Flóttamenn sendir aftur til Tyrklands Óli Kristján Ármannsson skrifar 19. mars 2016 07:00 Flóttamannabörn að leik í búðum í Idomeni í norðanverðu Grikklandi, steinsnar frá landamærunum að Makedóníu í gær. Hömlur sem settar hafa verið á för flótta- og förufólks svokallaða "Balkan-leið“, sem flestir hafa farið á leið sinni frá Miðausturlöndum til Evrópusambandslanda, hafa orðið til þess að þúsundir flóttafólks eru fastar í Grikklandi. Fréttablaðið/EPA Flóttafólk sem kemur til Grikklands eftir miðnætti á morgun, sunnudag, verður sent aftur til Tyrklands verði beiðni þess um hæli hafnað. Þetta kemur fram í drögum að samkomulagi Evrópusambandsríkjanna og Tyrklands sem gengið var frá í Brussel í gær. Á móti taka ríki ESB á sig að taka á móti þúsundum flóttafólks frá Tyrklandi. Þá gerir samkomulagið Grikkjum kleift að senda til Tyrklands flótta- og förufólk sem er án skilríkja. Stórir hópar flóttafólks hafa safnast upp þar sem för þeirra hefur verið stöðvuð á landamærum Grikklands og Makedóníu og hírist þar við rýran kost. Samkomulaginu er einnig ætlað að taka á þessum vanda að hluta. Þá fylgir samkomulaginu einnig fjárstuðningur ESB til Tyrklands vegna flóttamannamála og aukinn kraftur verður settur í aðildarviðræður Tyrklands að ESB.Dalia Grybauskaite, forseti Litháens. Hún hefur sagt áætlun um að snúa flóttafólki aftur til Tyrklands á „ytri mörkum alþjóðalaga“ og erfiða í framkvæmd.Fréttablaðið/EPADonald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, og Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, kynntu samkomulagið á blaðamannafundi í höfuðstöðvum ESB í Brussel seinni partinn í gær. Um er að ræða niðurstöðu tveggja daga leiðtogafundar Evrópusambandsríkjanna 28 og Davutoglu sem lauk í gær. Samkomulagið er umdeilt og var harðlega mótmælt af mannréttindasamtökum sem sögðu það brjóta alþjóðalög um meðferð flóttafólks, á meðan það var í vinnslu. Á meðan á fundunum stóð var einnig misjafnt hljóð í leiðtogum aðildarríkjanna, svo sem í Daliu Grybauskaite, forseta Litháens, en breska ríkisútvarpið, BBC, hafði eftir henni viðvörun um að áætlun um að snúa fólki aftur til Tyrklands væri „á ytri mörkum alþjóðalaga“ og væri erfið í framkvæmd. Juncker tilnefndi í gær Maarten Verwey sem samhæfingarstjóra ESB við framkvæmd samkomulags ESB og Tyrklands, að því er fram kemur í tilkynningu sambandsins. Þar kemur líka fram að aðildarríkin skuldbindi sig til að útvega Grikkjum með skömmum fyrirvara nauðsynleg úrræði, þar á meðal landamæraverði, sérfræðinga í málefnum flóttafólks og túlka.Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. mars. Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Flóttafólk sem kemur til Grikklands eftir miðnætti á morgun, sunnudag, verður sent aftur til Tyrklands verði beiðni þess um hæli hafnað. Þetta kemur fram í drögum að samkomulagi Evrópusambandsríkjanna og Tyrklands sem gengið var frá í Brussel í gær. Á móti taka ríki ESB á sig að taka á móti þúsundum flóttafólks frá Tyrklandi. Þá gerir samkomulagið Grikkjum kleift að senda til Tyrklands flótta- og förufólk sem er án skilríkja. Stórir hópar flóttafólks hafa safnast upp þar sem för þeirra hefur verið stöðvuð á landamærum Grikklands og Makedóníu og hírist þar við rýran kost. Samkomulaginu er einnig ætlað að taka á þessum vanda að hluta. Þá fylgir samkomulaginu einnig fjárstuðningur ESB til Tyrklands vegna flóttamannamála og aukinn kraftur verður settur í aðildarviðræður Tyrklands að ESB.Dalia Grybauskaite, forseti Litháens. Hún hefur sagt áætlun um að snúa flóttafólki aftur til Tyrklands á „ytri mörkum alþjóðalaga“ og erfiða í framkvæmd.Fréttablaðið/EPADonald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, og Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, kynntu samkomulagið á blaðamannafundi í höfuðstöðvum ESB í Brussel seinni partinn í gær. Um er að ræða niðurstöðu tveggja daga leiðtogafundar Evrópusambandsríkjanna 28 og Davutoglu sem lauk í gær. Samkomulagið er umdeilt og var harðlega mótmælt af mannréttindasamtökum sem sögðu það brjóta alþjóðalög um meðferð flóttafólks, á meðan það var í vinnslu. Á meðan á fundunum stóð var einnig misjafnt hljóð í leiðtogum aðildarríkjanna, svo sem í Daliu Grybauskaite, forseta Litháens, en breska ríkisútvarpið, BBC, hafði eftir henni viðvörun um að áætlun um að snúa fólki aftur til Tyrklands væri „á ytri mörkum alþjóðalaga“ og væri erfið í framkvæmd. Juncker tilnefndi í gær Maarten Verwey sem samhæfingarstjóra ESB við framkvæmd samkomulags ESB og Tyrklands, að því er fram kemur í tilkynningu sambandsins. Þar kemur líka fram að aðildarríkin skuldbindi sig til að útvega Grikkjum með skömmum fyrirvara nauðsynleg úrræði, þar á meðal landamæraverði, sérfræðinga í málefnum flóttafólks og túlka.Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. mars.
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira