Álversdeilan og hagsmunir Hafnfirðinga 26. febrúar 2016 20:44 Vinna við úttekt og greiningu á efnahagslegum áhrifum álversins í Straumsvík gagnvart Hafnarfjarðarbæ er í fullum gangi og áætlað er að þeirri vinnu ljúki um miðjan mars. Tilefni vinnunar er deila álversins og verkalýðsfélaganna. Tekjur Hafnarfjarðarbæjar af starfssemi álversins eru töluverðar beint og óbeint og ljóst að álverið hefur verið einn af burðarásum í hafnfirsku atvinnulífi um áratuga skeið, fjöldi fjölskyldna byggir lífsviðurværi sitt af vinnu í álverinu eða í tengslum við álverið, mjög mörg fyrirtæki eiga í viðskiptum við álverið og mörg þeirra byggja langmesta afkomu sína á þeim viðskiptum. Um 400 manns vinna hjá Rio Tinto í Straumsvík, talið er um að um 1000 manns hafi vinnu í tengslum við álverið og viðskipti álversins við fyrirtæki í Hafnarfirði eru talin vera tæpir 2 milljarðar á síðasta ári.Útvistun starfa Undirrituð, sem erum kosnir í ábyrgðastöðu af íbúum Hafnarfjarðar höfum miklar áhyggjur af þróun mála í Straumsvík. Nú liggur fyrir að álverið er tilbúið að semja um launahækkanir til jafns eða hærri en almennt var samið hefur verið á vinnumarkaði og einnig hefur komið fram að laun eru um 20% hærri í álverinu en á hinum almenna vinnumarkaði. Deilan snýst um útvistun starfa, sama fyrirkomulag og viðgengst hjá ríki, sveitarfélögum og öðrum almennum félögum. Sem dæmi útvisti Hafnafjarðarbær í tíð meirihluta Samfylkingar og síðar með stuðningi Vinstri Grænna öllum ræstingum í skólum bæjarins án mikilla mótmæla frá sömu aðilum sem nú vilja viðhalda óbreyttu fyrirkomulagi í Straumsvík. Í umræðunni um álver vill oft gleymast að mikil reynsla og þekking er hjá íslenskum fyrirtækjum við að þjónusta álverin, tugir ef ekki hundruðir tækni- og háskólamenntaðra íslenskra einstaklinga vinna í tengslum við áliðnaðinn ekki bara á Íslandi heldur á heimsvísu, nýsköpun tengd áliðnaðinum hefur verið mikil hér á landi og er nærtækasta dæmið VHE þar sem um 400 manns vinna og um 10% af veltu fyrirtækisins fer til útflutnings á háþróuðum tækjum til áliðnaðarins. Við nefnum þetta sem dæmi um jákvæð áhrif áliðnaðarins sem byggir alla sína framleiðslu á grænni innlendri orku.Sanngirni og jafnræði Í þessu deilumáli sem og öðrum þarf að sýna sanngirni og gæta jafnræðis. Við hvetjum deiluaðila til að gera allt sem þeir geta til að ná samkomulagi sem byggir á sanngjörnum launum og í takt við það umhverfi sem önnur opinber og einkarekin félög vinna í. Óhóflegar kröfur gegn einu fyrirtæki umfram önnur geta haft afleiðingar sem ekki verður séð fyrir hverjar verða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaradeila í Straumsvík Skoðun Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Vinna við úttekt og greiningu á efnahagslegum áhrifum álversins í Straumsvík gagnvart Hafnarfjarðarbæ er í fullum gangi og áætlað er að þeirri vinnu ljúki um miðjan mars. Tilefni vinnunar er deila álversins og verkalýðsfélaganna. Tekjur Hafnarfjarðarbæjar af starfssemi álversins eru töluverðar beint og óbeint og ljóst að álverið hefur verið einn af burðarásum í hafnfirsku atvinnulífi um áratuga skeið, fjöldi fjölskyldna byggir lífsviðurværi sitt af vinnu í álverinu eða í tengslum við álverið, mjög mörg fyrirtæki eiga í viðskiptum við álverið og mörg þeirra byggja langmesta afkomu sína á þeim viðskiptum. Um 400 manns vinna hjá Rio Tinto í Straumsvík, talið er um að um 1000 manns hafi vinnu í tengslum við álverið og viðskipti álversins við fyrirtæki í Hafnarfirði eru talin vera tæpir 2 milljarðar á síðasta ári.Útvistun starfa Undirrituð, sem erum kosnir í ábyrgðastöðu af íbúum Hafnarfjarðar höfum miklar áhyggjur af þróun mála í Straumsvík. Nú liggur fyrir að álverið er tilbúið að semja um launahækkanir til jafns eða hærri en almennt var samið hefur verið á vinnumarkaði og einnig hefur komið fram að laun eru um 20% hærri í álverinu en á hinum almenna vinnumarkaði. Deilan snýst um útvistun starfa, sama fyrirkomulag og viðgengst hjá ríki, sveitarfélögum og öðrum almennum félögum. Sem dæmi útvisti Hafnafjarðarbær í tíð meirihluta Samfylkingar og síðar með stuðningi Vinstri Grænna öllum ræstingum í skólum bæjarins án mikilla mótmæla frá sömu aðilum sem nú vilja viðhalda óbreyttu fyrirkomulagi í Straumsvík. Í umræðunni um álver vill oft gleymast að mikil reynsla og þekking er hjá íslenskum fyrirtækjum við að þjónusta álverin, tugir ef ekki hundruðir tækni- og háskólamenntaðra íslenskra einstaklinga vinna í tengslum við áliðnaðinn ekki bara á Íslandi heldur á heimsvísu, nýsköpun tengd áliðnaðinum hefur verið mikil hér á landi og er nærtækasta dæmið VHE þar sem um 400 manns vinna og um 10% af veltu fyrirtækisins fer til útflutnings á háþróuðum tækjum til áliðnaðarins. Við nefnum þetta sem dæmi um jákvæð áhrif áliðnaðarins sem byggir alla sína framleiðslu á grænni innlendri orku.Sanngirni og jafnræði Í þessu deilumáli sem og öðrum þarf að sýna sanngirni og gæta jafnræðis. Við hvetjum deiluaðila til að gera allt sem þeir geta til að ná samkomulagi sem byggir á sanngjörnum launum og í takt við það umhverfi sem önnur opinber og einkarekin félög vinna í. Óhóflegar kröfur gegn einu fyrirtæki umfram önnur geta haft afleiðingar sem ekki verður séð fyrir hverjar verða.
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar