Óvænt boðað til sáttafundar í álversdeilunni Heimir Már Pétursson skrifar 27. febrúar 2016 14:54 Ríkissáttasemjari boðaði deiluaðila í álversdeilunni í gærkvöldi óvænt til samningafundar næstkomandi mánudag. Formaður verkalýðsfélagsins Hlífar segir að útflutningsbanni á áli frá fyrirtækinu verði haldið til streitu þar til samningar hafi náðst. Mikil harka er hlaupin í deilu verkalýðsfélaganna í Álverinu í Straumsvík við fyrirtækið sem staðið hefur yfir í um ár. Fyrirtækið kærði boðað útflutningsbann verkalýðsfélagsins Hlífar til félagsdóms, sem úrskurðaði verkalýðsfélaginu í vil á þriðjudagskvöld. Útflutningsbannið hófst síðan á miðnætti þann dag og stöðvuðu verkfallsverðir tilraunir yfirmanna fyrirtækisins til að ganga í störf hafnarverkamanna við útskipun á áli á miðvikudag. Deiluaðilar komu síðar þann dag til fundar hjá Ríkissáttasemjara en engin niðurstaða varð á þeim fundi og að honum loknum var ekki boðað til nýs fundar. Kolbeinn Gunnarsson formaður Hlífar fékk þó skilaboð frá Ríkissáttasemjara í gærkvöldi. „Ríkissáttasemjari er búinn að boða til fundar núna á mánudaginn klukkan þrjú. Ég reikna með að þar verði framhald þeirra viðræðna sem við erum búnir að vera í við þá. Það voru náttúrlega á síðasta fundi ýmsar spurningar sem átti eftir að svara og annað. Ég ætla að vona að menn svari þeim á þessum fundi, frá báðum aðilum,“ segir Kolbeinn.Þannig að menn eru eitthvað að þreifa hver á öðrum, þið eruð ekki bara í störukeppni? „Menn eru auðvitað alltaf að reyna að ná lendingu. En það kemur alltaf upp þetta sama; að þeir séu ekki tilbúnir að gera neina kjarasamninga nema að opna allt sem snýr að þessari yfirlýsingu um verktökuna,“ segir Kolbeinn. Hins vegar eigi eftir að svara ýmsum öðrum spurning til að menn geti farið að mjaka viðræðum eitthvað áfram. Tilgangurinn með útflutningsbanninu sé að þrýsta fyrirtækinu til alvöru viðræðna við samningaborðið. En fulltrúar Ísal segja fyrirtækið hafa boðið sömu launahækkanir og aðrir hafi fengið ofan á laun sem sem séu nú þegar mjög góð. Fyrirtækið vilji hins vegar einnig njóta sömu réttinda og önnur fyrirtæki um útvistun verkefna sem ekki tengist kjarastarfsemi fyrirtækisins. Næsta skip er væntanlegt til Straumsvíkur á mánudag og lestun þess ætti að hefjast strax á þriðjudag.Það liggur alveg ljóst fyrir að þið munuð stöðva þá útskipun ef ekki hefur náðst samningur? „Já, já. Það er verkfall á álútflutning og við höldum því til streitu,“ segir Kolbeinn Gunnarsson. Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Rio Tinto vill láta reyna á aðgerðir yfirmanna fyrir dómstólum „Það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir upplýsingafulltrúi álversins. 25. febrúar 2016 12:31 Sáttafundi í álversdeilunni lokið án árangurs Annar fundur hefur ekki verið ákveðinn en lögum samkvæmt ber ríkissáttasemjara að boða til annars fundar innan tveggja vikna. 24. febrúar 2016 15:04 Langvarandi deilu er hvergi nærri lokið Engu hefur enn miðað í kjaraviðræðum starfsmanna Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í apríl í fyrra. 25. febrúar 2016 07:00 Verkfall hófst á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði í gærkvöldi að útflutningsbann starfsmanna í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík væri löglegt og hófst það því á miðnætti. Mun því ekkert ál verða flutt út frá Straumsvíkurhöfn á næstunni. Dómurinn kom saman í kjölfar þess að Samtök atvinnulífsins kærðu bannið fyrir hönd álversins. 24. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira
Ríkissáttasemjari boðaði deiluaðila í álversdeilunni í gærkvöldi óvænt til samningafundar næstkomandi mánudag. Formaður verkalýðsfélagsins Hlífar segir að útflutningsbanni á áli frá fyrirtækinu verði haldið til streitu þar til samningar hafi náðst. Mikil harka er hlaupin í deilu verkalýðsfélaganna í Álverinu í Straumsvík við fyrirtækið sem staðið hefur yfir í um ár. Fyrirtækið kærði boðað útflutningsbann verkalýðsfélagsins Hlífar til félagsdóms, sem úrskurðaði verkalýðsfélaginu í vil á þriðjudagskvöld. Útflutningsbannið hófst síðan á miðnætti þann dag og stöðvuðu verkfallsverðir tilraunir yfirmanna fyrirtækisins til að ganga í störf hafnarverkamanna við útskipun á áli á miðvikudag. Deiluaðilar komu síðar þann dag til fundar hjá Ríkissáttasemjara en engin niðurstaða varð á þeim fundi og að honum loknum var ekki boðað til nýs fundar. Kolbeinn Gunnarsson formaður Hlífar fékk þó skilaboð frá Ríkissáttasemjara í gærkvöldi. „Ríkissáttasemjari er búinn að boða til fundar núna á mánudaginn klukkan þrjú. Ég reikna með að þar verði framhald þeirra viðræðna sem við erum búnir að vera í við þá. Það voru náttúrlega á síðasta fundi ýmsar spurningar sem átti eftir að svara og annað. Ég ætla að vona að menn svari þeim á þessum fundi, frá báðum aðilum,“ segir Kolbeinn.Þannig að menn eru eitthvað að þreifa hver á öðrum, þið eruð ekki bara í störukeppni? „Menn eru auðvitað alltaf að reyna að ná lendingu. En það kemur alltaf upp þetta sama; að þeir séu ekki tilbúnir að gera neina kjarasamninga nema að opna allt sem snýr að þessari yfirlýsingu um verktökuna,“ segir Kolbeinn. Hins vegar eigi eftir að svara ýmsum öðrum spurning til að menn geti farið að mjaka viðræðum eitthvað áfram. Tilgangurinn með útflutningsbanninu sé að þrýsta fyrirtækinu til alvöru viðræðna við samningaborðið. En fulltrúar Ísal segja fyrirtækið hafa boðið sömu launahækkanir og aðrir hafi fengið ofan á laun sem sem séu nú þegar mjög góð. Fyrirtækið vilji hins vegar einnig njóta sömu réttinda og önnur fyrirtæki um útvistun verkefna sem ekki tengist kjarastarfsemi fyrirtækisins. Næsta skip er væntanlegt til Straumsvíkur á mánudag og lestun þess ætti að hefjast strax á þriðjudag.Það liggur alveg ljóst fyrir að þið munuð stöðva þá útskipun ef ekki hefur náðst samningur? „Já, já. Það er verkfall á álútflutning og við höldum því til streitu,“ segir Kolbeinn Gunnarsson.
Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Rio Tinto vill láta reyna á aðgerðir yfirmanna fyrir dómstólum „Það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir upplýsingafulltrúi álversins. 25. febrúar 2016 12:31 Sáttafundi í álversdeilunni lokið án árangurs Annar fundur hefur ekki verið ákveðinn en lögum samkvæmt ber ríkissáttasemjara að boða til annars fundar innan tveggja vikna. 24. febrúar 2016 15:04 Langvarandi deilu er hvergi nærri lokið Engu hefur enn miðað í kjaraviðræðum starfsmanna Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í apríl í fyrra. 25. febrúar 2016 07:00 Verkfall hófst á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði í gærkvöldi að útflutningsbann starfsmanna í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík væri löglegt og hófst það því á miðnætti. Mun því ekkert ál verða flutt út frá Straumsvíkurhöfn á næstunni. Dómurinn kom saman í kjölfar þess að Samtök atvinnulífsins kærðu bannið fyrir hönd álversins. 24. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira
Rio Tinto vill láta reyna á aðgerðir yfirmanna fyrir dómstólum „Það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir upplýsingafulltrúi álversins. 25. febrúar 2016 12:31
Sáttafundi í álversdeilunni lokið án árangurs Annar fundur hefur ekki verið ákveðinn en lögum samkvæmt ber ríkissáttasemjara að boða til annars fundar innan tveggja vikna. 24. febrúar 2016 15:04
Langvarandi deilu er hvergi nærri lokið Engu hefur enn miðað í kjaraviðræðum starfsmanna Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í apríl í fyrra. 25. febrúar 2016 07:00
Verkfall hófst á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði í gærkvöldi að útflutningsbann starfsmanna í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík væri löglegt og hófst það því á miðnætti. Mun því ekkert ál verða flutt út frá Straumsvíkurhöfn á næstunni. Dómurinn kom saman í kjölfar þess að Samtök atvinnulífsins kærðu bannið fyrir hönd álversins. 24. febrúar 2016 07:00