Drögum félagshyggjufánann að húni! Ögmundur Jónasson skrifar 7. apríl 2016 07:00 Ánægjulegt hefur mér þótt hve góð viðbrögðin hafa verið við tveimur greinum sem ég hef nýlega fengið birtar í Fréttablaðinu með því inntaki að mikilvægt sé að vinstri stefna gangi í endurnýjun lífdaganna. Í þessum skrifum benti ég á að samhliða vaxandi gengi nýfrjálshyggjunnar undir aldarlok og í byrjun nýrrar aldar, hafi hinn pólitíski pendúll færst til hægri með þeim afleiðingum að stjórnmálaflokkar og félagslegar hreyfingar, þá einnig verkalýðshreyfingin, hafi færst í þá átt, leitað markaðslausna í stað samfélagslausna eins og áður hafði tíðkast, jafnvel til að ná gamalgrónum félagslegum markmiðum.Þörf á endurmati Formaður Alþýðufylkingarinnar, Þorvaldur Þorvaldsson, segir þetta að vísu vera reginmisskilning, alla vega hljóti hann og hans félagar að vera þarna undanskildir. Í grein sem hann skrifar niður til mín í Fréttablaðið 5. apríl undir fyrirsögninni, „Hvað þykistu vera að reyna að segja, Ögmundur?“, heldur hann því fram að án sín og sinna „sem byggi á því besta úrsögu og reynslu verkalýðssamtaka frá öndverðu“ geti engin endurnýjun lífdaganna orðið hjá vinstri mönnum: „Endurreisn vinstristefnu á Íslandi er óhugsandi án aðkomu Alþýðufylkingarinnar.“ Nú vill svo til að það sem ég „þykist vera að reyna að segja“, svo við höldum okkur við orðalag Þorvaldar, ber ekki að skilja á þann veg að ég sækist eftir því að fela anda minn í hendur tilteknum stjórnmálaflokki eða yfirleitt einhverjum sem telur sig sérstakan handhafa sannleikans. Þvert á móti er ég að hvetja til þess að við reynum öll, hvar á báti sem við erum og hvar í flokki sem við höfum skipað okkur á félagshyggjuvængnum, að endurmeta viðhorf okkar og leiðir sem við veljum til að ná settu marki. Þannig hef ég fagnað útlistunum þeirra Frans páfa og Frosta framsóknarmanns á samfélagsbankahugmyndinni, hvatt til staðfastari varðstöðu um auðlindir og félagslega innviði og viljað aukið lýðræði og gagnsæi. Þorvaldur Þorvaldsson telur mig ekki vera gjaldgengan í þessari umræðu nema ég svari til um gjörðir síðustu ríkisstjórnar og mína framgöngu sjárstaklega enda hafi ég „hvergi dregið af mér“ við að rukka sjúklinga, „meira ennokkru sinni fyrr.“ Allt hafi verið á einn veg, tálsýnir peningahyggjunnar allsráðandi, einkavæðing orkufyrirtækja hafi tekið kipp og samfélagið sett undir auðvaldshælinn og sé ég jafnan hluti af þeim hæl „þegar á þarf að halda.“ Ekki er þetta beinlínis gæfuleg einkunn. Nú vill svo til að Þorvaldur Þorvaldsson er í mínum huga góður og gegn maður og hefur oft reynst ágætur greinandi. Hann má líka eiga það að hafa verið staðfastur baráttumaður sinna sjónarmiða og ekki ætla ég að gera lítið úr Alþýðufylkingunni þar sem hann er í forsvari. En ég vil þó segja, að vilji formaður þess flokks láta taka sig alvarlega þarf hann að byrja á sjálfum sér og fara rétt með í málflutningi sínum.Síðasta kjörtímabil njóti sannmælis Þannig eru það ósannindi að í minni tíð sem heilbrigðisráðherra hafi verið rukkað „meira en nokkru sinni fyrr“. Hið sanna er að á meðal minna fyrstu embættisverka var að snúa til baka ákvörðun forvera míns í embætti um aukna gjaldtöku innan veggja sjúkrahúsanna. Enda hef ég alla mína starfsævi á vettvangi verkalýðshreyfingar og stjórnmálanna sett gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu, öfluga innviði og orkufyrirtæki og auðlindir í samfélagseign, í öndvegi. Og það sem meira er, fyrir þessum sjónarmiðum barðist ég á síðasta kjörtímabili einnig. Það er hins vegar rétt að ýmislegt misfórst á þessum erfiðu árum. Í skrifum mínum hef ég horft til þess sem vel var gert á síðasta kjörtímabili, og er þar af mörgu að taka fyrir þá sem vilja láta menn njóta sannmælis, en jafnframt hef ég hvatt til þess að við drögum rétta lærdóma af því sem fór úrskeiðis.Tíðarandinn skiptir máli Ég er þeirrar skoðunar að máli skipti hvernig samfélag hugsar, hver tíðarandinn er. Það skipti máli þegar markaðshyggjan gerðist ágengari í vestrænum þjóðfélögum og þröngvaði sér inn í flesta kima undir aldarlokin, en verst var þó þegar félagslega sinnað fólk hætti að sjá aðrar lausnir á vanda samtíðarinnar en lausnir markaðarins. Þarna liggur hugarfarsbreytingin sem ég er að kalla eftir og hefði ég haldið að þeir, sem telja sig hreina af öllu illu, fögnuðu slíku ákalli. Ágeng markaðshyggja hefur nú fengið að reyna sig í þrjá áratugi með hörmulegum afleiðingum. Nú þurfum við öll, hvar í flokki sem við stöndum en eigum það sameiginlegt að vilja efla jöfnuð og teljum félagslegar lausnir til þessa fallnar, að taka höndum saman og stuðla að því að vinstri stefna gangi í endurnýjun lífdaganna. Fáni félagshyggjunnar hefur verið í hálfa stöng of lengi. Nú þarf allt félagslega sinnað fólk að sameinast um að draga þann fána að húni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ögmundur Jónasson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ánægjulegt hefur mér þótt hve góð viðbrögðin hafa verið við tveimur greinum sem ég hef nýlega fengið birtar í Fréttablaðinu með því inntaki að mikilvægt sé að vinstri stefna gangi í endurnýjun lífdaganna. Í þessum skrifum benti ég á að samhliða vaxandi gengi nýfrjálshyggjunnar undir aldarlok og í byrjun nýrrar aldar, hafi hinn pólitíski pendúll færst til hægri með þeim afleiðingum að stjórnmálaflokkar og félagslegar hreyfingar, þá einnig verkalýðshreyfingin, hafi færst í þá átt, leitað markaðslausna í stað samfélagslausna eins og áður hafði tíðkast, jafnvel til að ná gamalgrónum félagslegum markmiðum.Þörf á endurmati Formaður Alþýðufylkingarinnar, Þorvaldur Þorvaldsson, segir þetta að vísu vera reginmisskilning, alla vega hljóti hann og hans félagar að vera þarna undanskildir. Í grein sem hann skrifar niður til mín í Fréttablaðið 5. apríl undir fyrirsögninni, „Hvað þykistu vera að reyna að segja, Ögmundur?“, heldur hann því fram að án sín og sinna „sem byggi á því besta úrsögu og reynslu verkalýðssamtaka frá öndverðu“ geti engin endurnýjun lífdaganna orðið hjá vinstri mönnum: „Endurreisn vinstristefnu á Íslandi er óhugsandi án aðkomu Alþýðufylkingarinnar.“ Nú vill svo til að það sem ég „þykist vera að reyna að segja“, svo við höldum okkur við orðalag Þorvaldar, ber ekki að skilja á þann veg að ég sækist eftir því að fela anda minn í hendur tilteknum stjórnmálaflokki eða yfirleitt einhverjum sem telur sig sérstakan handhafa sannleikans. Þvert á móti er ég að hvetja til þess að við reynum öll, hvar á báti sem við erum og hvar í flokki sem við höfum skipað okkur á félagshyggjuvængnum, að endurmeta viðhorf okkar og leiðir sem við veljum til að ná settu marki. Þannig hef ég fagnað útlistunum þeirra Frans páfa og Frosta framsóknarmanns á samfélagsbankahugmyndinni, hvatt til staðfastari varðstöðu um auðlindir og félagslega innviði og viljað aukið lýðræði og gagnsæi. Þorvaldur Þorvaldsson telur mig ekki vera gjaldgengan í þessari umræðu nema ég svari til um gjörðir síðustu ríkisstjórnar og mína framgöngu sjárstaklega enda hafi ég „hvergi dregið af mér“ við að rukka sjúklinga, „meira ennokkru sinni fyrr.“ Allt hafi verið á einn veg, tálsýnir peningahyggjunnar allsráðandi, einkavæðing orkufyrirtækja hafi tekið kipp og samfélagið sett undir auðvaldshælinn og sé ég jafnan hluti af þeim hæl „þegar á þarf að halda.“ Ekki er þetta beinlínis gæfuleg einkunn. Nú vill svo til að Þorvaldur Þorvaldsson er í mínum huga góður og gegn maður og hefur oft reynst ágætur greinandi. Hann má líka eiga það að hafa verið staðfastur baráttumaður sinna sjónarmiða og ekki ætla ég að gera lítið úr Alþýðufylkingunni þar sem hann er í forsvari. En ég vil þó segja, að vilji formaður þess flokks láta taka sig alvarlega þarf hann að byrja á sjálfum sér og fara rétt með í málflutningi sínum.Síðasta kjörtímabil njóti sannmælis Þannig eru það ósannindi að í minni tíð sem heilbrigðisráðherra hafi verið rukkað „meira en nokkru sinni fyrr“. Hið sanna er að á meðal minna fyrstu embættisverka var að snúa til baka ákvörðun forvera míns í embætti um aukna gjaldtöku innan veggja sjúkrahúsanna. Enda hef ég alla mína starfsævi á vettvangi verkalýðshreyfingar og stjórnmálanna sett gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu, öfluga innviði og orkufyrirtæki og auðlindir í samfélagseign, í öndvegi. Og það sem meira er, fyrir þessum sjónarmiðum barðist ég á síðasta kjörtímabili einnig. Það er hins vegar rétt að ýmislegt misfórst á þessum erfiðu árum. Í skrifum mínum hef ég horft til þess sem vel var gert á síðasta kjörtímabili, og er þar af mörgu að taka fyrir þá sem vilja láta menn njóta sannmælis, en jafnframt hef ég hvatt til þess að við drögum rétta lærdóma af því sem fór úrskeiðis.Tíðarandinn skiptir máli Ég er þeirrar skoðunar að máli skipti hvernig samfélag hugsar, hver tíðarandinn er. Það skipti máli þegar markaðshyggjan gerðist ágengari í vestrænum þjóðfélögum og þröngvaði sér inn í flesta kima undir aldarlokin, en verst var þó þegar félagslega sinnað fólk hætti að sjá aðrar lausnir á vanda samtíðarinnar en lausnir markaðarins. Þarna liggur hugarfarsbreytingin sem ég er að kalla eftir og hefði ég haldið að þeir, sem telja sig hreina af öllu illu, fögnuðu slíku ákalli. Ágeng markaðshyggja hefur nú fengið að reyna sig í þrjá áratugi með hörmulegum afleiðingum. Nú þurfum við öll, hvar í flokki sem við stöndum en eigum það sameiginlegt að vilja efla jöfnuð og teljum félagslegar lausnir til þessa fallnar, að taka höndum saman og stuðla að því að vinstri stefna gangi í endurnýjun lífdaganna. Fáni félagshyggjunnar hefur verið í hálfa stöng of lengi. Nú þarf allt félagslega sinnað fólk að sameinast um að draga þann fána að húni.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar