Mustang GT stóðst ekki álagspróf áströlsku lögreglunnar Finnur Thorlacius skrifar 22. mars 2016 14:32 Ford Mustang GT stenst engan veginn kröfur áströlsku lögreglunnar. Lögreglan í Ástralíu hefur brátt ekki kost á öflugum gerðum Ford Falcon og Holden Commodore bíla þar sem framleiðslu þeirra verður hætt í landi andfætlinga okkar. Því var ákveðið að prófa nýjar gerðir bíla fyrir þjóðvegalögregluna þar í landi. Einn þeirra var sjötta og nýjasta kynslóð Ford Mustang GT kraftabílsins. Það tók lögregluna ekki nema 3 mínútur að finna útúr því að sá bíll á ekkert erindi í þjónustu hennar. Eftir þessar 3 mínútur hitnaði sjálfskipting bílsins svo mikið að bíllinn skipti yfir í “limp home mode” og rétt skreið áfram að áfangastað. Mustang GT stóðst bremsupróf lögreglunnar en afnot af honum voru afskrifuð eftir að tekið hafði verið hressilega á honum í svo skamman tíma. Nú er líklegast talið að ástralska lögreglan velji Volvo S60 Polestar eða Volkswagen Golf R Wagon bíla til að leysa af öfluga Ford Falcon og Holden Commodore bíla sína. Það skondna er að nú er 18 mánaða biðlisti eftir Ford Mustang GT fyrir almenning í Ástralíu og vonandi eru þeir sem flestir beinskiptir! Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent
Lögreglan í Ástralíu hefur brátt ekki kost á öflugum gerðum Ford Falcon og Holden Commodore bíla þar sem framleiðslu þeirra verður hætt í landi andfætlinga okkar. Því var ákveðið að prófa nýjar gerðir bíla fyrir þjóðvegalögregluna þar í landi. Einn þeirra var sjötta og nýjasta kynslóð Ford Mustang GT kraftabílsins. Það tók lögregluna ekki nema 3 mínútur að finna útúr því að sá bíll á ekkert erindi í þjónustu hennar. Eftir þessar 3 mínútur hitnaði sjálfskipting bílsins svo mikið að bíllinn skipti yfir í “limp home mode” og rétt skreið áfram að áfangastað. Mustang GT stóðst bremsupróf lögreglunnar en afnot af honum voru afskrifuð eftir að tekið hafði verið hressilega á honum í svo skamman tíma. Nú er líklegast talið að ástralska lögreglan velji Volvo S60 Polestar eða Volkswagen Golf R Wagon bíla til að leysa af öfluga Ford Falcon og Holden Commodore bíla sína. Það skondna er að nú er 18 mánaða biðlisti eftir Ford Mustang GT fyrir almenning í Ástralíu og vonandi eru þeir sem flestir beinskiptir!
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent