Framtíð höfuðstöðva Íslandsbanka á Kirkjusandi ræðst á næstu mánuðum Heimir Már Pétursson skrifar 19. apríl 2016 13:26 Bankastjóri Íslandsbanka leggur áherslu á að ákvarðanir um framtíð núverandi höfuðstöðva hans liggi fljótlega fyrir. Engar breytingar verði hins vegar á samstarfi bankans við Reykjavíkurborg um uppbyggingu á gömlu strætólóðinni. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka upplýsti í fréttum Stöðvar tvö um helgina að höfðustöðvar bankans verði fluttar á sjö hæðir í Norðurturninn í Kópavogi vegna myglu sem komið hefði upp í núverandi höfuðstöðvum á Kirkjusandi. Myglan mun hafa fundist á fjórum hæðum bankans og er hún sögð liggja djúpt í steypu útveggja. Þessi ákvörðun Íslandsbanka gæti haft töluverðáhrif áþróun Kirkjusandslóðarinnar. Bankinn gerði fyrir nokkrum árum samkomulag við Reykjavíkurborg um uppbyggingu gömlu strætólóðarinnar vestan við Kirkjusandslóðina og var meðáform um að byggja við höfuðstöðvar sínar og sameina þar starfsemi sem nú er áþremur stöðum. „Nú hefur þetta plan breyst en strætólóðin og það samþykkta ferli er í farvegi. En núþarf að skoða hvað verður um þessa Kirkjusandslóð,“ segir Birna. Nú þegar skipulagsvinnu við strætólóðina sé að ljúka verði farið að huga að söluferli á þeirri lóð. Birna hefur síðan sagt að allt eins komi til greina að rífa hús núverandi höfuðstöðva á Kirkjusandi.Það mun auðvitað breyta töluverðu um skipulagsmöguleika á þeirri lóð sem bankinn stendur á núna?„Já það breytir lóðinni sjálfri sem Kirkjusandur er á í dag breytir ekki í sjálfu sér skipulaginu á hinni svo kölluðu strætólóð. Þannig að nú verðum við bara að endurskoða planið varðandi Kirkjusandslóðina sjálfa,“ segir Birna og nú sé verið að skoða hvaða möguleikar séu þar. „Það hefur gengið vel samstarfið við Reykjavíkurborg í þessum skipulagsmálum þannig að við sjáum bara til hvaða stefu við tökum í því,“ segir bankastjórinn. Birna reiknar með að flutningar höfuðstöðvanna í Norðurturinn í Kópavogi hefjist í september og verði lokið á þessu ári.Nú hefur gengið erfiðlega að fylla turninn, eruð þið að fá góða leigu þar?„Ég vona það að við séum að fá góða leigu miðað við að við erum að taka mjög stóran hluta af turninum,“ segir Birna.Á meðan gömlu höfuðstöðvarnar standa verður bankinn að greiða fasteignagjöld af húsnæðinu. Þið hljótið að vilja hafa hraðar hendur með skipulag framtíðarinnar þar?„Við hendum okkur í það verkefni á næstu mánuðum,“ segir Birna Einarsdóttir. Innlent Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka leggur áherslu á að ákvarðanir um framtíð núverandi höfuðstöðva hans liggi fljótlega fyrir. Engar breytingar verði hins vegar á samstarfi bankans við Reykjavíkurborg um uppbyggingu á gömlu strætólóðinni. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka upplýsti í fréttum Stöðvar tvö um helgina að höfðustöðvar bankans verði fluttar á sjö hæðir í Norðurturninn í Kópavogi vegna myglu sem komið hefði upp í núverandi höfuðstöðvum á Kirkjusandi. Myglan mun hafa fundist á fjórum hæðum bankans og er hún sögð liggja djúpt í steypu útveggja. Þessi ákvörðun Íslandsbanka gæti haft töluverðáhrif áþróun Kirkjusandslóðarinnar. Bankinn gerði fyrir nokkrum árum samkomulag við Reykjavíkurborg um uppbyggingu gömlu strætólóðarinnar vestan við Kirkjusandslóðina og var meðáform um að byggja við höfuðstöðvar sínar og sameina þar starfsemi sem nú er áþremur stöðum. „Nú hefur þetta plan breyst en strætólóðin og það samþykkta ferli er í farvegi. En núþarf að skoða hvað verður um þessa Kirkjusandslóð,“ segir Birna. Nú þegar skipulagsvinnu við strætólóðina sé að ljúka verði farið að huga að söluferli á þeirri lóð. Birna hefur síðan sagt að allt eins komi til greina að rífa hús núverandi höfuðstöðva á Kirkjusandi.Það mun auðvitað breyta töluverðu um skipulagsmöguleika á þeirri lóð sem bankinn stendur á núna?„Já það breytir lóðinni sjálfri sem Kirkjusandur er á í dag breytir ekki í sjálfu sér skipulaginu á hinni svo kölluðu strætólóð. Þannig að nú verðum við bara að endurskoða planið varðandi Kirkjusandslóðina sjálfa,“ segir Birna og nú sé verið að skoða hvaða möguleikar séu þar. „Það hefur gengið vel samstarfið við Reykjavíkurborg í þessum skipulagsmálum þannig að við sjáum bara til hvaða stefu við tökum í því,“ segir bankastjórinn. Birna reiknar með að flutningar höfuðstöðvanna í Norðurturinn í Kópavogi hefjist í september og verði lokið á þessu ári.Nú hefur gengið erfiðlega að fylla turninn, eruð þið að fá góða leigu þar?„Ég vona það að við séum að fá góða leigu miðað við að við erum að taka mjög stóran hluta af turninum,“ segir Birna.Á meðan gömlu höfuðstöðvarnar standa verður bankinn að greiða fasteignagjöld af húsnæðinu. Þið hljótið að vilja hafa hraðar hendur með skipulag framtíðarinnar þar?„Við hendum okkur í það verkefni á næstu mánuðum,“ segir Birna Einarsdóttir.
Innlent Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira