Umsókn Hard Rock Café í Lækjargötu ekki verið hafnað Heimir Már Pétursson skrifar 8. mars 2016 13:22 Fjárfestar sem stefna að opnun Hard Rock veitingastaðar í Iðu húsinu við Lækjargötu segja rangt að skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafi hafnað ósk þeirra um opnun staðarins. Enda hafi félagið fyrst lagt inn alvöru umsókn síðast liðinn föstudag og menn séu bjartsýnir á niðurstöðuna. Fjárfestar sem reka meðal annars Dominos staðina tóku yfir leigusamning Iðu bókaverslunar í Lækjargötu fyrir nokkru og stefna á að opna þar Hard Rock stað. Í desember sendu fjárfestarnir almenna fyrirspurn til umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar varðandi fyrirætlanir sínar. Í niðurstöðu sviðsins hinn 7. janúar segir m.a. að „samkvæmt miðborgarkafla aðalskipulagsins sé húsnæðið á skilgreindum miðborgarkjarna 6 þar sem gert sé ráð fyrir hámarki 50% sömu starfsemi, smásöluverslun undanskilin á götuhliðum jarðhæða. Í dag sé hlutfall veitinga- og skemmtistaða 53%, sem sé yfir 50% viðmiðinu. Það sé því ekki hægt að heimila fleiri veitingastaði á jarðhæð götuhliða á umræddu svæði.“Bjartsýnn á niðurstöðuna Högni Sigurðsson einn þeirra sem vinna að opnun Hard Rock segir þetta ekki vera endanlegt svar við umsókn frá fjárfestunum heldur einungis fyrstu viðbrögð við fyrirspurn. Eiginleg umsókn hafi ekki verið lögð inn fyrr en síðast liðinn föstudag og segist Högni vera bjartsýnn á niðurstöðuna. „Já, við erum að koma til móts við öll þau efni sem við teljum að þurfi að koma til móts við til að fá jákvæð viðbrögð við þessu,“ segir Högni. Ef allt gangi að óskum verði staðurinn opnaður seinnipart sumars.Sjá einnig:Deilur í Iðuhúsinu „Ef hlutirnir ganga eftir ætlum við að vera með svið þar með lifandi tónlist og DJ‘ar geta komið fram í bland við veitingastað sem einnig verður á efri hæðinni. Svo gæti verið að við verðum einnig með eitthvað í kjallaranum,“ segir Högni. Hins vegar verði Hard Rock verslun á götuhlið jarðhæðarinnar sem bæði sé samkvæmt stefnu Hard Rock keðjunnar og þeim áherslum sem borgin hafi um starfsemi á jarðhæð næst götunni. Það yrði vissulega áfall ef borgin hafnaði þessu. „Það væri eiginlega bar mest áfall fyrir miðborgina held ég. Jú, að sjálfsögðu yrðu það vonbrigði. En ég held að þetta verði allt á jákvæðu nótunum,“ segir Högni Sigurðsson. Tengdar fréttir Deilur í Iðuhúsinu: „Búið að ganga yfir mig á skítugum skónum“ Eigandi Sbarro segir framkvæmdir við opnun Hard Rock þegar hafnar. Hann er afar ósáttur. 11. janúar 2016 10:52 Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Fjárfestar sem stefna að opnun Hard Rock veitingastaðar í Iðu húsinu við Lækjargötu segja rangt að skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafi hafnað ósk þeirra um opnun staðarins. Enda hafi félagið fyrst lagt inn alvöru umsókn síðast liðinn föstudag og menn séu bjartsýnir á niðurstöðuna. Fjárfestar sem reka meðal annars Dominos staðina tóku yfir leigusamning Iðu bókaverslunar í Lækjargötu fyrir nokkru og stefna á að opna þar Hard Rock stað. Í desember sendu fjárfestarnir almenna fyrirspurn til umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar varðandi fyrirætlanir sínar. Í niðurstöðu sviðsins hinn 7. janúar segir m.a. að „samkvæmt miðborgarkafla aðalskipulagsins sé húsnæðið á skilgreindum miðborgarkjarna 6 þar sem gert sé ráð fyrir hámarki 50% sömu starfsemi, smásöluverslun undanskilin á götuhliðum jarðhæða. Í dag sé hlutfall veitinga- og skemmtistaða 53%, sem sé yfir 50% viðmiðinu. Það sé því ekki hægt að heimila fleiri veitingastaði á jarðhæð götuhliða á umræddu svæði.“Bjartsýnn á niðurstöðuna Högni Sigurðsson einn þeirra sem vinna að opnun Hard Rock segir þetta ekki vera endanlegt svar við umsókn frá fjárfestunum heldur einungis fyrstu viðbrögð við fyrirspurn. Eiginleg umsókn hafi ekki verið lögð inn fyrr en síðast liðinn föstudag og segist Högni vera bjartsýnn á niðurstöðuna. „Já, við erum að koma til móts við öll þau efni sem við teljum að þurfi að koma til móts við til að fá jákvæð viðbrögð við þessu,“ segir Högni. Ef allt gangi að óskum verði staðurinn opnaður seinnipart sumars.Sjá einnig:Deilur í Iðuhúsinu „Ef hlutirnir ganga eftir ætlum við að vera með svið þar með lifandi tónlist og DJ‘ar geta komið fram í bland við veitingastað sem einnig verður á efri hæðinni. Svo gæti verið að við verðum einnig með eitthvað í kjallaranum,“ segir Högni. Hins vegar verði Hard Rock verslun á götuhlið jarðhæðarinnar sem bæði sé samkvæmt stefnu Hard Rock keðjunnar og þeim áherslum sem borgin hafi um starfsemi á jarðhæð næst götunni. Það yrði vissulega áfall ef borgin hafnaði þessu. „Það væri eiginlega bar mest áfall fyrir miðborgina held ég. Jú, að sjálfsögðu yrðu það vonbrigði. En ég held að þetta verði allt á jákvæðu nótunum,“ segir Högni Sigurðsson.
Tengdar fréttir Deilur í Iðuhúsinu: „Búið að ganga yfir mig á skítugum skónum“ Eigandi Sbarro segir framkvæmdir við opnun Hard Rock þegar hafnar. Hann er afar ósáttur. 11. janúar 2016 10:52 Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Deilur í Iðuhúsinu: „Búið að ganga yfir mig á skítugum skónum“ Eigandi Sbarro segir framkvæmdir við opnun Hard Rock þegar hafnar. Hann er afar ósáttur. 11. janúar 2016 10:52