Ljubomir Vranjes hafnaði HSÍ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. mars 2016 06:00 Ljubomir Vranjes er þjálfari Flensburg. Vísir/Getty Íþróttadeild 365 hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að HSÍ hafi verið í viðræðum við Svíann Ljubomir Vranjes um að taka að sér þjálfun íslenska landsliðsins. Vranjes er þjálfari þýska stórliðsins Flensburg. Hinn 42 ára gamli Vranjes var magnaður leikmaður á sínum tíma og lék eina 164 landsleiki fyrir Svía. Hann varð bæði heims- og Evrópumeistari sem leikmaður sænska landsliðsins. Vranjes hefur verið þjálfari Flensburg síðan 2010 og náð eftirtektarverðum árangri með liðið. Hann vann meðal annars Meistaradeildina með Flensburg fyrir tveimur árum. „Ég get nú ekki sagt þér mikið um þetta. Ég vil helst ekki tala um það þannig að ég segi bara „no comment“ við þessari fyrirspurn,“ sagði Vranjes í samtali við Fréttablaðið í gær aðspurður um viðræður sínar við HSÍ. Samkvæmt sömu heimildum hafnaði Vranjes tilboði HSÍ þó svo honum hafi litist vel á starfið. Þessi klóki þjálfari segir að íslenska starfið ætti þó að vera heillandi. Sjá einnig: Guðjón Valur: Frekar íslenska en erlendan landsliðsþjálfara „Ísland er með gott lið og fullt af góðum leikmönnum. Íslenska liðið hefur möguleika á að gera góða hluti í framtíðinni. Auðvitað vantar liðið nýjan þjálfara og ég tel að HSÍ finni réttan þjálfara fyrir liðið.“ Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, hefur haldið spilunum mjög þétt að sér í leitinni að nýjum þjálfara og á því varð engin breyting í gær er hann var spurður út viðræðurnar við Vranjes. „Ég get ekki staðfest að við höfum verið í viðræðum við Vranjes eða nokkra aðra þjálfara. Ég hef talað við marga en ég mun ekki nefna nein nöfn í því sambandi. Ég get þar af leiðandi ekki staðfest að Vranjes hafi hafnað einhverju tilboði frá okkur eða að hann hafi gefið þetta frá sér,“ segir Guðmundur en hvar stendur landsliðsþjálfaraleitin nákvæmlega núna? Sjá einnig: Þurfum að skipuleggja okkur þrátt fyrir þjálfaraleysið „Við höfum verið að þrengja hringinn og ég vona að við förum að sjá fyrir endann á þessu máli.“ Formaðurinn sagði í viðtali við Fréttablaðið í upphafi mánaðarins að hann ætlaði að gefa sér tíma út þennan mánuð til þess að klára málið. Nær hann að standa við það? „Ég ætla rétt að vona það. Ég er frekar rólegur maður að eðlisfari en ég viðurkenni að klukkan er farin að tifa á mig.“ Handbolti Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira
Íþróttadeild 365 hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að HSÍ hafi verið í viðræðum við Svíann Ljubomir Vranjes um að taka að sér þjálfun íslenska landsliðsins. Vranjes er þjálfari þýska stórliðsins Flensburg. Hinn 42 ára gamli Vranjes var magnaður leikmaður á sínum tíma og lék eina 164 landsleiki fyrir Svía. Hann varð bæði heims- og Evrópumeistari sem leikmaður sænska landsliðsins. Vranjes hefur verið þjálfari Flensburg síðan 2010 og náð eftirtektarverðum árangri með liðið. Hann vann meðal annars Meistaradeildina með Flensburg fyrir tveimur árum. „Ég get nú ekki sagt þér mikið um þetta. Ég vil helst ekki tala um það þannig að ég segi bara „no comment“ við þessari fyrirspurn,“ sagði Vranjes í samtali við Fréttablaðið í gær aðspurður um viðræður sínar við HSÍ. Samkvæmt sömu heimildum hafnaði Vranjes tilboði HSÍ þó svo honum hafi litist vel á starfið. Þessi klóki þjálfari segir að íslenska starfið ætti þó að vera heillandi. Sjá einnig: Guðjón Valur: Frekar íslenska en erlendan landsliðsþjálfara „Ísland er með gott lið og fullt af góðum leikmönnum. Íslenska liðið hefur möguleika á að gera góða hluti í framtíðinni. Auðvitað vantar liðið nýjan þjálfara og ég tel að HSÍ finni réttan þjálfara fyrir liðið.“ Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, hefur haldið spilunum mjög þétt að sér í leitinni að nýjum þjálfara og á því varð engin breyting í gær er hann var spurður út viðræðurnar við Vranjes. „Ég get ekki staðfest að við höfum verið í viðræðum við Vranjes eða nokkra aðra þjálfara. Ég hef talað við marga en ég mun ekki nefna nein nöfn í því sambandi. Ég get þar af leiðandi ekki staðfest að Vranjes hafi hafnað einhverju tilboði frá okkur eða að hann hafi gefið þetta frá sér,“ segir Guðmundur en hvar stendur landsliðsþjálfaraleitin nákvæmlega núna? Sjá einnig: Þurfum að skipuleggja okkur þrátt fyrir þjálfaraleysið „Við höfum verið að þrengja hringinn og ég vona að við förum að sjá fyrir endann á þessu máli.“ Formaðurinn sagði í viðtali við Fréttablaðið í upphafi mánaðarins að hann ætlaði að gefa sér tíma út þennan mánuð til þess að klára málið. Nær hann að standa við það? „Ég ætla rétt að vona það. Ég er frekar rólegur maður að eðlisfari en ég viðurkenni að klukkan er farin að tifa á mig.“
Handbolti Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira