Líf fósturs er metið rétthærra lífi móður Þórdís Valsdóttir skrifar 18. apríl 2016 07:00 Merki baráttunnar er herðatré, en þau hafa verið notuð til að framkvæma fóstureyðingar í löndum þar sem þær eru bannaðar og gripið er til örþrifaráða. Nordicphotos/Getty Mikil reiði ríkir vegna lagafrumvarps sem nú er til umræðu á pólska þinginu. Frumvarpið kveður á um allsherjarbann við fóstureyðingum, án undantekninga. Þúsundir manna hafa mótmælt frumvarpinu, meðal annars á Íslandi. Lögin kveða einnig á um að þær konur sem undirgangast ólöglegar fóstureyðingar geti átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi. Samkvæmt núgildandi lögum eru fóstureyðingar í Póllandi háðar mjög ströngum skilyrðum og eru þær bannaðar nema í fáum undantekningartilvikum. Nú eru þær aðeins heimilar ef meðgangan ógnar lífi konunnar, ef um alvarlegan fósturskaða er að ræða eða ef konan hefur orðið barnshafandi eftir nauðgun eða sifjaspell. „Þetta er í raun og veru bara eitt skref í viðbót í mjög löngu ferli sem hefur verið að takmarka réttindi kvenna til að ráða yfir sínum eigin líkama,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hún segir frumvarpið vera afturför sem byrjað hafi í lok kalda stríðsins þegar kirkjan fór að styrkjast og taka yfir mikið af heilbrigðisþjónustu í Póllandi. „Ástandið hefur verið slæmt fram að þessu, það hefur verið mjög erfitt fyrir konur að fá fóstureyðingu. Læknar hafa ekki verið tilbúnir til að framkvæma fóstureyðingar, oft vegna þess að spítalarnir eru tengdir kirkjunni,“ segir Silja Bára. Frá því núverandi ríkisstjórn landsins tók til starfa hefur hún verið mjög umdeild og þjóðernisflokkurinn PiS er að sögn Silju Báru mjög einstrengingslegur og afturhaldssamur í sínum stjórnmálum. „Þessi tillaga kemur í raun bara frá kirkjunni. Flokkurinn virðist vera til í að taka þetta upp,“ segir Silja Bára, en Beata Szydlo, forsætisráðherra Póllands, hefur sagst styðja hugmyndir frumvarpsins. „Eins og svo margt í þessum kyn- og frjósemisréttindum eru þetta reglur sem munu koma mun harkalegar niður á þeim sem hafa minna á milli handanna. Efnaðri konur geta farið til nágrannalanda og keypt þessa þjónustu en þær fátækari munu verða þvingaðar til að eignast börn, hvernig sem þau komu undir, og til að ljúka meðgöngu sem getur sett líf þeirra í hættu,“ segir Silja Bára.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Mikil reiði ríkir vegna lagafrumvarps sem nú er til umræðu á pólska þinginu. Frumvarpið kveður á um allsherjarbann við fóstureyðingum, án undantekninga. Þúsundir manna hafa mótmælt frumvarpinu, meðal annars á Íslandi. Lögin kveða einnig á um að þær konur sem undirgangast ólöglegar fóstureyðingar geti átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi. Samkvæmt núgildandi lögum eru fóstureyðingar í Póllandi háðar mjög ströngum skilyrðum og eru þær bannaðar nema í fáum undantekningartilvikum. Nú eru þær aðeins heimilar ef meðgangan ógnar lífi konunnar, ef um alvarlegan fósturskaða er að ræða eða ef konan hefur orðið barnshafandi eftir nauðgun eða sifjaspell. „Þetta er í raun og veru bara eitt skref í viðbót í mjög löngu ferli sem hefur verið að takmarka réttindi kvenna til að ráða yfir sínum eigin líkama,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hún segir frumvarpið vera afturför sem byrjað hafi í lok kalda stríðsins þegar kirkjan fór að styrkjast og taka yfir mikið af heilbrigðisþjónustu í Póllandi. „Ástandið hefur verið slæmt fram að þessu, það hefur verið mjög erfitt fyrir konur að fá fóstureyðingu. Læknar hafa ekki verið tilbúnir til að framkvæma fóstureyðingar, oft vegna þess að spítalarnir eru tengdir kirkjunni,“ segir Silja Bára. Frá því núverandi ríkisstjórn landsins tók til starfa hefur hún verið mjög umdeild og þjóðernisflokkurinn PiS er að sögn Silju Báru mjög einstrengingslegur og afturhaldssamur í sínum stjórnmálum. „Þessi tillaga kemur í raun bara frá kirkjunni. Flokkurinn virðist vera til í að taka þetta upp,“ segir Silja Bára, en Beata Szydlo, forsætisráðherra Póllands, hefur sagst styðja hugmyndir frumvarpsins. „Eins og svo margt í þessum kyn- og frjósemisréttindum eru þetta reglur sem munu koma mun harkalegar niður á þeim sem hafa minna á milli handanna. Efnaðri konur geta farið til nágrannalanda og keypt þessa þjónustu en þær fátækari munu verða þvingaðar til að eignast börn, hvernig sem þau komu undir, og til að ljúka meðgöngu sem getur sett líf þeirra í hættu,“ segir Silja Bára.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira