Fyrsti tveggja hæða Lundúnastrætó knúinn rafmagni Finnur Thorlacius skrifar 17. mars 2016 11:21 Eins og hefðbundinn "doubledecker" í útliti. Þessi tveggja hæða strætó í London lítur út eins og hver annar slíkur í borginni, en undir honum er enginn hefbundin drifrás heldur rafmagnsmótorar. Hann er fyrsti tveggja hæða strætó í heimi og getur ekið 290 kílómetra á fullri hleðslu. Það dugar honum til þjónustu allan daginn og því þarf ekki að hlaða strætóinn um miðjan dag, heldur aðeins á nóttunni. Þessi strætó mun auka á loftgæði fyrir íbúa London og er enn ein aðgerðin sem stuðlar að því, en borgaryfirvöld þar er mjög umhugað um að bæta loftgæði og leita allra leiða til þess. Teknir verða í notkun 5 svona rafstrætóar í fyrstu sem aka munu London Route 98 milli Willesden og Russell Square frá og með næsta mánuði. Fleiri munu svo fylgja í kjölfarið, en það mun þó ekki gerast á neinum ógnarhraða og ef til vill er meginástæðan sú að hver svona vagn kostar 63,5 milljónir króna. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent
Þessi tveggja hæða strætó í London lítur út eins og hver annar slíkur í borginni, en undir honum er enginn hefbundin drifrás heldur rafmagnsmótorar. Hann er fyrsti tveggja hæða strætó í heimi og getur ekið 290 kílómetra á fullri hleðslu. Það dugar honum til þjónustu allan daginn og því þarf ekki að hlaða strætóinn um miðjan dag, heldur aðeins á nóttunni. Þessi strætó mun auka á loftgæði fyrir íbúa London og er enn ein aðgerðin sem stuðlar að því, en borgaryfirvöld þar er mjög umhugað um að bæta loftgæði og leita allra leiða til þess. Teknir verða í notkun 5 svona rafstrætóar í fyrstu sem aka munu London Route 98 milli Willesden og Russell Square frá og með næsta mánuði. Fleiri munu svo fylgja í kjölfarið, en það mun þó ekki gerast á neinum ógnarhraða og ef til vill er meginástæðan sú að hver svona vagn kostar 63,5 milljónir króna.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent