Rödd Morgan Freeman í leiðsögukerfi Google Finnur Thorlacius skrifar 24. febrúar 2016 09:05 Morgan Freeman. Ein frægasta rödd samtímans er vafalaust silkimjúk rödd leikarans Morgan Freeman. Nú geta ökumenn notið hennar í leiðsögukerfi frá Google og fengið leikarann góðkunna sem einskonar heimilisvin. Morgan Freeman er ekki fyrsti leikarinn sem Google fær til að tala inná leiðsögukerfi sitt og hefur til að mynda Arnold Schwarzenegger gert það líka, eins furðulegt og það líklega hljómar. Google greiðir Morgan Freeman ekki himinháar upphæðir fyrir rödd hans heldur gerir hann þetta til kynningar á nýrri kvikmynd sem hann leikur í, London has Fallen, en hún verður frumsýnd 4. mars. Þessi mynd er framhald af myndinni Olympus has Fallen frá árinu 2013 og í þeim báðum leikur Morgan Freeman varaforseta Bandaríkjanna. Í leiðsögukerfi Google ávarpar Morgan Freeman ökumenn líkt og þeir væri forseti Bandaríkjanna og vafalaust mun ökumönnum ekki leiðast það. Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent
Ein frægasta rödd samtímans er vafalaust silkimjúk rödd leikarans Morgan Freeman. Nú geta ökumenn notið hennar í leiðsögukerfi frá Google og fengið leikarann góðkunna sem einskonar heimilisvin. Morgan Freeman er ekki fyrsti leikarinn sem Google fær til að tala inná leiðsögukerfi sitt og hefur til að mynda Arnold Schwarzenegger gert það líka, eins furðulegt og það líklega hljómar. Google greiðir Morgan Freeman ekki himinháar upphæðir fyrir rödd hans heldur gerir hann þetta til kynningar á nýrri kvikmynd sem hann leikur í, London has Fallen, en hún verður frumsýnd 4. mars. Þessi mynd er framhald af myndinni Olympus has Fallen frá árinu 2013 og í þeim báðum leikur Morgan Freeman varaforseta Bandaríkjanna. Í leiðsögukerfi Google ávarpar Morgan Freeman ökumenn líkt og þeir væri forseti Bandaríkjanna og vafalaust mun ökumönnum ekki leiðast það.
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent