90% sýna batamerki eftir byltingarkennda meðferð 28. febrúar 2016 11:00 Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítalanum. MYND/Ernir Krabbamein hefur fylgt mannkyninu frá upphafi vega. Í elstu læknahandbók veraldar, Edwin Smith-rollunni, sem talin er að hafi verið rituð um 1600 fyrir Krists burð í Egyptalandi, er að finna elstu rituðu heimildirnar um krabbamein. Þar fjalla læknar um réttu handtökin við brjóstnám eftir að æxli hefur myndast. „Það er engin meðferð til,“ ritar höfundurinn. Á síðustu árum og áratugum hafa gríðarlegar framfarir átt sér stað í meðhöndlun krabbameina. Skurðaðgerðir eru orðnar mun þróaðri og miklar framfarir hafa orðið í lyfjameðferð. Komin eru fram krabbameinslyf sem beinast að ákveðnum ferlum í krabbameinsfrumum og eru þá oft markvissari en hefðbundin lyf. Svo eru dæmi þess að hægt sé að fá frumudrepandi lyf á annan hátt en um munn eða í æð, t.d. þegar frumudrepandi lyf eru gefin beint í kviðarhol sjúklinga í tengslum við skurðaðgerðir. Geislameðferðir, þar sem beitt er orkuríkum geislum til að eyða krabbameinsfrumum, eru líka orðin markvissari með nýrri tækni þar sem næst að beita geislunum aðallega á krabbameinsæxlin og hlífa þá frekar eðlilegum vef. Aðferðum þar sem ónæmiskerfið er virkjað í meðhöndlun krabbameina er ört stækkandi svið innan krabbameinslækninga. Rannsóknir og tilraunir undanfarin ár hafa verið lofandi. Þó að margar slíkar meðferðir séu aðeins á tilraunastigi og ekki komnar í almenna notkun, þá boða þær vonandi breytta tíma í meðhöndlun krabbameina. Ein aðferð ónæmismeðferðar við krabbameini tekur til þess þegar T-frumur, sem eru hluti af ónæmiskerfi líkamans, eru teknar úr líkama sjúklings og meðhöndlaðar á tilraunastofum þannig að þær eiga fyrst og fremst að ráðast á krabbameinsfrumur. Þeim er síðan dælt í sjúklinginn í þeirri von að sú hersveit herji á krabbameinið. Meðferð í þessum anda var beitt í nýlegri rannsókn sem stýrt var af Fred Hutchinson-krabbameinsrannsóknarstöðinni í Seattle í Bandaríkjunum. Þá eru notaðir sérhæfðir viðtakar, svokallaðir CAR (e. chimeric antigen receptor) en með henni skeyta vísindamenn saman mótefni við T-frumuviðtaka og með genabreytingum er þeim bætt á yfirborð T-frumna. T-fruman er þá vopnuð og sérhæfð, eins konar leyniskytta ónæmiskerfisins, sem á að ráðast aðallega á krabbameinsfrumurnar. Fred Hutchinson-rannsóknarstöðin hefur ekki birt endanlegar rannsóknarniðurstöður í ritrýndu tímariti en svo virðist sem afrakstur tilraunarinnar sé stórbrotinn. Tuttugu og níu einstaklingar tóku þátt í tilrauninni, allt krabbameinssjúklingar með langt gengið bráðahvítblæði í eitilfrumum. Niðurstöðurnar sem stjórnendur rannsóknarinnar kynntu eru á þann veg að 27 af þessum 29 einstaklingum sýndu batamerki eftir að hafa hlotið meðferðina. Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítalanum, var í sérnámi við Fred Hutchinson-rannsóknarstöðina og vann þar sem krabbameinslæknir í nokkur ár. Þar stýrði hann svipuðum rannsóknum, þar sem frumum var breytt til að meðhöndla krabbameinssjúklinga. Þessar rannsóknir voru hluti í þróun þeirra rannsókna sem rannsóknarstöðin stendur nú fyrir. „Það er mjög forvitnilegt að fylgjast með þessu og við fylgjumst spennt með.“ Hann bendir á að þó að aðferðin sé í eðli sínu svipuð og gerist í bólusetningum þá sé um að ræða mjög flókna aðferð í framkvæmd. „Það er erfiðara að virkja ónæmiskerfið gegn krabbameinum heldur en gegn sýkingum, vegna þess að krabbameinin eru komin frá okkur sjálfum, krabbameinsfrumur eru miklu líkari okkar eigin líkama en til dæmis veirusýktar frumur.“ Aðferðinar eru þó ekki hættulausar og oft er þess konar tilraunameðferðum einungis ætlaðar þeim sem hafa litlu að tapa í baráttu sinni. Veruleg vandamál komu upp í rannsókninni. Tveir sjúklingar létust og sjö sjúklingar fengu bráðaviðbrögð og þurftu að þola miklar bólgur um allan líkamann. Læknar geta meðhöndlað hvítblæði með viðteknum aðferðum og því er óvíst hvort þessi nýja aðferð sé áhættunnar virði. Auk þess er óvíst hvort að hún virki gegn öðrum tegundum krabbameina. „Þessi aðferð á einungis við um fáar tegundir krabbameina og þetta er jafnframt afar einstaklingsmiðuð aðferð,“ segir Gunnar og ítrekar um leið að í klínískum rannsóknum skoði vísindamenn hvort skaðsemin réttlæti hugsanlegan ávinning. Gunnar segir framfarir gerast í litlum skrefum. Hann bíður þess nú að sjá niðurstöðurnar birtar í viðurkenndum tímaritum. „Þetta er gríðarlega flókið í framkvæmd. Ég á ekki von á því að þetta verði tekið upp á Íslandi á næstu árum, við höfum einfaldlega ekki aðstöðu til þess. Þetta er enn þá á tilraunastigi og hvergi komið í almenna notkun.“ Lækning við dreifðu krabbameini er flestum tilvikum enn þá fjarlægur draumur. Rannsóknarhópurinn í Seattle bendir hins vegar á að CAR T-frumu-aðferðin gæti orðið nýtt og afar skilvirkt vopn í vopnabúri lækna. „Það verður spennandi að fylgjast með þessu,“ segir Gunnar. „Vonandi verður hægt að beita aðferðum sem þessum í nánustu framtíð. […] En þetta gerist í skrefum. Þetta er engin stórbylting sem mun skila sér í meðferð á morgun. Þannig að við verðum að bíða róleg og sjá hvernig niðurstöðurnar eru í raun og veru.“ Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Fleiri fréttir Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Sjá meira
Krabbamein hefur fylgt mannkyninu frá upphafi vega. Í elstu læknahandbók veraldar, Edwin Smith-rollunni, sem talin er að hafi verið rituð um 1600 fyrir Krists burð í Egyptalandi, er að finna elstu rituðu heimildirnar um krabbamein. Þar fjalla læknar um réttu handtökin við brjóstnám eftir að æxli hefur myndast. „Það er engin meðferð til,“ ritar höfundurinn. Á síðustu árum og áratugum hafa gríðarlegar framfarir átt sér stað í meðhöndlun krabbameina. Skurðaðgerðir eru orðnar mun þróaðri og miklar framfarir hafa orðið í lyfjameðferð. Komin eru fram krabbameinslyf sem beinast að ákveðnum ferlum í krabbameinsfrumum og eru þá oft markvissari en hefðbundin lyf. Svo eru dæmi þess að hægt sé að fá frumudrepandi lyf á annan hátt en um munn eða í æð, t.d. þegar frumudrepandi lyf eru gefin beint í kviðarhol sjúklinga í tengslum við skurðaðgerðir. Geislameðferðir, þar sem beitt er orkuríkum geislum til að eyða krabbameinsfrumum, eru líka orðin markvissari með nýrri tækni þar sem næst að beita geislunum aðallega á krabbameinsæxlin og hlífa þá frekar eðlilegum vef. Aðferðum þar sem ónæmiskerfið er virkjað í meðhöndlun krabbameina er ört stækkandi svið innan krabbameinslækninga. Rannsóknir og tilraunir undanfarin ár hafa verið lofandi. Þó að margar slíkar meðferðir séu aðeins á tilraunastigi og ekki komnar í almenna notkun, þá boða þær vonandi breytta tíma í meðhöndlun krabbameina. Ein aðferð ónæmismeðferðar við krabbameini tekur til þess þegar T-frumur, sem eru hluti af ónæmiskerfi líkamans, eru teknar úr líkama sjúklings og meðhöndlaðar á tilraunastofum þannig að þær eiga fyrst og fremst að ráðast á krabbameinsfrumur. Þeim er síðan dælt í