Tesla býður til frumsýningar Tesla Model 3 Finnur Thorlacius skrifar 4. mars 2016 09:06 Tesla Model 3. Tesla hefur sent boðskort út vegna frumsýningar nýjasta rafmagnsbíls fyrirtækisins, Tesla Model 3. Hann á að vera um helmingi ódýrari en Tesla Model S og kosta um 35.000 dollara og hafa drægni uppá um 320 kílómetra á fullri rafhleðslu. Bíllinn verður frumsýndur þann 31. mars en til stendur að afhendingar á bílnum hefjist í lok næsta árs. Búist er við heilmiklu partýi eins og ávallt þegar Tesla boðar til frumsýningar á nýjum bíl. Ekki er þó víst að sama aðalnum verði boðið, þar sem hér er um að ræða mun ódýrari bíl fyrir annarskonar kaupendur en á Tesla Model S og Model X. Bíllinn verður frumsýndur í S-Kaliforníu og líkum hefur verið leitt að því að það muni verða í Tesla Design Studios í Hawthorne, þar sem Tesla Model X var kynntur árið 2012. Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent
Tesla hefur sent boðskort út vegna frumsýningar nýjasta rafmagnsbíls fyrirtækisins, Tesla Model 3. Hann á að vera um helmingi ódýrari en Tesla Model S og kosta um 35.000 dollara og hafa drægni uppá um 320 kílómetra á fullri rafhleðslu. Bíllinn verður frumsýndur þann 31. mars en til stendur að afhendingar á bílnum hefjist í lok næsta árs. Búist er við heilmiklu partýi eins og ávallt þegar Tesla boðar til frumsýningar á nýjum bíl. Ekki er þó víst að sama aðalnum verði boðið, þar sem hér er um að ræða mun ódýrari bíl fyrir annarskonar kaupendur en á Tesla Model S og Model X. Bíllinn verður frumsýndur í S-Kaliforníu og líkum hefur verið leitt að því að það muni verða í Tesla Design Studios í Hawthorne, þar sem Tesla Model X var kynntur árið 2012.
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent