Viðskipti innlent

Olíuverð náð lægstu lægð

Sæunn Gísladóttir skrifar
Vísbendingar eru um að olíuverð fari að hækka á ný.
Vísbendingar eru um að olíuverð fari að hækka á ný. vísir/getty
Alþjóðaorkumálastofnunin segir að vísbendingar eru um að hrávöruverð á olíu sé að verða stöðugt á ný og komi jafnvel til með að hækka á ný.

Stofnunin segir að lægra magn af olíu í umferð sé að valda þessari þróun. Auk þess hefur aukningin í olíu frá Íran ekki valdið þeim óstöðugleika sem búist var við í fyrstu. 

Olíuverð hefur lækkað um sjötíu prósent frá því í ágúst 2014 og náði lægstu lægðum þegar það var komið unir 27 dollara á tunnuna. BBC greinir frá því að Alþjóðaorkumálastofnunin eigi von á 750 þúsund færri tunnum af olíu á dag í umferð á árinu. Það séu vísbendingar um að markaðurinn sé að leiðrétta verðið á ný.


Tengdar fréttir

Sádar sækjast eftir láni

Leitast eftir sex til átta milljörðum til að stoppa upp í fjárlög vegna verðhruns olíu.

Gera samkomulag um framleiðsluþak á olíu

Olíuráðherrar þriggja Opec landa, Sádí arabíu, Katar og Venesúela, auk Rússlands, hafa gert samning um að halda olíuframleiðslu á framleiðslustigi janúarmánðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×