Aukaþættir Top Gear – ExtraGear Finnur Thorlacius skrifar 27. apríl 2016 11:28 Rory Reid fer fyrir aukaþáttunum ExtraGear. Það mun ekki skorta bílaþætti á næstunni, en styttast fer í sýningar á nýjum Top Gear þáttum með nýjum stjórnendum, auk þáttann sem þeir Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May eru að vinna að fyrir Amason Prime. Nú hefur BBC gefið upp að til standi að sýna aukaþætti Top Gear sem bera munu nafnið ExtraGear en þar verður skyggnst bak við tjöldin við gerð aðalþáttanna. Fyrir þeim þáttum fer Rory Reid og verða þættirnir sýndir á BBC Three strax á eftir sýningum nýrra Top Gear þátta. Þættirnir verða 30 mínútna langir. Þeir verða einnig sýndir í BBC America og á BBC Brit. Með þessum þáttum er meiningin að sýna áhugamönnum um bíla og fjölmörgum aðdáendum Top Gear hvernig þeir þættir eru framleiddir og hvað það er sem fer fram bak við tjöldin. Þar munu áhorfendur sjá nýtt sjónarhorn á mörgum af athygliverðustu bílum heims. Ný þáttaröð Top Gear fer í sýningu 22. maí en þættir gamla Top Gear þríeykisins munu hefjast í haust og ekki er komin nákvæmari dagsetning en það. Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent
Það mun ekki skorta bílaþætti á næstunni, en styttast fer í sýningar á nýjum Top Gear þáttum með nýjum stjórnendum, auk þáttann sem þeir Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May eru að vinna að fyrir Amason Prime. Nú hefur BBC gefið upp að til standi að sýna aukaþætti Top Gear sem bera munu nafnið ExtraGear en þar verður skyggnst bak við tjöldin við gerð aðalþáttanna. Fyrir þeim þáttum fer Rory Reid og verða þættirnir sýndir á BBC Three strax á eftir sýningum nýrra Top Gear þátta. Þættirnir verða 30 mínútna langir. Þeir verða einnig sýndir í BBC America og á BBC Brit. Með þessum þáttum er meiningin að sýna áhugamönnum um bíla og fjölmörgum aðdáendum Top Gear hvernig þeir þættir eru framleiddir og hvað það er sem fer fram bak við tjöldin. Þar munu áhorfendur sjá nýtt sjónarhorn á mörgum af athygliverðustu bílum heims. Ný þáttaröð Top Gear fer í sýningu 22. maí en þættir gamla Top Gear þríeykisins munu hefjast í haust og ekki er komin nákvæmari dagsetning en það.
Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent