Menn hafa vikið fyrir minna en mistökin í Aserta-málinu Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2016 13:35 Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að þeir sem stóðu að málsókn gegn fólki í Aserta„málinu og fleiri skyldum málum skuldi þeim einstaklingum sem voru ákærðir að minnsta kosti afsökunarbeiðni. Þá þurfi að svara því hvers vegna Seðlabankinn tryggði ekki betur lagastoð fyrir aðgerðum sínum í þessum málum. Í janúar árið 2010 var boðað til blaðamannafundar sem á sér fá fordæmi á Íslandi þar sem greint var frá ákærum á fjóra nafngreinda einstaklinga í fyrirtækinu Aserta fyrir stórfelld gjaldeyrismisferli. Ekki var dæmt í málinu fyrr en í Héraðsdómi Reykjaness í desember árið 2014 þar sem allir sakborningar voru sýknaðir.Sjá einnig: Sex ára martröð Aserta-manna lokið Ákæruvaldið tók sér síðan 14 mánuði til að ákveða hvort áfrýja ætti málinu til Hæstaréttar og ákvað svo á föstudag í síðustu viku að gera það ekki. Þá höfðu þessir fjórmenningar haft stöðu grunaðra manna í sex ár. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi allan þennan málatilbúnað harðlega í þættinum á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. „Það er náttúrlega ótrúlega dapurt í fyrsta lagi að fulltrúar frá Seðlabanka, Ríkissaksóknara og Fjármálaeftirlitinu skuli boða til fundar með þeim hætti sem þá var gert. Þá sagði forstöðumaður Fjármálaeftirlitsins, Gunnnar Andersen, að fundurinn ætti að hafa fælingarmátt. Þar eru nánast nafngreindir þeir einstaklingar sem hlut áttu að máli hjá Aserta fyrirtækinu. En málatilbúnaðurinn allur er byggður á reglum um gjaldeyrismál frá Seðlabankanum sem ekki höfðu lögskilið samþykki ráðherra,” sagði Ragnheiður.Sjá einnig: Ragnheiður spyr hver ætli að axla ábyrgð á Aserta-málinu Nú hafi þrjú samskonar mál fallið vegna þess að Seðlabankinn hefði ekki aflað sér nauðsynlegs samþykktar ráðherra á þeim reglum sem sótt var til saka eftir. Þeir sem komu að málunum hafi síðan nánast ekkert tjáð sig um þessi mistök og þess vegna sé því ósvarað hvernig svona lagað geti gerst í þrígang. „Og hvað kallar það á? Kallar það á að öll þessi fyrirtæki, allir þessir einstaklingar, fari í skaðabótamál og við hvern þá? Þeir færu í skaðabótamál við ríkið. Því allt eru þetta ríkisstofnanir,“ segir Ragnheiður. Hún kalli eftir ábyrgð í þessu máli; í það minnsta að þeir sem voru ákærðir í þessum málum verði beðnir afsökunar. Ertu að kalla eftir því að fólk segi af sér, víki,“ spurði Sigurjón M. Egilsson. „Menn hafa nú vikið fyrir minna,“ svaraði Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Samtalið má heyra hér að ofan. Tengdar fréttir Ragnheiður spyr hver ætli að axla ábyrgð á Aserta-málinu „Það er algjörlega ljóst að í þessu máli var farið rangt af stað,“ segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins. 24. febrúar 2016 16:11 Aserta-málið: „Framlengt um 14 mánuði algjörlega að óþörfu“ Arnar Þór Stefánsson, verjandi Ólafs Sigmundssonar, segir það greinilegt að áfrýjun ríkissaksóknara á sýknudómi Héraðsdóms Reykjaness til Hæstaréttar hafi verið vanhugsuð en fallið var frá áfrýjuninni fyrir helgi. 22. febrúar 2016 21:30 Sex ára martröð Aserta-manna lokið Ríkissaksóknari hefur fallið frá því að áfrýja Aserta-málinu til Hæstaréttar. 22. febrúar 2016 15:15 Markús Máni ósáttur við „innistæðulausar afsakanir“ Fallið var frá áfrýjun Aserta-málsins í gær. 24. febrúar 2016 10:30 Mest lesið Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að þeir sem stóðu að málsókn gegn fólki í Aserta„málinu og fleiri skyldum málum skuldi þeim einstaklingum sem voru ákærðir að minnsta kosti afsökunarbeiðni. Þá þurfi að svara því hvers vegna Seðlabankinn tryggði ekki betur lagastoð fyrir aðgerðum sínum í þessum málum. Í janúar árið 2010 var boðað til blaðamannafundar sem á sér fá fordæmi á Íslandi þar sem greint var frá ákærum á fjóra nafngreinda einstaklinga í fyrirtækinu Aserta fyrir stórfelld gjaldeyrismisferli. Ekki var dæmt í málinu fyrr en í Héraðsdómi Reykjaness í desember árið 2014 þar sem allir sakborningar voru sýknaðir.Sjá einnig: Sex ára martröð Aserta-manna lokið Ákæruvaldið tók sér síðan 14 mánuði til að ákveða hvort áfrýja ætti málinu til Hæstaréttar og ákvað svo á föstudag í síðustu viku að gera það ekki. Þá höfðu þessir fjórmenningar haft stöðu grunaðra manna í sex ár. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi allan þennan málatilbúnað harðlega í þættinum á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. „Það er náttúrlega ótrúlega dapurt í fyrsta lagi að fulltrúar frá Seðlabanka, Ríkissaksóknara og Fjármálaeftirlitinu skuli boða til fundar með þeim hætti sem þá var gert. Þá sagði forstöðumaður Fjármálaeftirlitsins, Gunnnar Andersen, að fundurinn ætti að hafa fælingarmátt. Þar eru nánast nafngreindir þeir einstaklingar sem hlut áttu að máli hjá Aserta fyrirtækinu. En málatilbúnaðurinn allur er byggður á reglum um gjaldeyrismál frá Seðlabankanum sem ekki höfðu lögskilið samþykki ráðherra,” sagði Ragnheiður.Sjá einnig: Ragnheiður spyr hver ætli að axla ábyrgð á Aserta-málinu Nú hafi þrjú samskonar mál fallið vegna þess að Seðlabankinn hefði ekki aflað sér nauðsynlegs samþykktar ráðherra á þeim reglum sem sótt var til saka eftir. Þeir sem komu að málunum hafi síðan nánast ekkert tjáð sig um þessi mistök og þess vegna sé því ósvarað hvernig svona lagað geti gerst í þrígang. „Og hvað kallar það á? Kallar það á að öll þessi fyrirtæki, allir þessir einstaklingar, fari í skaðabótamál og við hvern þá? Þeir færu í skaðabótamál við ríkið. Því allt eru þetta ríkisstofnanir,“ segir Ragnheiður. Hún kalli eftir ábyrgð í þessu máli; í það minnsta að þeir sem voru ákærðir í þessum málum verði beðnir afsökunar. Ertu að kalla eftir því að fólk segi af sér, víki,“ spurði Sigurjón M. Egilsson. „Menn hafa nú vikið fyrir minna,“ svaraði Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Samtalið má heyra hér að ofan.
Tengdar fréttir Ragnheiður spyr hver ætli að axla ábyrgð á Aserta-málinu „Það er algjörlega ljóst að í þessu máli var farið rangt af stað,“ segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins. 24. febrúar 2016 16:11 Aserta-málið: „Framlengt um 14 mánuði algjörlega að óþörfu“ Arnar Þór Stefánsson, verjandi Ólafs Sigmundssonar, segir það greinilegt að áfrýjun ríkissaksóknara á sýknudómi Héraðsdóms Reykjaness til Hæstaréttar hafi verið vanhugsuð en fallið var frá áfrýjuninni fyrir helgi. 22. febrúar 2016 21:30 Sex ára martröð Aserta-manna lokið Ríkissaksóknari hefur fallið frá því að áfrýja Aserta-málinu til Hæstaréttar. 22. febrúar 2016 15:15 Markús Máni ósáttur við „innistæðulausar afsakanir“ Fallið var frá áfrýjun Aserta-málsins í gær. 24. febrúar 2016 10:30 Mest lesið Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Ragnheiður spyr hver ætli að axla ábyrgð á Aserta-málinu „Það er algjörlega ljóst að í þessu máli var farið rangt af stað,“ segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins. 24. febrúar 2016 16:11
Aserta-málið: „Framlengt um 14 mánuði algjörlega að óþörfu“ Arnar Þór Stefánsson, verjandi Ólafs Sigmundssonar, segir það greinilegt að áfrýjun ríkissaksóknara á sýknudómi Héraðsdóms Reykjaness til Hæstaréttar hafi verið vanhugsuð en fallið var frá áfrýjuninni fyrir helgi. 22. febrúar 2016 21:30
Sex ára martröð Aserta-manna lokið Ríkissaksóknari hefur fallið frá því að áfrýja Aserta-málinu til Hæstaréttar. 22. febrúar 2016 15:15
Markús Máni ósáttur við „innistæðulausar afsakanir“ Fallið var frá áfrýjun Aserta-málsins í gær. 24. febrúar 2016 10:30