Ég gef kost á mér… Guðrún Högnadóttir skrifar 2. mars 2016 09:30 …til áframhaldandi setu í Hvíta húsinu. Í Lundunum. Hér í Garðabæ. Ég býð mig fram til áframhaldandi góðrar hugsunar og skoðanagleði. Ég gef kost á mér til áframhaldandi einlægrar trúar á því að mér – og þér – er falið að gæta einhverrar stórkostlegustu auðlindar heims. Náttúru, þekkingar, tærleika og fegurðar Íslands og Íslendinga. Og Jarðar. Ég er tilbúin að axla þá ábyrgð sem felst í uppeldi barna minna, rekstri fyrirtækisins míns, menntun nemenda minna, þátttöku minni í sjálfboðastarfi og uppbyggingu á frábæru samfélagi. Þannig ætla ég að vera til fyrirmyndar, eins og þú, og marka mína arfleið. Og ég er tilbúin að gera aðra ábyrga fyrir þeirra loforðum. Með því að vera á tánum. Með því að gefa ekki afslátt af væntingum mínum til kjörinna fulltrúa. Með því að halda seljendum við sín loforð um þjónustu og vöru á sanngjörnu verði og í miklum gæðum. Með því að uppræta spillingu – jafnvel þótt hún eigi sér stað hjá nágrönnum og vinum. Með því að kalla á stöðugar umbætur á þeim stjórnlagaramma sem leggur grunninn að góðu samfélagi. Með því að gefa af mér en ekki hrifsa til mín. Með því að kjósa, styðja, hlusta, lesa og læra. Erum við öll forsetar? Já, í raun. Með öllum okkar orðum og athöfnum erum við forgöngumenn. Við höfum margfalt meiri áhrif en afar okkar og ömmur. Hugsanir okkar ná miklu lengra um samfélagsmiðla á þekkingaröld heldur en í pappírs-ræðum forfeðra okkar. En þeim völdum fylgir ábyrgð. Ábyrgð sem við þurfum að virða og rækta á hverju augnabliki. Hverjir eru mestu áhrifamenn þessa lands. Peningamenn? Alþingismenn? Eða eru það kennarar landsins sem snerta hvert einasta mannsbarn með visku sinni og sýn. Eru það heilbrigðisstarfsmenn sem minna okkur á hvað það er sem skiptir í raun og veru mestu máli? Eru það foreldrar þessa lands sem leiðbeina æsku okkar um þau gildi sem byggja í raun og veru öflugt samfélag?Er það ekki þú og ég? Þjóðarleiðtogi er mikilvæg táknmynd. Með takmörkuð völd. Ætlun mín er ekki að gengisfella embættið. Ætlun mín er að minna þig á að þú og ég – án titils – erum miklu áhrifameiri í dag heldur en nokkur fulltrúi í táknrænu hvítu húsi. Enginn er sjálfkjörinn til slíkrar ábyrgðar. Vöndum okkur. Þú færð mitt atkvæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
…til áframhaldandi setu í Hvíta húsinu. Í Lundunum. Hér í Garðabæ. Ég býð mig fram til áframhaldandi góðrar hugsunar og skoðanagleði. Ég gef kost á mér til áframhaldandi einlægrar trúar á því að mér – og þér – er falið að gæta einhverrar stórkostlegustu auðlindar heims. Náttúru, þekkingar, tærleika og fegurðar Íslands og Íslendinga. Og Jarðar. Ég er tilbúin að axla þá ábyrgð sem felst í uppeldi barna minna, rekstri fyrirtækisins míns, menntun nemenda minna, þátttöku minni í sjálfboðastarfi og uppbyggingu á frábæru samfélagi. Þannig ætla ég að vera til fyrirmyndar, eins og þú, og marka mína arfleið. Og ég er tilbúin að gera aðra ábyrga fyrir þeirra loforðum. Með því að vera á tánum. Með því að gefa ekki afslátt af væntingum mínum til kjörinna fulltrúa. Með því að halda seljendum við sín loforð um þjónustu og vöru á sanngjörnu verði og í miklum gæðum. Með því að uppræta spillingu – jafnvel þótt hún eigi sér stað hjá nágrönnum og vinum. Með því að kalla á stöðugar umbætur á þeim stjórnlagaramma sem leggur grunninn að góðu samfélagi. Með því að gefa af mér en ekki hrifsa til mín. Með því að kjósa, styðja, hlusta, lesa og læra. Erum við öll forsetar? Já, í raun. Með öllum okkar orðum og athöfnum erum við forgöngumenn. Við höfum margfalt meiri áhrif en afar okkar og ömmur. Hugsanir okkar ná miklu lengra um samfélagsmiðla á þekkingaröld heldur en í pappírs-ræðum forfeðra okkar. En þeim völdum fylgir ábyrgð. Ábyrgð sem við þurfum að virða og rækta á hverju augnabliki. Hverjir eru mestu áhrifamenn þessa lands. Peningamenn? Alþingismenn? Eða eru það kennarar landsins sem snerta hvert einasta mannsbarn með visku sinni og sýn. Eru það heilbrigðisstarfsmenn sem minna okkur á hvað það er sem skiptir í raun og veru mestu máli? Eru það foreldrar þessa lands sem leiðbeina æsku okkar um þau gildi sem byggja í raun og veru öflugt samfélag?Er það ekki þú og ég? Þjóðarleiðtogi er mikilvæg táknmynd. Með takmörkuð völd. Ætlun mín er ekki að gengisfella embættið. Ætlun mín er að minna þig á að þú og ég – án titils – erum miklu áhrifameiri í dag heldur en nokkur fulltrúi í táknrænu hvítu húsi. Enginn er sjálfkjörinn til slíkrar ábyrgðar. Vöndum okkur. Þú færð mitt atkvæði.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar