Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Haukar 85-71 | Grindavík komið í 2-0 Stefán Árni Pálsson í Grindavík skrifar 2. apríl 2016 19:30 Grindavík er komið í 2-0 í einvíginu gegn deildarmeisturum Haukum í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann Hauka í Röstinni, 85-71, annan leikinn í röð. Hreint ótrúleg staða. Stemningin í Mustad-höllinni í Grindavík var frábær þegar leikurinn hófst og fjölmenntu Grindvíkingar í höllinni. Þær gulu byrjuðu leikinn virkilega vel og komust í 10-3 þegar fyrsti leikhlutinn var hálfnaður. Petrúnella Skúladóttir var sjóðandi heit í liði Grindvíkingar í upphafi leiks og gerði tvær þriggja stig körfur á stuttum tíma. Haukarnir náðu einhvern veginn ekki að komast í gang í fyrsta leikhlutanum og var staðan 15-12 fyrir Grindavík eftir tíu mínútna leik. Grindvíkingar héldu áfram frábærum varnarleik í upphafi annars leikhluta og voru Haukar í stökustu vandræðum sóknarlega. Þriggja stiga nýting Grindvíkinga var fín og náðu þær í nokkrar mikilvægar körfur fyrir utan línuna. Staðan var 30-16 fyrir Grindavík þegar fjórar mínútur voru liðnar af öðrum leikhluta og heimastúlkur í rjúkandi gír. Heimastúlkur héldu bara áfram að spila frábæra vörn og skjóta þristum. Liðið skoraði sjö þriggja stiga körfur í fyrri hálfleik og voru 7/17 fyrir utan línuna. Haukar aftur á móti aðeins 1/12. Staðan í hálfleik var 46-25 og Haukar hreinlega gjaldþrota. Helena Sverrisdóttir var með 13 stig í hálfleik og eini leikmaðurinn með eitthvað lífsmark í liði Hauka. Grindvíkingar héldu áfram góðri spilamennsku í upphafi síðari hálfleiksins og héldu áfram að spila einstakan varnarleik. Það virtist kvikna eitthvað líf í lið Hauka og eins og þær væru á leiðinni í gang. Helena Sverris hélt áfram sínum leik í þriðja leikhlutanum en hana vantaði aðstoð frá öðrum leikmönnum Hauka. Staðan fyrir lokaleikhlutann var 67-50 fyrir Grindavík og Haukar þurfti einfaldlega á kraftaverki að halda til að jafna einvígið. Grindavík byrjaði loka leikhlutann á því að setja niður tvær þriggja stiga körfur á stuttum tíma og koma leiknum í 73-50. Þetta var bara of mikið fyrir Hauka og komust deildarmeistararnir aldrei í almennilegan séns í þessum leik. Grindavík vann að lokum góðan sigur, 85-71, og er komið í 2-0 í einvígi liðanna. Haukar þurfa hreinlega að fara í naflaskoðun ef þeir ætla ekki í sumarfrí. Næsti leikur liðanna er á þriðjudaginn að Ásvöllum og þá getur Grindavík tryggt sér sæti í úrslitunum. Ingvar: Við getum komið til bakaIngvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka.Vísir/Ernir„Ég veit ekki hvað er í gangi, við erum bara ekki að mæta klárar,“ segir Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, eftir tapið. „Við erum að fá framlag frá í raun einum leikmanni. Í fyrri hálfleik vorum við hræddar og ekki aggresívar í vörn. Þú vinnur ekki leiki svoleiðis.“ Ingvar segir að þetta gæti verið andlegt vandamál hjá liðinu. „Við erum með yngri flokka leikmenn sem hafa leikið spennandi og erfiða leiki á sínum ferli og því eiga þær alveg að ráða við þetta.“ Hann segir að liðið geti vel komið til baka og unnið þrjá í röð. „Við erum ekkert að fara hætta núna, það er enginn tilbúinn að fara í sumarfrí.“ Daníel: Þakkar bæjarbúum fyrir stuðninginnDaníel í leik með karlaliði Grindvíkinga.vísir/stefán„Þetta var frábær frammistaða frá leikmönnum mínum og við héldum okkur alveg við leikskipulagið allan leikinn,“ segir Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir leikinn. „Ef við gerum það sem við eigum að gera, þá getum við alltaf verið ánægðar með frammistöðuna, hvort sem við vinnum eða töpum.“ Leikmenn Grindvíkinga hópuðust oft á tíðum saman í miðjum leik og tóku einskonar leikhlé inni á vellinum. „Þegar þær átta sig á því að það er eitthvað í gangi inni á vellinum sem þarf að breyta þá bara tala þær saman. Þær eru á sömu blaðsíðunni.“ Stemningin í Röstinni var frábær í kvöld og mætingin til fyrirmyndar. „Ég er mjög þakklátur bæjarbúum að mæta svona vel og standa við bakið á okkur. Núna ætlum við okkur bara að halda áfram sömu vinnu og sjá svo til hverju það skilar okkur."Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild kvenna Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Sjá meira
Grindavík er komið í 2-0 í einvíginu gegn deildarmeisturum Haukum í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann Hauka í Röstinni, 85-71, annan leikinn í röð. Hreint ótrúleg staða. Stemningin í Mustad-höllinni í Grindavík var frábær þegar leikurinn hófst og fjölmenntu Grindvíkingar í höllinni. Þær gulu byrjuðu leikinn virkilega vel og komust í 10-3 þegar fyrsti leikhlutinn var hálfnaður. Petrúnella Skúladóttir var sjóðandi heit í liði Grindvíkingar í upphafi leiks og gerði tvær þriggja stig körfur á stuttum tíma. Haukarnir náðu einhvern veginn ekki að komast í gang í fyrsta leikhlutanum og var staðan 15-12 fyrir Grindavík eftir tíu mínútna leik. Grindvíkingar héldu áfram frábærum varnarleik í upphafi annars leikhluta og voru Haukar í stökustu vandræðum sóknarlega. Þriggja stiga nýting Grindvíkinga var fín og náðu þær í nokkrar mikilvægar körfur fyrir utan línuna. Staðan var 30-16 fyrir Grindavík þegar fjórar mínútur voru liðnar af öðrum leikhluta og heimastúlkur í rjúkandi gír. Heimastúlkur héldu bara áfram að spila frábæra vörn og skjóta þristum. Liðið skoraði sjö þriggja stiga körfur í fyrri hálfleik og voru 7/17 fyrir utan línuna. Haukar aftur á móti aðeins 1/12. Staðan í hálfleik var 46-25 og Haukar hreinlega gjaldþrota. Helena Sverrisdóttir var með 13 stig í hálfleik og eini leikmaðurinn með eitthvað lífsmark í liði Hauka. Grindvíkingar héldu áfram góðri spilamennsku í upphafi síðari hálfleiksins og héldu áfram að spila einstakan varnarleik. Það virtist kvikna eitthvað líf í lið Hauka og eins og þær væru á leiðinni í gang. Helena Sverris hélt áfram sínum leik í þriðja leikhlutanum en hana vantaði aðstoð frá öðrum leikmönnum Hauka. Staðan fyrir lokaleikhlutann var 67-50 fyrir Grindavík og Haukar þurfti einfaldlega á kraftaverki að halda til að jafna einvígið. Grindavík byrjaði loka leikhlutann á því að setja niður tvær þriggja stiga körfur á stuttum tíma og koma leiknum í 73-50. Þetta var bara of mikið fyrir Hauka og komust deildarmeistararnir aldrei í almennilegan séns í þessum leik. Grindavík vann að lokum góðan sigur, 85-71, og er komið í 2-0 í einvígi liðanna. Haukar þurfa hreinlega að fara í naflaskoðun ef þeir ætla ekki í sumarfrí. Næsti leikur liðanna er á þriðjudaginn að Ásvöllum og þá getur Grindavík tryggt sér sæti í úrslitunum. Ingvar: Við getum komið til bakaIngvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka.Vísir/Ernir„Ég veit ekki hvað er í gangi, við erum bara ekki að mæta klárar,“ segir Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, eftir tapið. „Við erum að fá framlag frá í raun einum leikmanni. Í fyrri hálfleik vorum við hræddar og ekki aggresívar í vörn. Þú vinnur ekki leiki svoleiðis.“ Ingvar segir að þetta gæti verið andlegt vandamál hjá liðinu. „Við erum með yngri flokka leikmenn sem hafa leikið spennandi og erfiða leiki á sínum ferli og því eiga þær alveg að ráða við þetta.“ Hann segir að liðið geti vel komið til baka og unnið þrjá í röð. „Við erum ekkert að fara hætta núna, það er enginn tilbúinn að fara í sumarfrí.“ Daníel: Þakkar bæjarbúum fyrir stuðninginnDaníel í leik með karlaliði Grindvíkinga.vísir/stefán„Þetta var frábær frammistaða frá leikmönnum mínum og við héldum okkur alveg við leikskipulagið allan leikinn,“ segir Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir leikinn. „Ef við gerum það sem við eigum að gera, þá getum við alltaf verið ánægðar með frammistöðuna, hvort sem við vinnum eða töpum.“ Leikmenn Grindvíkinga hópuðust oft á tíðum saman í miðjum leik og tóku einskonar leikhlé inni á vellinum. „Þegar þær átta sig á því að það er eitthvað í gangi inni á vellinum sem þarf að breyta þá bara tala þær saman. Þær eru á sömu blaðsíðunni.“ Stemningin í Röstinni var frábær í kvöld og mætingin til fyrirmyndar. „Ég er mjög þakklátur bæjarbúum að mæta svona vel og standa við bakið á okkur. Núna ætlum við okkur bara að halda áfram sömu vinnu og sjá svo til hverju það skilar okkur."Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild kvenna Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Sjá meira