sjúklinginn í þeirri von að sú hersveit herji á krabbameinið. Meðferð í þessum anda var beitt í nýlegri rannsókn sem stýrt var af Fred Hutchinson-krabbameinsrannsóknarstöðinni í Seattle í Bandaríkjunum. Þá eru notaðir sérhæfðir viðtakar, svokallaðir CAR (e. chimeric antigen receptor) en með henni skeyta vísindamenn saman mótefni við T-frumuviðtaka og með genabreytingum er þeim bætt á yfirborð T-frumna. T-fruman er þá vopnuð og sérhæfð, eins konar leyniskytta ónæmiskerfisins, sem á að ráðast aðallega á krabbameinsfrumurnar. Fred Hutchinson-rannsóknarstöðin hefur ekki birt endanlegar rannsóknarniðurstöður í ritrýndu tímariti en svo virðist sem afrakstur tilraunarinnar sé stórbrotinn. Tuttugu og níu einstaklingar tóku þátt í tilrauninni, allt krabbameinssjúklingar með langt gengið bráðahvítblæði í eitilfrumum. Niðurstöðurnar sem stjórnendur rannsóknarinnar kynntu eru á þann veg að 27 af þessum 29 einstaklingum sýndu batamerki eftir að hafa hlotið meðferðina. Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítalanum, var í sérnámi við Fred Hutchinson-rannsóknarstöðina og vann þar sem krabbameinslæknir í nokkur ár. Þar stýrði hann svipuðum rannsóknum, þar sem frumum var breytt til að meðhöndla krabbameinssjúklinga. Þessar rannsóknir voru hluti í þróun þeirra rannsókna sem rannsóknarstöðin stendur nú fyrir. „Það er mjög forvitnilegt að fylgjast með þessu og við fylgjumst spennt með.“ Hann bendir á að þó að aðferðin sé í eðli sínu svipuð og gerist í bólusetningum þá sé um að ræða mjög flókna aðferð í framkvæmd. „Það er erfiðara að virkja ónæmiskerfið gegn krabbameinum heldur en gegn sýkingum, vegna þess að krabbameinin eru komin frá okkur sjálfum, krabbameinsfrumur eru miklu líkari okkar eigin líkama en til dæmis veirusýktar frumur.“ Aðferðinar eru þó ekki hættulausar og oft er þess konar tilraunameðferðum einungis ætlaðar þeim sem hafa litlu að tapa í baráttu sinni. Veruleg vandamál komu upp í rannsókninni. Tveir sjúklingar létust og sjö sjúklingar fengu bráðaviðbrögð og þurftu að þola miklar bólgur um allan líkamann. Læknar geta meðhöndlað hvítblæði með viðteknum aðferðum og því er óvíst hvort þessi nýja aðferð sé áhættunnar virði. Auk þess er óvíst hvort að hún virki gegn öðrum tegundum krabbameina. „Þessi aðferð á einungis við um fáar tegundir krabbameina og þetta er jafnframt afar einstaklingsmiðuð aðferð,“ segir Gunnar og ítrekar um leið að í klínískum rannsóknum skoði vísindamenn hvort skaðsemin réttlæti hugsanlegan ávinning. Gunnar segir framfarir gerast í litlum skrefum. Hann bíður þess nú að sjá niðurstöðurnar birtar í viðurkenndum tímaritum. „Þetta er gríðarlega flókið í framkvæmd. Ég á ekki von á því að þetta verði tekið upp á Íslandi á næstu árum, við höfum einfaldlega ekki aðstöðu til þess. Þetta er enn þá á tilraunastigi og hvergi komið í almenna notkun.“ Lækning við dreifðu krabbameini er flestum tilvikum enn þá fjarlægur draumur. Rannsóknarhópurinn í Seattle bendir hins vegar á að CAR T-frumu-aðferðin gæti orðið nýtt og afar skilvirkt vopn í vopnabúri lækna. „Það verður spennandi að fylgjast með þessu,“ segir Gunnar. „Vonandi verður hægt að beita aðferðum sem þessum í nánustu framtíð. […] En þetta gerist í skrefum. Þetta er engin stórbylting sem mun skila sér í meðferð á morgun. Þannig að við verðum að bíða róleg og sjá hvernig niðurstöðurnar eru í raun og veru.“
Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Fleiri fréttir Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Sjá meira