Computer says NO – um orð og efndir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar 31. mars 2016 07:00 Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eru sett fram markmið í heilbrigðismálum sem hljóma ágætlega í eyrum landsbyggðarþingmanns. Þau er í stuttu máli þessi: Styrkja skal grunnþjónustu á landsbyggðinni. Landsmenn njóti aðgengis að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu. Íbúar landsins fái notið þeirrar grunnþjónustu sem gera á kröfu um í þróuðu nútímasamfélagi. En hverjar eru efndirnar? Ekki hefur enn komið ein króna til fjölda heilsugæslustöðva á landsbyggðinni vegna stórfelldra launahækkana lækna þar sem lausráðnir verktakar eru við störf. Staðir sem reiða sig alfarið á verktakalækna eru til dæmis Ólafsvík, Hólmavík, Grundarfjörður og Stykkishólmur. Ekki möguleiki á fastráðningu Alkunna er að ekki hefur verið möguleiki undanfarin misseri að fastráða lækna víðast hvar á landsbyggðinni þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar. Þessi vandkvæði hafa verið á Snæfellsnesi, Patreksfirði, Ísafirði, Hólmavík, víða á Austurlandi og á Suðurlandi. Til að forðast þjónustufall hafa stjórnendur ráðið lækna í verktöku. Þannig hefur verið unnt að halda uppi þjónustu, stundum skertri, þó að við hafi verið unað. Læknaverktakar eru ekki inni í launakerfi ríkisins. Þeir fá ekki greitt samkvæmt reikningi eins og hver annar seljandi/veitandi þjónustu. Forstöðumenn hafa tjáð mér að þar sem þessi læknisþjónusta er ekki inni í launakerfinu hafi ekki verið gert ráð fyrir neinum launakostnaði lækna á viðkomandi heilsugæslustöðvum vegna 30-40% launahækkana lækna á liðnu ári. Segir sig sjálft að með því að taka ekki svo stórfelldar launahækkanir með í reikninginn er verið að rýra framlög til heilsugæslunnar svo nemur tugum milljóna á ári í tilviki einstaka stöðva. Engin viðbrögð frá ráðuneyti Reiknilíkanið sem notast er við í öllum öðrum meginatriðum hefur verið tekið úr sambandi þegar kemur að launarekstri heilsugæslustöðvanna. Nú þegar vantar um 40% í launagrunn lækna á framangreindum stöðvum. Við þessu hefur heilbrigðisráðuneytið ekki brugðist. Svörin þar á bæ eru einfaldlega „the computer says NO“. Á meðan flæðir undan starfseminni á landsbyggðinni og íbúar upplifa sig í stöðugri varnarbaráttu. Því er spáð að með þessu áframhaldi verði mjög farið að draga úr læknisþjónustu á nefndum svæðum fyrir árslok 2016, árið 2017 verði óviðráðanlegt að óbreyttu. Hvað ætlar heilbrigðisráðherra að gera? Ætlar hann að una þessari þróun? Var það þetta sem hann átti við þegar sett voru fram markmiðin um að styrkja grunnþjónustu á landsbyggðinni, tryggja að landsmenn njóti aðgengis að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu og að íbúar landsins fái notið þeirrar grunnþjónustu sem gera á kröfu um í þróuðu nútímasamfélagi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eru sett fram markmið í heilbrigðismálum sem hljóma ágætlega í eyrum landsbyggðarþingmanns. Þau er í stuttu máli þessi: Styrkja skal grunnþjónustu á landsbyggðinni. Landsmenn njóti aðgengis að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu. Íbúar landsins fái notið þeirrar grunnþjónustu sem gera á kröfu um í þróuðu nútímasamfélagi. En hverjar eru efndirnar? Ekki hefur enn komið ein króna til fjölda heilsugæslustöðva á landsbyggðinni vegna stórfelldra launahækkana lækna þar sem lausráðnir verktakar eru við störf. Staðir sem reiða sig alfarið á verktakalækna eru til dæmis Ólafsvík, Hólmavík, Grundarfjörður og Stykkishólmur. Ekki möguleiki á fastráðningu Alkunna er að ekki hefur verið möguleiki undanfarin misseri að fastráða lækna víðast hvar á landsbyggðinni þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar. Þessi vandkvæði hafa verið á Snæfellsnesi, Patreksfirði, Ísafirði, Hólmavík, víða á Austurlandi og á Suðurlandi. Til að forðast þjónustufall hafa stjórnendur ráðið lækna í verktöku. Þannig hefur verið unnt að halda uppi þjónustu, stundum skertri, þó að við hafi verið unað. Læknaverktakar eru ekki inni í launakerfi ríkisins. Þeir fá ekki greitt samkvæmt reikningi eins og hver annar seljandi/veitandi þjónustu. Forstöðumenn hafa tjáð mér að þar sem þessi læknisþjónusta er ekki inni í launakerfinu hafi ekki verið gert ráð fyrir neinum launakostnaði lækna á viðkomandi heilsugæslustöðvum vegna 30-40% launahækkana lækna á liðnu ári. Segir sig sjálft að með því að taka ekki svo stórfelldar launahækkanir með í reikninginn er verið að rýra framlög til heilsugæslunnar svo nemur tugum milljóna á ári í tilviki einstaka stöðva. Engin viðbrögð frá ráðuneyti Reiknilíkanið sem notast er við í öllum öðrum meginatriðum hefur verið tekið úr sambandi þegar kemur að launarekstri heilsugæslustöðvanna. Nú þegar vantar um 40% í launagrunn lækna á framangreindum stöðvum. Við þessu hefur heilbrigðisráðuneytið ekki brugðist. Svörin þar á bæ eru einfaldlega „the computer says NO“. Á meðan flæðir undan starfseminni á landsbyggðinni og íbúar upplifa sig í stöðugri varnarbaráttu. Því er spáð að með þessu áframhaldi verði mjög farið að draga úr læknisþjónustu á nefndum svæðum fyrir árslok 2016, árið 2017 verði óviðráðanlegt að óbreyttu. Hvað ætlar heilbrigðisráðherra að gera? Ætlar hann að una þessari þróun? Var það þetta sem hann átti við þegar sett voru fram markmiðin um að styrkja grunnþjónustu á landsbyggðinni, tryggja að landsmenn njóti aðgengis að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu og að íbúar landsins fái notið þeirrar grunnþjónustu sem gera á kröfu um í þróuðu nútímasamfélagi?
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun