Erlent

Vill að ríki heims beiti sér gegn skattsvikum

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands.
Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands. vísir/epa
Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, vill að ríki heims beiti sér í sameiningu gegn skattsvikum og peningaþvætti, meðal annars með auknu upplýsingaflæði þeirra á milli. Hann lagði í dag fram áætlun gegn skattaskjólum.

Schäuble segir í samtali við þýska sjónvarpið ARD að beita eigi þær þjóðir sem ekki taki þátt í þessum aðgerðum refsiaðgerðum. Þannig geti þjóðir sem neiti að deila skatttengdum upplýsingum verið settar á svartan lista og viðskipti við þær útilokuð.

Þá vill hann afnema fyrningatíma sem hefur verið í gildi í Þýskalandi á skattaundanskotum. Skattsvikarar eigi ekki að geta fundið skjól í fyrningarlögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×