Passar í Hagaskóla-buxurnar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. apríl 2016 09:00 Hreiðar er bjartsýnn á að bestu árin séu fram undan. Vísir/Stefán „Þetta er mjög spennandi og gaman að fá þetta tækifæri núna,“ segir markvörðurinn Hreiðar Levý Guðmundsson en hann er á förum frá Akureyri í sumar og heldur aftur til Noregs. Hann er búinn að semja við úrvalsdeildarfélagið Halden Topphåndball sem varð í fimmta sæti í deildinni. Hreiðar þekkir vel til í Noregi eftir að hafa leikið með Nøtterøy þar í landi við góðan orðstír. Hreiðar hefur einnig leikið með sænska liðinu Sävehof og þýska liðinu Emsdetten.Setur meiri pressu á mig Er menn koma heim á fertugsaldri er atvinnumannsferlinum venjulega lokið. Ekki í tilfelli Hreiðars sem verður 36 ára gamall seint á árinu. Halden hefur staðið fyrir söfnun á meðal stuðningsmanna félagsins til þess að fjármagna endanlega kaupin á Hreiðari. „Þetta er mjög sérstakt en skemmtilegt. Þetta setur líka meiri pressu á mig. Áhorfendurnir eiga í mér og því eins gott fyrir mig að standa mig,“ segir Hreiðar. Félagið reyndi að safna 1,5 milljónum króna en náði á endanum að safna um tveimur milljónum. „Þetta eru peningar upp í samninginn og býr líka til stemningu.“Bjóða syninum út Hreiðar segir að hann hafi verið búinn að gefa frá sér þetta dæmi enda þarf hann að skilja ungan son sinn eftir á Akureyri. Norska félagið hafi aftur á móti komið til móts við hann. „Það er erfitt að fara frá stráknum mínum en félagið er búið að skipuleggja að ég fái lengri frí heima og hvenær hann geti komið út. Félagið ætlar að bjóða honum með í æfingamót sem VIP-gesti. Þeir hafa komið mjög skemmtilega til móts við mig og það hjálpaði til við að ég sagði já á endanum.“Vísir/AntonMarkvörðurinn hávaxni viðurkennir að atvinnumannsdraumar hafi verið úti er hann kom heim. „Þetta ár snerist eiginlega bara um að koma til baka eftir meiðsli. Að sjá að ég gæti þetta enn. Það voru engar framtíðaráætlanir og útlönd alls ekki inni í myndinni. Ég ætlaði að reyna að eiga nokkur góð ár hér á Íslandi áður en ég hætti. Mér finnst ég eiga nóg eftir núna og vonandi eru bara bestu árin eftir.“Hef ekki verið í betra formi í 20 ár Það er eftir því tekið í hversu góðu líkamlegu formi Hreiðar er þessa dagana. Hann hefur í raun aldrei litið betur út og viðurkennir það fúslega sjálfur. Hann breytti um lífsstíl. „Ég hef ekki verið í betra formi í 20 ár. Ég er farinn að passa aftur í gömlu Hagaskóla-buxurnar,“ segir Hreiðar Levý léttur. „Helsta breytingin hjá mér er mataræðið. Ég hef verið að borða vitlaust í gegnum tíðina. Ég er hættur að borða pasta og brauð. Í staðinn er komið meira kjöt og prótein. Ég hef auðvitað verið að æfa vel í öll þessi ár en eftir að mataræðið var orðið gott þá kvaddi ég loksins þriggja tölu klúbbinn,“ segir Hreiðar en hvað er hann búinn að skafa mikið af sér? „Ég er kominn niður um rúm 20 kíló frá því síðasta sumar. Ég var þyngstur 118 kíló en er 96 í dag. Þegar ég var í atvinnumennskunni og í landsliðinu var ég um 105 kíló. Þá fannst mér ég vera í fínu standi og auðvitað sé ég aðeins eftir því að hafa ekki verið í sama forminu þá og núna. Mig vantaði meiri leiðsögn í matarmálunum en þau skipta öllu máli. Ég er að kaupa mér nýtt líf með þessu og tel að ég eigi mikið inni ef ég hugsa vel um mig áfram.“Fyrir landsleik á móti Þýskalandi 2011.Vísir/Anton Enn með hugann við landsliðið Hreiðar er mjög jákvæður og segist enn vera að elta stóra drauma á ferli sínum. „Ég vil elta mína stóru drauma. Einn af þeim er að komast aftur í íslenska landsliðsbúninginn og spila aftur fyrir Ísland. Svo vil ég spila vel og reyna að halda heilsu. Vera sáttur við sjálfan mig og sjá hvert það leiðir mig. Það væri gaman að toppa á síðustu árunum. Af hverju ekki, segi ég?“ Meiðsli hafa farið illa með Hreiðar síðustu ár og hann hefur þurft að fara í aðgerð á báðum hnjám. Hann var skorinn upp síðustu tvö sumur. Svo lenti hann í meiðslum á hásin í kringum áramótin sem eru enn að plaga hann. „Ég byrjaði ekki að æfa fyrr en í september og var í raun byrjaður að spila áður en ég gat hlaupið. Þessi hásinarmeiðsli voru mjög svekkjandi því ég var kominn vel í gang og að keppa um landsliðssætið. Hásinarmeiðslin eru enn aðeins að plaga mig,“ segir Hreiðar Levý sem lítur mjög björtum augum á framtíðina. „Ég ætla að klára þetta tímabil með stæl hjá Akureyri og svo verður ekkert farið til Benidorm í ár. Bara æft af krafti og komið inn í flottu formi í Noregi.“ Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild karla Tengdar fréttir Búnir að safna fyrir Hreiðari Levý | Verður næsti markvörður HTH í Noregi Hreiðar Levý Guðmundsson verður næsti markvörður norska úrvalsdeildarliðsins Halden Topphåndball en félagið stöð fyrir vel heppnaðri söfnun fyrir nýjum markverði liðsins. 31. mars 2016 17:18 Norskt félag stendur fyrir söfnun svo hægt sé að kaupa Hreiðar Levý Norska úrvalsdeildarliðið Halden Topphåndball er á eftir markverði Akureyrar, Hreiðari Levý Guðmundssyni, og safnar fé meðal stuðningsmanna til þess að geta fengið Hreiðar í markið hjá félaginu. 29. mars 2016 10:00 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
„Þetta er mjög spennandi og gaman að fá þetta tækifæri núna,“ segir markvörðurinn Hreiðar Levý Guðmundsson en hann er á förum frá Akureyri í sumar og heldur aftur til Noregs. Hann er búinn að semja við úrvalsdeildarfélagið Halden Topphåndball sem varð í fimmta sæti í deildinni. Hreiðar þekkir vel til í Noregi eftir að hafa leikið með Nøtterøy þar í landi við góðan orðstír. Hreiðar hefur einnig leikið með sænska liðinu Sävehof og þýska liðinu Emsdetten.Setur meiri pressu á mig Er menn koma heim á fertugsaldri er atvinnumannsferlinum venjulega lokið. Ekki í tilfelli Hreiðars sem verður 36 ára gamall seint á árinu. Halden hefur staðið fyrir söfnun á meðal stuðningsmanna félagsins til þess að fjármagna endanlega kaupin á Hreiðari. „Þetta er mjög sérstakt en skemmtilegt. Þetta setur líka meiri pressu á mig. Áhorfendurnir eiga í mér og því eins gott fyrir mig að standa mig,“ segir Hreiðar. Félagið reyndi að safna 1,5 milljónum króna en náði á endanum að safna um tveimur milljónum. „Þetta eru peningar upp í samninginn og býr líka til stemningu.“Bjóða syninum út Hreiðar segir að hann hafi verið búinn að gefa frá sér þetta dæmi enda þarf hann að skilja ungan son sinn eftir á Akureyri. Norska félagið hafi aftur á móti komið til móts við hann. „Það er erfitt að fara frá stráknum mínum en félagið er búið að skipuleggja að ég fái lengri frí heima og hvenær hann geti komið út. Félagið ætlar að bjóða honum með í æfingamót sem VIP-gesti. Þeir hafa komið mjög skemmtilega til móts við mig og það hjálpaði til við að ég sagði já á endanum.“Vísir/AntonMarkvörðurinn hávaxni viðurkennir að atvinnumannsdraumar hafi verið úti er hann kom heim. „Þetta ár snerist eiginlega bara um að koma til baka eftir meiðsli. Að sjá að ég gæti þetta enn. Það voru engar framtíðaráætlanir og útlönd alls ekki inni í myndinni. Ég ætlaði að reyna að eiga nokkur góð ár hér á Íslandi áður en ég hætti. Mér finnst ég eiga nóg eftir núna og vonandi eru bara bestu árin eftir.“Hef ekki verið í betra formi í 20 ár Það er eftir því tekið í hversu góðu líkamlegu formi Hreiðar er þessa dagana. Hann hefur í raun aldrei litið betur út og viðurkennir það fúslega sjálfur. Hann breytti um lífsstíl. „Ég hef ekki verið í betra formi í 20 ár. Ég er farinn að passa aftur í gömlu Hagaskóla-buxurnar,“ segir Hreiðar Levý léttur. „Helsta breytingin hjá mér er mataræðið. Ég hef verið að borða vitlaust í gegnum tíðina. Ég er hættur að borða pasta og brauð. Í staðinn er komið meira kjöt og prótein. Ég hef auðvitað verið að æfa vel í öll þessi ár en eftir að mataræðið var orðið gott þá kvaddi ég loksins þriggja tölu klúbbinn,“ segir Hreiðar en hvað er hann búinn að skafa mikið af sér? „Ég er kominn niður um rúm 20 kíló frá því síðasta sumar. Ég var þyngstur 118 kíló en er 96 í dag. Þegar ég var í atvinnumennskunni og í landsliðinu var ég um 105 kíló. Þá fannst mér ég vera í fínu standi og auðvitað sé ég aðeins eftir því að hafa ekki verið í sama forminu þá og núna. Mig vantaði meiri leiðsögn í matarmálunum en þau skipta öllu máli. Ég er að kaupa mér nýtt líf með þessu og tel að ég eigi mikið inni ef ég hugsa vel um mig áfram.“Fyrir landsleik á móti Þýskalandi 2011.Vísir/Anton Enn með hugann við landsliðið Hreiðar er mjög jákvæður og segist enn vera að elta stóra drauma á ferli sínum. „Ég vil elta mína stóru drauma. Einn af þeim er að komast aftur í íslenska landsliðsbúninginn og spila aftur fyrir Ísland. Svo vil ég spila vel og reyna að halda heilsu. Vera sáttur við sjálfan mig og sjá hvert það leiðir mig. Það væri gaman að toppa á síðustu árunum. Af hverju ekki, segi ég?“ Meiðsli hafa farið illa með Hreiðar síðustu ár og hann hefur þurft að fara í aðgerð á báðum hnjám. Hann var skorinn upp síðustu tvö sumur. Svo lenti hann í meiðslum á hásin í kringum áramótin sem eru enn að plaga hann. „Ég byrjaði ekki að æfa fyrr en í september og var í raun byrjaður að spila áður en ég gat hlaupið. Þessi hásinarmeiðsli voru mjög svekkjandi því ég var kominn vel í gang og að keppa um landsliðssætið. Hásinarmeiðslin eru enn aðeins að plaga mig,“ segir Hreiðar Levý sem lítur mjög björtum augum á framtíðina. „Ég ætla að klára þetta tímabil með stæl hjá Akureyri og svo verður ekkert farið til Benidorm í ár. Bara æft af krafti og komið inn í flottu formi í Noregi.“
Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild karla Tengdar fréttir Búnir að safna fyrir Hreiðari Levý | Verður næsti markvörður HTH í Noregi Hreiðar Levý Guðmundsson verður næsti markvörður norska úrvalsdeildarliðsins Halden Topphåndball en félagið stöð fyrir vel heppnaðri söfnun fyrir nýjum markverði liðsins. 31. mars 2016 17:18 Norskt félag stendur fyrir söfnun svo hægt sé að kaupa Hreiðar Levý Norska úrvalsdeildarliðið Halden Topphåndball er á eftir markverði Akureyrar, Hreiðari Levý Guðmundssyni, og safnar fé meðal stuðningsmanna til þess að geta fengið Hreiðar í markið hjá félaginu. 29. mars 2016 10:00 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
Búnir að safna fyrir Hreiðari Levý | Verður næsti markvörður HTH í Noregi Hreiðar Levý Guðmundsson verður næsti markvörður norska úrvalsdeildarliðsins Halden Topphåndball en félagið stöð fyrir vel heppnaðri söfnun fyrir nýjum markverði liðsins. 31. mars 2016 17:18
Norskt félag stendur fyrir söfnun svo hægt sé að kaupa Hreiðar Levý Norska úrvalsdeildarliðið Halden Topphåndball er á eftir markverði Akureyrar, Hreiðari Levý Guðmundssyni, og safnar fé meðal stuðningsmanna til þess að geta fengið Hreiðar í markið hjá félaginu. 29. mars 2016 10:00