eða þriggja ára B.Ed.-námi í leikskólafræði og byggja ofan á það nám þegar hverjum og einum hentar.Fjölgun nemenda Á síðasta ári fjölgaði nemendum í leikskólakennaranámi við Háskóla Íslands verulega, enda bíður fólks að námi loknu fjölbreytt framtíðarstarf þar sem atvinnuleysi þekkist ekki. Nú vantar um 1300 leikskólakennara í landinu. Námið er fjölbreytt og sveigjanlegt og geta nemendur stundað námið í staðnámi en einnig í fjarnámi sem gefur kost á að sækja námið með vinnu og ráða námshraðanum. Jafnframt eiga nemendur af landsbyggðinni og fólk búsett erlendis auðveldara með að sækja námið. Í leikskólakennaranámi býðst stúdentum tækifæri til að taka þátt í rannsóknum á leikskólastiginu og á þann hátt hafa áhrif á viðhorf og stefnumótun í málefnum barna.Framtíðarstarfið – Viltu verða leikskólakennari? Árið 2014 var hleypt af stokkunum kynningarátaki um eflingu leikskólastigsins undir heitinu „Framtíðarstarfið“. Auk Háskóla Íslands standa mennta- og menningarmálaráðuneytið, Háskólinn á Akureyri, Kennarasamband Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga að átakinu sem hefur það að markmiði að fjölga vel menntuðum og hæfum leikskólakennurum. Á vefsíðu Framtíðarstarfsins (www.framtidarstarfid.is) er að finna ítarlegt fræðsluefni um leikskólakennarastarfið og er leitast við að sýna störf leikskólakennara í raunsæju ljósi með stuttum myndböndum og viðtölum við leikskólakennara og nemendur. Helstu skilaboð sem þar má finna eru þau að leikskólakennaranámið er fjölbreytt og sveigjanlegt og að námi loknu bjóðast fólki störf á sínu sérsviði. Leikskólakennarastarfið er áhugavert og gefandi og í störfum sínum hafa leikskólakennarar möguleika á að hafa áhrif á framtíð einstaklinga og mótun samfélagsins.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun