Mæðgur á mótorhjólaferðalagi um Víetnam Finnur Thorlacius skrifar 12. apríl 2016 10:32 Mæðgurnar í Víetnam. Þær láta sér fátt fyrir brjósti brenna mæðgurnar Þóra Hrönn Njálsdóttir og Bára Sigurjónsdóttir. Þær hafa nýlokið 2.100 kílómetra ferð á mótorhjólum frá Hanoi til Saigon í Víetnam en þær eru báðar nýbyrjaðar í mótorhjólasportinu. Bára tók prófið í fyrra en Þóra Hrönn er aðeins hálfnuð með sitt próf og náði ekki að ljúka prófi áður en hún hélt utan. Í Víetnam þarf þó ekki að uppfylla kröfur um próf, aðeins að vera nægilega stór til að valda mótorhjólinu. Með í för voru Sigurjón Pétursson, eiginmaður Þóru Hrannar til 44 ára, og tengdasonur þeirra Ásgeir Pétursson. Ferðin var ekki áfallalaus því að Sigurjón féll af baki eftir árekstur við stóran hund, en slapp með skrámur og gat haldið áfram og lokið ferðinni. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Þær láta sér fátt fyrir brjósti brenna mæðgurnar Þóra Hrönn Njálsdóttir og Bára Sigurjónsdóttir. Þær hafa nýlokið 2.100 kílómetra ferð á mótorhjólum frá Hanoi til Saigon í Víetnam en þær eru báðar nýbyrjaðar í mótorhjólasportinu. Bára tók prófið í fyrra en Þóra Hrönn er aðeins hálfnuð með sitt próf og náði ekki að ljúka prófi áður en hún hélt utan. Í Víetnam þarf þó ekki að uppfylla kröfur um próf, aðeins að vera nægilega stór til að valda mótorhjólinu. Með í för voru Sigurjón Pétursson, eiginmaður Þóru Hrannar til 44 ára, og tengdasonur þeirra Ásgeir Pétursson. Ferðin var ekki áfallalaus því að Sigurjón féll af baki eftir árekstur við stóran hund, en slapp með skrámur og gat haldið áfram og lokið ferðinni.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira