Íslandsbanki hefur ekki heimild til að rífa höfuðstöðvarnar Heimir Már Pétursson skrifar 19. apríl 2016 19:16 Íslandsbanki hefur ekki leyfi til að rífa núverandi höfuðstöðvar sínar við Kirkjusand og formaður skipulagsráðs segir að þar verði heldur ekki veitt heimild til að byggja hótel. Deiliskipulag fyrir strætóreitinn við hlið Íslandsbanka verður tekið fyrir á morgun.Hjálmar Sveinsson, formaður skipulagsráðs.Í fréttum Stöðvar tvö á laugardag var greint frá því að Íslandsbanki ætli að flytja höfuðstöðvar sínar frá Kirkjusandi í Norðurturninn í Kópavogi, bæði vegna myglu í höfuðstöðvunum og hagræðingar af sameiningu allrar starfsemi höfuðstöðva á einum stað. Bankinn hefur tekið þátt í skipulagsvinnu með borginni á gömlu strætólóðinni við hlið bankans. Hjálmar Sveinsson, formaður skipulagsráðs, segir að þau áform muni ekki raskast við flutning höfuðstöðvanna. Enda liggi löng skipulagsvinna þar að baki og niðurstaða komin í deiliskipulag. „Það var kynnt fyrir skipulagsráði í síðustu viku og það verður síðan tekið til afgreiðslu á morgun,“ segir Hjálmar. „Aðalatriðið er það að þar sem Íslandsbanki er gerir skipulagið ráð fyrir að verði atvinnulóð.“Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir jafnvel koma til greina að rífa núverandi höfuðstöðvar bankans á Kirkjusandi.VísirÁ stætóreitnum þar sem borgin og Íslandsbanki deili lóðum sé gert ráð fyrir allt að 300 íbúðum þar sem Reykjavíkurborg hafi ráðstöfunarrétt yfir 150 íbúðum sem að hluta til verði leiguíbúðir. En auk þess er gert ráð fyrir verslunar- og skrifstofuhúsnæði á reitnum og að uppbygging gæti hafist á næsta ári. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir jafnvel koma til greina að rífa núverandi höfuðstöðvar á Kirkjusandi. „Það er engin heimild fyrir því í þessu skipulagi. Þannig að það þarf að sækja sérstaklega um það,“ segir Hjálmar. „Mig langar að bæta því við af því að ég hef heyrt því fleygt að menn telji þá að hér muni þá kannski koma hótel, sem er nú kannski ekki mjög óvænt hugmynd, en skipulagið gerir ekki ráð fyrir því.“ Gert sé ráð fyrir hóteli á horni Sæbrautar og Kringlumýrabrautar en þau verði ekki fleiri á þessu svæði. Á Kirkjusandi verði atvinnustarfsemi hvort sem hún verði á vegum Íslandsbanka eða annarra aðila. Tengdar fréttir Útilokar ekki að rífa þurfi húsnæðið við Kirkjusand Húsnæði Íslandsbanka á Kirkjusandi liggur undir miklum skemmdum vegna raka og myglusvepps. 16. apríl 2016 18:57 Framtíð höfuðstöðva Íslandsbanka á Kirkjusandi ræðst á næstu mánuðum Bankastjóri Íslandsbanka segir brotthvarf höfuðstöðva hans frá Kirkjusandi ekki hafa áhrif á skipulag á strætólóðinni. 19. apríl 2016 13:26 Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Íslandsbanki hefur ekki leyfi til að rífa núverandi höfuðstöðvar sínar við Kirkjusand og formaður skipulagsráðs segir að þar verði heldur ekki veitt heimild til að byggja hótel. Deiliskipulag fyrir strætóreitinn við hlið Íslandsbanka verður tekið fyrir á morgun.Hjálmar Sveinsson, formaður skipulagsráðs.Í fréttum Stöðvar tvö á laugardag var greint frá því að Íslandsbanki ætli að flytja höfuðstöðvar sínar frá Kirkjusandi í Norðurturninn í Kópavogi, bæði vegna myglu í höfuðstöðvunum og hagræðingar af sameiningu allrar starfsemi höfuðstöðva á einum stað. Bankinn hefur tekið þátt í skipulagsvinnu með borginni á gömlu strætólóðinni við hlið bankans. Hjálmar Sveinsson, formaður skipulagsráðs, segir að þau áform muni ekki raskast við flutning höfuðstöðvanna. Enda liggi löng skipulagsvinna þar að baki og niðurstaða komin í deiliskipulag. „Það var kynnt fyrir skipulagsráði í síðustu viku og það verður síðan tekið til afgreiðslu á morgun,“ segir Hjálmar. „Aðalatriðið er það að þar sem Íslandsbanki er gerir skipulagið ráð fyrir að verði atvinnulóð.“Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir jafnvel koma til greina að rífa núverandi höfuðstöðvar bankans á Kirkjusandi.VísirÁ stætóreitnum þar sem borgin og Íslandsbanki deili lóðum sé gert ráð fyrir allt að 300 íbúðum þar sem Reykjavíkurborg hafi ráðstöfunarrétt yfir 150 íbúðum sem að hluta til verði leiguíbúðir. En auk þess er gert ráð fyrir verslunar- og skrifstofuhúsnæði á reitnum og að uppbygging gæti hafist á næsta ári. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir jafnvel koma til greina að rífa núverandi höfuðstöðvar á Kirkjusandi. „Það er engin heimild fyrir því í þessu skipulagi. Þannig að það þarf að sækja sérstaklega um það,“ segir Hjálmar. „Mig langar að bæta því við af því að ég hef heyrt því fleygt að menn telji þá að hér muni þá kannski koma hótel, sem er nú kannski ekki mjög óvænt hugmynd, en skipulagið gerir ekki ráð fyrir því.“ Gert sé ráð fyrir hóteli á horni Sæbrautar og Kringlumýrabrautar en þau verði ekki fleiri á þessu svæði. Á Kirkjusandi verði atvinnustarfsemi hvort sem hún verði á vegum Íslandsbanka eða annarra aðila.
Tengdar fréttir Útilokar ekki að rífa þurfi húsnæðið við Kirkjusand Húsnæði Íslandsbanka á Kirkjusandi liggur undir miklum skemmdum vegna raka og myglusvepps. 16. apríl 2016 18:57 Framtíð höfuðstöðva Íslandsbanka á Kirkjusandi ræðst á næstu mánuðum Bankastjóri Íslandsbanka segir brotthvarf höfuðstöðva hans frá Kirkjusandi ekki hafa áhrif á skipulag á strætólóðinni. 19. apríl 2016 13:26 Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Útilokar ekki að rífa þurfi húsnæðið við Kirkjusand Húsnæði Íslandsbanka á Kirkjusandi liggur undir miklum skemmdum vegna raka og myglusvepps. 16. apríl 2016 18:57
Framtíð höfuðstöðva Íslandsbanka á Kirkjusandi ræðst á næstu mánuðum Bankastjóri Íslandsbanka segir brotthvarf höfuðstöðva hans frá Kirkjusandi ekki hafa áhrif á skipulag á strætólóðinni. 19. apríl 2016 13:26