Menn hafa vikið fyrir minna en mistökin í Aserta-málinu Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2016 13:35 Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að þeir sem stóðu að málsókn gegn fólki í Aserta„málinu og fleiri skyldum málum skuldi þeim einstaklingum sem voru ákærðir að minnsta kosti afsökunarbeiðni. Þá þurfi að svara því hvers vegna Seðlabankinn tryggði ekki betur lagastoð fyrir aðgerðum sínum í þessum málum. Í janúar árið 2010 var boðað til blaðamannafundar sem á sér fá fordæmi á Íslandi þar sem greint var frá ákærum á fjóra nafngreinda einstaklinga í fyrirtækinu Aserta fyrir stórfelld gjaldeyrismisferli. Ekki var dæmt í málinu fyrr en í Héraðsdómi Reykjaness í desember árið 2014 þar sem allir sakborningar voru sýknaðir.Sjá einnig: Sex ára martröð Aserta-manna lokið Ákæruvaldið tók sér síðan 14 mánuði til að ákveða hvort áfrýja ætti málinu til Hæstaréttar og ákvað svo á föstudag í síðustu viku að gera það ekki. Þá höfðu þessir fjórmenningar haft stöðu grunaðra manna í sex ár. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi allan þennan málatilbúnað harðlega í þættinum á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. „Það er náttúrlega ótrúlega dapurt í fyrsta lagi að fulltrúar frá Seðlabanka, Ríkissaksóknara og Fjármálaeftirlitinu skuli boða til fundar með þeim hætti sem þá var gert. Þá sagði forstöðumaður Fjármálaeftirlitsins, Gunnnar Andersen, að fundurinn ætti að hafa fælingarmátt. Þar eru nánast nafngreindir þeir einstaklingar sem hlut áttu að máli hjá Aserta fyrirtækinu. En málatilbúnaðurinn allur er byggður á reglum um gjaldeyrismál frá Seðlabankanum sem ekki höfðu lögskilið samþykki ráðherra,” sagði Ragnheiður.Sjá einnig: Ragnheiður spyr hver ætli að axla ábyrgð á Aserta-málinu Nú hafi þrjú samskonar mál fallið vegna þess að Seðlabankinn hefði ekki aflað sér nauðsynlegs samþykktar ráðherra á þeim reglum sem sótt var til saka eftir. Þeir sem komu að málunum hafi síðan nánast ekkert tjáð sig um þessi mistök og þess vegna sé því ósvarað hvernig svona lagað geti gerst í þrígang. „Og hvað kallar það á? Kallar það á að öll þessi fyrirtæki, allir þessir einstaklingar, fari í skaðabótamál og við hvern þá? Þeir færu í skaðabótamál við ríkið. Því allt eru þetta ríkisstofnanir,“ segir Ragnheiður. Hún kalli eftir ábyrgð í þessu máli; í það minnsta að þeir sem voru ákærðir í þessum málum verði beðnir afsökunar. Ertu að kalla eftir því að fólk segi af sér, víki,“ spurði Sigurjón M. Egilsson. „Menn hafa nú vikið fyrir minna,“ svaraði Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Samtalið má heyra hér að ofan. Tengdar fréttir Ragnheiður spyr hver ætli að axla ábyrgð á Aserta-málinu „Það er algjörlega ljóst að í þessu máli var farið rangt af stað,“ segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins. 24. febrúar 2016 16:11 Aserta-málið: „Framlengt um 14 mánuði algjörlega að óþörfu“ Arnar Þór Stefánsson, verjandi Ólafs Sigmundssonar, segir það greinilegt að áfrýjun ríkissaksóknara á sýknudómi Héraðsdóms Reykjaness til Hæstaréttar hafi verið vanhugsuð en fallið var frá áfrýjuninni fyrir helgi. 22. febrúar 2016 21:30 Sex ára martröð Aserta-manna lokið Ríkissaksóknari hefur fallið frá því að áfrýja Aserta-málinu til Hæstaréttar. 22. febrúar 2016 15:15 Markús Máni ósáttur við „innistæðulausar afsakanir“ Fallið var frá áfrýjun Aserta-málsins í gær. 24. febrúar 2016 10:30 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að þeir sem stóðu að málsókn gegn fólki í Aserta„málinu og fleiri skyldum málum skuldi þeim einstaklingum sem voru ákærðir að minnsta kosti afsökunarbeiðni. Þá þurfi að svara því hvers vegna Seðlabankinn tryggði ekki betur lagastoð fyrir aðgerðum sínum í þessum málum. Í janúar árið 2010 var boðað til blaðamannafundar sem á sér fá fordæmi á Íslandi þar sem greint var frá ákærum á fjóra nafngreinda einstaklinga í fyrirtækinu Aserta fyrir stórfelld gjaldeyrismisferli. Ekki var dæmt í málinu fyrr en í Héraðsdómi Reykjaness í desember árið 2014 þar sem allir sakborningar voru sýknaðir.Sjá einnig: Sex ára martröð Aserta-manna lokið Ákæruvaldið tók sér síðan 14 mánuði til að ákveða hvort áfrýja ætti málinu til Hæstaréttar og ákvað svo á föstudag í síðustu viku að gera það ekki. Þá höfðu þessir fjórmenningar haft stöðu grunaðra manna í sex ár. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi allan þennan málatilbúnað harðlega í þættinum á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. „Það er náttúrlega ótrúlega dapurt í fyrsta lagi að fulltrúar frá Seðlabanka, Ríkissaksóknara og Fjármálaeftirlitinu skuli boða til fundar með þeim hætti sem þá var gert. Þá sagði forstöðumaður Fjármálaeftirlitsins, Gunnnar Andersen, að fundurinn ætti að hafa fælingarmátt. Þar eru nánast nafngreindir þeir einstaklingar sem hlut áttu að máli hjá Aserta fyrirtækinu. En málatilbúnaðurinn allur er byggður á reglum um gjaldeyrismál frá Seðlabankanum sem ekki höfðu lögskilið samþykki ráðherra,” sagði Ragnheiður.Sjá einnig: Ragnheiður spyr hver ætli að axla ábyrgð á Aserta-málinu Nú hafi þrjú samskonar mál fallið vegna þess að Seðlabankinn hefði ekki aflað sér nauðsynlegs samþykktar ráðherra á þeim reglum sem sótt var til saka eftir. Þeir sem komu að málunum hafi síðan nánast ekkert tjáð sig um þessi mistök og þess vegna sé því ósvarað hvernig svona lagað geti gerst í þrígang. „Og hvað kallar það á? Kallar það á að öll þessi fyrirtæki, allir þessir einstaklingar, fari í skaðabótamál og við hvern þá? Þeir færu í skaðabótamál við ríkið. Því allt eru þetta ríkisstofnanir,“ segir Ragnheiður. Hún kalli eftir ábyrgð í þessu máli; í það minnsta að þeir sem voru ákærðir í þessum málum verði beðnir afsökunar. Ertu að kalla eftir því að fólk segi af sér, víki,“ spurði Sigurjón M. Egilsson. „Menn hafa nú vikið fyrir minna,“ svaraði Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Samtalið má heyra hér að ofan.
Tengdar fréttir Ragnheiður spyr hver ætli að axla ábyrgð á Aserta-málinu „Það er algjörlega ljóst að í þessu máli var farið rangt af stað,“ segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins. 24. febrúar 2016 16:11 Aserta-málið: „Framlengt um 14 mánuði algjörlega að óþörfu“ Arnar Þór Stefánsson, verjandi Ólafs Sigmundssonar, segir það greinilegt að áfrýjun ríkissaksóknara á sýknudómi Héraðsdóms Reykjaness til Hæstaréttar hafi verið vanhugsuð en fallið var frá áfrýjuninni fyrir helgi. 22. febrúar 2016 21:30 Sex ára martröð Aserta-manna lokið Ríkissaksóknari hefur fallið frá því að áfrýja Aserta-málinu til Hæstaréttar. 22. febrúar 2016 15:15 Markús Máni ósáttur við „innistæðulausar afsakanir“ Fallið var frá áfrýjun Aserta-málsins í gær. 24. febrúar 2016 10:30 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Ragnheiður spyr hver ætli að axla ábyrgð á Aserta-málinu „Það er algjörlega ljóst að í þessu máli var farið rangt af stað,“ segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins. 24. febrúar 2016 16:11
Aserta-málið: „Framlengt um 14 mánuði algjörlega að óþörfu“ Arnar Þór Stefánsson, verjandi Ólafs Sigmundssonar, segir það greinilegt að áfrýjun ríkissaksóknara á sýknudómi Héraðsdóms Reykjaness til Hæstaréttar hafi verið vanhugsuð en fallið var frá áfrýjuninni fyrir helgi. 22. febrúar 2016 21:30
Sex ára martröð Aserta-manna lokið Ríkissaksóknari hefur fallið frá því að áfrýja Aserta-málinu til Hæstaréttar. 22. febrúar 2016 15:15
Markús Máni ósáttur við „innistæðulausar afsakanir“ Fallið var frá áfrýjun Aserta-málsins í gær. 24. febrúar 2016 10:30