Þýska ríkið endurgreiðir 4.000 evrur við kaup á rafmagns- og tengiltvinnbílum Finnur Thorlacius skrifar 28. apríl 2016 09:36 Volkswagen e-Golf. Þýskaland hefur dregið lappirnar í að hvetja bíleigendur til kaupa á rafmagnbílum og tengiltvinnbílum, öndvert við margar aðrar þjóðir meginlands Evrópu. Nú er þó loksins komin niðurstaða í hvers konar formi sú hvatning verður, en þó á ríkisstjórnin endanlega eftir að samþykkja lögin. Kaupendur rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla munu fá 4.000 evra endurgreiðslu við kaup á slíkum bílum. Það samsvarar 563.000 krónum. Munu ný lög sem kveða á um þetta taka gildi strax í næsta mánuði. Samhliða þessu ætlar þýska ríkið að eyða 42 milljörðum króna í uppsetningu 15.000 nýrra hraðhleðslustöðva fyrir rafmagnbíla. Í dag eru aðeins 30.000 rafmagnsbílar á þýskum vegum en um 3 milljónir nýrra bíla seljast þar á hverju ári, svo hlutfallið er æði lágt. Þessi fjöldi rafmagnsbíla er ansi langt frá yfirlýstu markmiði Angelu Merkel um að árið 2020 verði 1 milljón rafmagnsbíla á þýskum vegum. Margir bjuggust við að endurgreiðslur vegna kaupa á rafmagnbílum yrðu hærri, en í Bandaríkjunum eru þær 7.500 dollarar, eða 930.000 kr. Þýsk fyrirtæki sem kaupa rafmagns- eða tengiltvinnbíla munu fá lægri endurgreiðslur en almenningur, eða um 420.000 kr. Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent
Þýskaland hefur dregið lappirnar í að hvetja bíleigendur til kaupa á rafmagnbílum og tengiltvinnbílum, öndvert við margar aðrar þjóðir meginlands Evrópu. Nú er þó loksins komin niðurstaða í hvers konar formi sú hvatning verður, en þó á ríkisstjórnin endanlega eftir að samþykkja lögin. Kaupendur rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla munu fá 4.000 evra endurgreiðslu við kaup á slíkum bílum. Það samsvarar 563.000 krónum. Munu ný lög sem kveða á um þetta taka gildi strax í næsta mánuði. Samhliða þessu ætlar þýska ríkið að eyða 42 milljörðum króna í uppsetningu 15.000 nýrra hraðhleðslustöðva fyrir rafmagnbíla. Í dag eru aðeins 30.000 rafmagnsbílar á þýskum vegum en um 3 milljónir nýrra bíla seljast þar á hverju ári, svo hlutfallið er æði lágt. Þessi fjöldi rafmagnsbíla er ansi langt frá yfirlýstu markmiði Angelu Merkel um að árið 2020 verði 1 milljón rafmagnsbíla á þýskum vegum. Margir bjuggust við að endurgreiðslur vegna kaupa á rafmagnbílum yrðu hærri, en í Bandaríkjunum eru þær 7.500 dollarar, eða 930.000 kr. Þýsk fyrirtæki sem kaupa rafmagns- eða tengiltvinnbíla munu fá lægri endurgreiðslur en almenningur, eða um 420.000 kr.
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent