Líf fósturs er metið rétthærra lífi móður Þórdís Valsdóttir skrifar 18. apríl 2016 07:00 Merki baráttunnar er herðatré, en þau hafa verið notuð til að framkvæma fóstureyðingar í löndum þar sem þær eru bannaðar og gripið er til örþrifaráða. Nordicphotos/Getty Mikil reiði ríkir vegna lagafrumvarps sem nú er til umræðu á pólska þinginu. Frumvarpið kveður á um allsherjarbann við fóstureyðingum, án undantekninga. Þúsundir manna hafa mótmælt frumvarpinu, meðal annars á Íslandi. Lögin kveða einnig á um að þær konur sem undirgangast ólöglegar fóstureyðingar geti átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi. Samkvæmt núgildandi lögum eru fóstureyðingar í Póllandi háðar mjög ströngum skilyrðum og eru þær bannaðar nema í fáum undantekningartilvikum. Nú eru þær aðeins heimilar ef meðgangan ógnar lífi konunnar, ef um alvarlegan fósturskaða er að ræða eða ef konan hefur orðið barnshafandi eftir nauðgun eða sifjaspell. „Þetta er í raun og veru bara eitt skref í viðbót í mjög löngu ferli sem hefur verið að takmarka réttindi kvenna til að ráða yfir sínum eigin líkama,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hún segir frumvarpið vera afturför sem byrjað hafi í lok kalda stríðsins þegar kirkjan fór að styrkjast og taka yfir mikið af heilbrigðisþjónustu í Póllandi. „Ástandið hefur verið slæmt fram að þessu, það hefur verið mjög erfitt fyrir konur að fá fóstureyðingu. Læknar hafa ekki verið tilbúnir til að framkvæma fóstureyðingar, oft vegna þess að spítalarnir eru tengdir kirkjunni,“ segir Silja Bára. Frá því núverandi ríkisstjórn landsins tók til starfa hefur hún verið mjög umdeild og þjóðernisflokkurinn PiS er að sögn Silju Báru mjög einstrengingslegur og afturhaldssamur í sínum stjórnmálum. „Þessi tillaga kemur í raun bara frá kirkjunni. Flokkurinn virðist vera til í að taka þetta upp,“ segir Silja Bára, en Beata Szydlo, forsætisráðherra Póllands, hefur sagst styðja hugmyndir frumvarpsins. „Eins og svo margt í þessum kyn- og frjósemisréttindum eru þetta reglur sem munu koma mun harkalegar niður á þeim sem hafa minna á milli handanna. Efnaðri konur geta farið til nágrannalanda og keypt þessa þjónustu en þær fátækari munu verða þvingaðar til að eignast börn, hvernig sem þau komu undir, og til að ljúka meðgöngu sem getur sett líf þeirra í hættu,“ segir Silja Bára.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Mikil reiði ríkir vegna lagafrumvarps sem nú er til umræðu á pólska þinginu. Frumvarpið kveður á um allsherjarbann við fóstureyðingum, án undantekninga. Þúsundir manna hafa mótmælt frumvarpinu, meðal annars á Íslandi. Lögin kveða einnig á um að þær konur sem undirgangast ólöglegar fóstureyðingar geti átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi. Samkvæmt núgildandi lögum eru fóstureyðingar í Póllandi háðar mjög ströngum skilyrðum og eru þær bannaðar nema í fáum undantekningartilvikum. Nú eru þær aðeins heimilar ef meðgangan ógnar lífi konunnar, ef um alvarlegan fósturskaða er að ræða eða ef konan hefur orðið barnshafandi eftir nauðgun eða sifjaspell. „Þetta er í raun og veru bara eitt skref í viðbót í mjög löngu ferli sem hefur verið að takmarka réttindi kvenna til að ráða yfir sínum eigin líkama,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hún segir frumvarpið vera afturför sem byrjað hafi í lok kalda stríðsins þegar kirkjan fór að styrkjast og taka yfir mikið af heilbrigðisþjónustu í Póllandi. „Ástandið hefur verið slæmt fram að þessu, það hefur verið mjög erfitt fyrir konur að fá fóstureyðingu. Læknar hafa ekki verið tilbúnir til að framkvæma fóstureyðingar, oft vegna þess að spítalarnir eru tengdir kirkjunni,“ segir Silja Bára. Frá því núverandi ríkisstjórn landsins tók til starfa hefur hún verið mjög umdeild og þjóðernisflokkurinn PiS er að sögn Silju Báru mjög einstrengingslegur og afturhaldssamur í sínum stjórnmálum. „Þessi tillaga kemur í raun bara frá kirkjunni. Flokkurinn virðist vera til í að taka þetta upp,“ segir Silja Bára, en Beata Szydlo, forsætisráðherra Póllands, hefur sagst styðja hugmyndir frumvarpsins. „Eins og svo margt í þessum kyn- og frjósemisréttindum eru þetta reglur sem munu koma mun harkalegar niður á þeim sem hafa minna á milli handanna. Efnaðri konur geta farið til nágrannalanda og keypt þessa þjónustu en þær fátækari munu verða þvingaðar til að eignast börn, hvernig sem þau komu undir, og til að ljúka meðgöngu sem getur sett líf þeirra í hættu,“ segir Silja Bára.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira