Umsókn Hard Rock Café í Lækjargötu ekki verið hafnað Heimir Már Pétursson skrifar 8. mars 2016 13:22 Fjárfestar sem stefna að opnun Hard Rock veitingastaðar í Iðu húsinu við Lækjargötu segja rangt að skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafi hafnað ósk þeirra um opnun staðarins. Enda hafi félagið fyrst lagt inn alvöru umsókn síðast liðinn föstudag og menn séu bjartsýnir á niðurstöðuna. Fjárfestar sem reka meðal annars Dominos staðina tóku yfir leigusamning Iðu bókaverslunar í Lækjargötu fyrir nokkru og stefna á að opna þar Hard Rock stað. Í desember sendu fjárfestarnir almenna fyrirspurn til umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar varðandi fyrirætlanir sínar. Í niðurstöðu sviðsins hinn 7. janúar segir m.a. að „samkvæmt miðborgarkafla aðalskipulagsins sé húsnæðið á skilgreindum miðborgarkjarna 6 þar sem gert sé ráð fyrir hámarki 50% sömu starfsemi, smásöluverslun undanskilin á götuhliðum jarðhæða. Í dag sé hlutfall veitinga- og skemmtistaða 53%, sem sé yfir 50% viðmiðinu. Það sé því ekki hægt að heimila fleiri veitingastaði á jarðhæð götuhliða á umræddu svæði.“Bjartsýnn á niðurstöðuna Högni Sigurðsson einn þeirra sem vinna að opnun Hard Rock segir þetta ekki vera endanlegt svar við umsókn frá fjárfestunum heldur einungis fyrstu viðbrögð við fyrirspurn. Eiginleg umsókn hafi ekki verið lögð inn fyrr en síðast liðinn föstudag og segist Högni vera bjartsýnn á niðurstöðuna. „Já, við erum að koma til móts við öll þau efni sem við teljum að þurfi að koma til móts við til að fá jákvæð viðbrögð við þessu,“ segir Högni. Ef allt gangi að óskum verði staðurinn opnaður seinnipart sumars.Sjá einnig:Deilur í Iðuhúsinu „Ef hlutirnir ganga eftir ætlum við að vera með svið þar með lifandi tónlist og DJ‘ar geta komið fram í bland við veitingastað sem einnig verður á efri hæðinni. Svo gæti verið að við verðum einnig með eitthvað í kjallaranum,“ segir Högni. Hins vegar verði Hard Rock verslun á götuhlið jarðhæðarinnar sem bæði sé samkvæmt stefnu Hard Rock keðjunnar og þeim áherslum sem borgin hafi um starfsemi á jarðhæð næst götunni. Það yrði vissulega áfall ef borgin hafnaði þessu. „Það væri eiginlega bar mest áfall fyrir miðborgina held ég. Jú, að sjálfsögðu yrðu það vonbrigði. En ég held að þetta verði allt á jákvæðu nótunum,“ segir Högni Sigurðsson. Tengdar fréttir Deilur í Iðuhúsinu: „Búið að ganga yfir mig á skítugum skónum“ Eigandi Sbarro segir framkvæmdir við opnun Hard Rock þegar hafnar. Hann er afar ósáttur. 11. janúar 2016 10:52 Mest lesið „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Fjárfestar sem stefna að opnun Hard Rock veitingastaðar í Iðu húsinu við Lækjargötu segja rangt að skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafi hafnað ósk þeirra um opnun staðarins. Enda hafi félagið fyrst lagt inn alvöru umsókn síðast liðinn föstudag og menn séu bjartsýnir á niðurstöðuna. Fjárfestar sem reka meðal annars Dominos staðina tóku yfir leigusamning Iðu bókaverslunar í Lækjargötu fyrir nokkru og stefna á að opna þar Hard Rock stað. Í desember sendu fjárfestarnir almenna fyrirspurn til umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar varðandi fyrirætlanir sínar. Í niðurstöðu sviðsins hinn 7. janúar segir m.a. að „samkvæmt miðborgarkafla aðalskipulagsins sé húsnæðið á skilgreindum miðborgarkjarna 6 þar sem gert sé ráð fyrir hámarki 50% sömu starfsemi, smásöluverslun undanskilin á götuhliðum jarðhæða. Í dag sé hlutfall veitinga- og skemmtistaða 53%, sem sé yfir 50% viðmiðinu. Það sé því ekki hægt að heimila fleiri veitingastaði á jarðhæð götuhliða á umræddu svæði.“Bjartsýnn á niðurstöðuna Högni Sigurðsson einn þeirra sem vinna að opnun Hard Rock segir þetta ekki vera endanlegt svar við umsókn frá fjárfestunum heldur einungis fyrstu viðbrögð við fyrirspurn. Eiginleg umsókn hafi ekki verið lögð inn fyrr en síðast liðinn föstudag og segist Högni vera bjartsýnn á niðurstöðuna. „Já, við erum að koma til móts við öll þau efni sem við teljum að þurfi að koma til móts við til að fá jákvæð viðbrögð við þessu,“ segir Högni. Ef allt gangi að óskum verði staðurinn opnaður seinnipart sumars.Sjá einnig:Deilur í Iðuhúsinu „Ef hlutirnir ganga eftir ætlum við að vera með svið þar með lifandi tónlist og DJ‘ar geta komið fram í bland við veitingastað sem einnig verður á efri hæðinni. Svo gæti verið að við verðum einnig með eitthvað í kjallaranum,“ segir Högni. Hins vegar verði Hard Rock verslun á götuhlið jarðhæðarinnar sem bæði sé samkvæmt stefnu Hard Rock keðjunnar og þeim áherslum sem borgin hafi um starfsemi á jarðhæð næst götunni. Það yrði vissulega áfall ef borgin hafnaði þessu. „Það væri eiginlega bar mest áfall fyrir miðborgina held ég. Jú, að sjálfsögðu yrðu það vonbrigði. En ég held að þetta verði allt á jákvæðu nótunum,“ segir Högni Sigurðsson.
Tengdar fréttir Deilur í Iðuhúsinu: „Búið að ganga yfir mig á skítugum skónum“ Eigandi Sbarro segir framkvæmdir við opnun Hard Rock þegar hafnar. Hann er afar ósáttur. 11. janúar 2016 10:52 Mest lesið „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Deilur í Iðuhúsinu: „Búið að ganga yfir mig á skítugum skónum“ Eigandi Sbarro segir framkvæmdir við opnun Hard Rock þegar hafnar. Hann er afar ósáttur. 11. janúar 2016 10:52