Ívar um Kára: Verður vonandi svimalaus í dag | Tognun í baki og hálsi Anton Ingi Leifsson skrifar 19. mars 2016 12:00 Óvíst er með framhaldið hjá Kára. vísir/getty Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka í Dominos-deild karla, segir að meiðsli Kára Jónssonar komi betur í ljós í dag hvort Kári verði klár á nýjan leik með liðinu í rimmunni gegn Þór Þorlákshöfn í átta liða úrslitum deildarinnar. Ragnar Nathanaelsson fór heldur harkalega í bakið á Kára með þeim afleiðingum að Kári skaust í gólfið og kom ekki meira við sögu í leiknum. „Hann fékk vægan heilahristing og smá hnykk á bakið," sagði Ívar í samtali við Vísi skömmu fyrir hádegið og aðspurður hvort hann verði eitthvað frá svaraði Ívar: „Það fer allt eftir því hvort hann verður með svima í dag eða ekki og við vonum að svo verði ekki." Ívar vildi lítið tjá sig um atvikið strax eftir leikinn í gær, en hefur nú myndað sér skoðun á þessu atviki.Skil ekki afhverju það var ekki tekið á þessu „Ég er búinn að sjá þetta og þetta var mjög gróft. Ég skil ekki afhverju það var ekki tekið á þessu í leiknum, en ég er ekki að segja það að Ragnar hafi viljandi ætlað að meiða hann. Kári stendur kyrr og það er það versta í þessu." Kári er algjör lykilmaður í Haukaliðinu og Haukarnir söknuðu hans gífurlega í síðari hálfleiknum í gær, en framhaldið ræðst í dag. „Það ræðst í dag. Heilbrigðiskerfið er ekki það fljótvirkasta og skilvirkasta hér á Íslandi í dag þannig að hann þurfti að bíða lengi á spítalanum." „Hann er bara sofandi núna og við leyfum honum að hvíla sig. Ef hann er svimalaus í dag þá getur hann eflaust tekið skotæfingu á morgun, en hann tekur ekki þátt í okkar æfingum fyrir leikinn," sagði Ívar. Kári sagði í samtali við Vísi að hann væri að glíma við tognun í baki og háls, en auk þess fengið smávægilegan hristing og má því ekki reikna með að hann spili í Þorlákshöfn á mánudag þegar liðin mætast á nýjan leik. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Var þetta ásetningur hjá Ragnari? | Myndband Kári Jónsson meiddist í fyrri hálfleik í leik Hauka og Þórs í kvöld. 18. mars 2016 22:50 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Þór Þorl. 64-67 | Þórsarar stöðvuðu Hauka Þór eru komnir yfir gegn Haukum í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla, en þeir unnu fyrsta leik liðanna á Ásvöllum fyrr í dag. Gestirnir spiluðu vel í kvöld, að undanskildum öðrum leikhluta. 18. mars 2016 22:00 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Club Brugge - Arsenal | Skytturnar í Belgíu Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Njarðvík - Valur | Toppsætið undir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Sjá meira
Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka í Dominos-deild karla, segir að meiðsli Kára Jónssonar komi betur í ljós í dag hvort Kári verði klár á nýjan leik með liðinu í rimmunni gegn Þór Þorlákshöfn í átta liða úrslitum deildarinnar. Ragnar Nathanaelsson fór heldur harkalega í bakið á Kára með þeim afleiðingum að Kári skaust í gólfið og kom ekki meira við sögu í leiknum. „Hann fékk vægan heilahristing og smá hnykk á bakið," sagði Ívar í samtali við Vísi skömmu fyrir hádegið og aðspurður hvort hann verði eitthvað frá svaraði Ívar: „Það fer allt eftir því hvort hann verður með svima í dag eða ekki og við vonum að svo verði ekki." Ívar vildi lítið tjá sig um atvikið strax eftir leikinn í gær, en hefur nú myndað sér skoðun á þessu atviki.Skil ekki afhverju það var ekki tekið á þessu „Ég er búinn að sjá þetta og þetta var mjög gróft. Ég skil ekki afhverju það var ekki tekið á þessu í leiknum, en ég er ekki að segja það að Ragnar hafi viljandi ætlað að meiða hann. Kári stendur kyrr og það er það versta í þessu." Kári er algjör lykilmaður í Haukaliðinu og Haukarnir söknuðu hans gífurlega í síðari hálfleiknum í gær, en framhaldið ræðst í dag. „Það ræðst í dag. Heilbrigðiskerfið er ekki það fljótvirkasta og skilvirkasta hér á Íslandi í dag þannig að hann þurfti að bíða lengi á spítalanum." „Hann er bara sofandi núna og við leyfum honum að hvíla sig. Ef hann er svimalaus í dag þá getur hann eflaust tekið skotæfingu á morgun, en hann tekur ekki þátt í okkar æfingum fyrir leikinn," sagði Ívar. Kári sagði í samtali við Vísi að hann væri að glíma við tognun í baki og háls, en auk þess fengið smávægilegan hristing og má því ekki reikna með að hann spili í Þorlákshöfn á mánudag þegar liðin mætast á nýjan leik.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Var þetta ásetningur hjá Ragnari? | Myndband Kári Jónsson meiddist í fyrri hálfleik í leik Hauka og Þórs í kvöld. 18. mars 2016 22:50 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Þór Þorl. 64-67 | Þórsarar stöðvuðu Hauka Þór eru komnir yfir gegn Haukum í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla, en þeir unnu fyrsta leik liðanna á Ásvöllum fyrr í dag. Gestirnir spiluðu vel í kvöld, að undanskildum öðrum leikhluta. 18. mars 2016 22:00 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Club Brugge - Arsenal | Skytturnar í Belgíu Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Njarðvík - Valur | Toppsætið undir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Sjá meira
Var þetta ásetningur hjá Ragnari? | Myndband Kári Jónsson meiddist í fyrri hálfleik í leik Hauka og Þórs í kvöld. 18. mars 2016 22:50
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Þór Þorl. 64-67 | Þórsarar stöðvuðu Hauka Þór eru komnir yfir gegn Haukum í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla, en þeir unnu fyrsta leik liðanna á Ásvöllum fyrr í dag. Gestirnir spiluðu vel í kvöld, að undanskildum öðrum leikhluta. 18. mars 2016 22:00