Líf fósturs er metið rétthærra lífi móður Þórdís Valsdóttir skrifar 18. apríl 2016 07:00 Merki baráttunnar er herðatré, en þau hafa verið notuð til að framkvæma fóstureyðingar í löndum þar sem þær eru bannaðar og gripið er til örþrifaráða. Nordicphotos/Getty Mikil reiði ríkir vegna lagafrumvarps sem nú er til umræðu á pólska þinginu. Frumvarpið kveður á um allsherjarbann við fóstureyðingum, án undantekninga. Þúsundir manna hafa mótmælt frumvarpinu, meðal annars á Íslandi. Lögin kveða einnig á um að þær konur sem undirgangast ólöglegar fóstureyðingar geti átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi. Samkvæmt núgildandi lögum eru fóstureyðingar í Póllandi háðar mjög ströngum skilyrðum og eru þær bannaðar nema í fáum undantekningartilvikum. Nú eru þær aðeins heimilar ef meðgangan ógnar lífi konunnar, ef um alvarlegan fósturskaða er að ræða eða ef konan hefur orðið barnshafandi eftir nauðgun eða sifjaspell. „Þetta er í raun og veru bara eitt skref í viðbót í mjög löngu ferli sem hefur verið að takmarka réttindi kvenna til að ráða yfir sínum eigin líkama,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hún segir frumvarpið vera afturför sem byrjað hafi í lok kalda stríðsins þegar kirkjan fór að styrkjast og taka yfir mikið af heilbrigðisþjónustu í Póllandi. „Ástandið hefur verið slæmt fram að þessu, það hefur verið mjög erfitt fyrir konur að fá fóstureyðingu. Læknar hafa ekki verið tilbúnir til að framkvæma fóstureyðingar, oft vegna þess að spítalarnir eru tengdir kirkjunni,“ segir Silja Bára. Frá því núverandi ríkisstjórn landsins tók til starfa hefur hún verið mjög umdeild og þjóðernisflokkurinn PiS er að sögn Silju Báru mjög einstrengingslegur og afturhaldssamur í sínum stjórnmálum. „Þessi tillaga kemur í raun bara frá kirkjunni. Flokkurinn virðist vera til í að taka þetta upp,“ segir Silja Bára, en Beata Szydlo, forsætisráðherra Póllands, hefur sagst styðja hugmyndir frumvarpsins. „Eins og svo margt í þessum kyn- og frjósemisréttindum eru þetta reglur sem munu koma mun harkalegar niður á þeim sem hafa minna á milli handanna. Efnaðri konur geta farið til nágrannalanda og keypt þessa þjónustu en þær fátækari munu verða þvingaðar til að eignast börn, hvernig sem þau komu undir, og til að ljúka meðgöngu sem getur sett líf þeirra í hættu,“ segir Silja Bára.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Mikil reiði ríkir vegna lagafrumvarps sem nú er til umræðu á pólska þinginu. Frumvarpið kveður á um allsherjarbann við fóstureyðingum, án undantekninga. Þúsundir manna hafa mótmælt frumvarpinu, meðal annars á Íslandi. Lögin kveða einnig á um að þær konur sem undirgangast ólöglegar fóstureyðingar geti átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi. Samkvæmt núgildandi lögum eru fóstureyðingar í Póllandi háðar mjög ströngum skilyrðum og eru þær bannaðar nema í fáum undantekningartilvikum. Nú eru þær aðeins heimilar ef meðgangan ógnar lífi konunnar, ef um alvarlegan fósturskaða er að ræða eða ef konan hefur orðið barnshafandi eftir nauðgun eða sifjaspell. „Þetta er í raun og veru bara eitt skref í viðbót í mjög löngu ferli sem hefur verið að takmarka réttindi kvenna til að ráða yfir sínum eigin líkama,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hún segir frumvarpið vera afturför sem byrjað hafi í lok kalda stríðsins þegar kirkjan fór að styrkjast og taka yfir mikið af heilbrigðisþjónustu í Póllandi. „Ástandið hefur verið slæmt fram að þessu, það hefur verið mjög erfitt fyrir konur að fá fóstureyðingu. Læknar hafa ekki verið tilbúnir til að framkvæma fóstureyðingar, oft vegna þess að spítalarnir eru tengdir kirkjunni,“ segir Silja Bára. Frá því núverandi ríkisstjórn landsins tók til starfa hefur hún verið mjög umdeild og þjóðernisflokkurinn PiS er að sögn Silju Báru mjög einstrengingslegur og afturhaldssamur í sínum stjórnmálum. „Þessi tillaga kemur í raun bara frá kirkjunni. Flokkurinn virðist vera til í að taka þetta upp,“ segir Silja Bára, en Beata Szydlo, forsætisráðherra Póllands, hefur sagst styðja hugmyndir frumvarpsins. „Eins og svo margt í þessum kyn- og frjósemisréttindum eru þetta reglur sem munu koma mun harkalegar niður á þeim sem hafa minna á milli handanna. Efnaðri konur geta farið til nágrannalanda og keypt þessa þjónustu en þær fátækari munu verða þvingaðar til að eignast börn, hvernig sem þau komu undir, og til að ljúka meðgöngu sem getur sett líf þeirra í hættu,“ segir Silja Bára.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira