Eru svört föt verri en önnur föt? Aðalheiður Snæbjarnardóttir skrifar 10. febrúar 2016 11:00 Hvað hugsar þú um þegar þú kaupir föt fyrir þig og fjölskylduna þína? Hvað þau kosta, hvernig þau nýtist, hvort þau muni endast, hvort Jói vaxi strax upp úr þessum buxum, hvort þetta pils sé ennþá í tísku?…? einhvers staðar í þessum hugsunum leynast mögulega aðrar vangaveltur: hver bjó þetta til, ætli þetta hafi verið framleitt af litlum börnum, ætli þetta hafi verið framleitt í Rana Plaza verksmiðjunni sem hrundi í Bangladess? Þessar síðastnefndu hugsanir eru farnar að heyrast oftar og hærra. Talsmenn samfélagsábyrgðar hafa verið duglegir að vekja athygli á hryllilegum aðbúnaði starfsmanna, þrælahaldi bæði á fullorðnum og börnum, spillingu, umhverfismengun o.fl. Sem betur fer eru neytendur sífellt meðvitaðri um að þeir hafa bein áhrif á framleiðendur í gegnum neyslu sína. Fataiðnaðurinn hefur sætt mikilli gagnrýni, ekki síst vegna vatnssóunar og eiturefnanotkunar við meðhöndlun og litun á fataefnum. Fáar iðngreinar nota jafn mikið vatn auk þess að eiturefni sem notuð eru við litunina berast með menguðu vatni út í vistkerfið í kringum verksmiðjurnar, í húð starfsmanna og í húð neytenda. Hættulegustu eiturefnin eru PPD sem finnst í mestu magni í svörtum fötum og NPE sem Evrópusambandið hefur bannað notkun á en fyrirfinnst samt í flestum fötum sem við kaupum. Það er vegna þess að efnin eru yfirleitt keypt inn frá löndum sem leyfir notkun NPE við litun á efni. Sem betur fer þurfum við ekki að hætta alfarið að ganga í fötum af ótta við þessi eiturefni og önnur. Litaiðnaðurinn er að taka við sér og hefur náð árangri við minnkun vatnsnotkunar við litun efna og verið er að þróa leiðir til að lita efni án vatnsnotkunar með því að þrýsta litnum inn í efnið með miklum þrýstingi. Sú leið dugir þó aðeins á gerviefni en náttúruleg efni svo sem ull og bómull eyðileggjast við meðferðina. Einnig eru framleiðendur að skoða það að stíga aftur til fortíðar og lita efni eingöngu með náttúrulegum hráefnum. Endanleg lausn er ennþá ekki í sjónmáli en við getum kallað eftir úrbótum í gegnum kaupvenjur okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Sjá meira
Hvað hugsar þú um þegar þú kaupir föt fyrir þig og fjölskylduna þína? Hvað þau kosta, hvernig þau nýtist, hvort þau muni endast, hvort Jói vaxi strax upp úr þessum buxum, hvort þetta pils sé ennþá í tísku?…? einhvers staðar í þessum hugsunum leynast mögulega aðrar vangaveltur: hver bjó þetta til, ætli þetta hafi verið framleitt af litlum börnum, ætli þetta hafi verið framleitt í Rana Plaza verksmiðjunni sem hrundi í Bangladess? Þessar síðastnefndu hugsanir eru farnar að heyrast oftar og hærra. Talsmenn samfélagsábyrgðar hafa verið duglegir að vekja athygli á hryllilegum aðbúnaði starfsmanna, þrælahaldi bæði á fullorðnum og börnum, spillingu, umhverfismengun o.fl. Sem betur fer eru neytendur sífellt meðvitaðri um að þeir hafa bein áhrif á framleiðendur í gegnum neyslu sína. Fataiðnaðurinn hefur sætt mikilli gagnrýni, ekki síst vegna vatnssóunar og eiturefnanotkunar við meðhöndlun og litun á fataefnum. Fáar iðngreinar nota jafn mikið vatn auk þess að eiturefni sem notuð eru við litunina berast með menguðu vatni út í vistkerfið í kringum verksmiðjurnar, í húð starfsmanna og í húð neytenda. Hættulegustu eiturefnin eru PPD sem finnst í mestu magni í svörtum fötum og NPE sem Evrópusambandið hefur bannað notkun á en fyrirfinnst samt í flestum fötum sem við kaupum. Það er vegna þess að efnin eru yfirleitt keypt inn frá löndum sem leyfir notkun NPE við litun á efni. Sem betur fer þurfum við ekki að hætta alfarið að ganga í fötum af ótta við þessi eiturefni og önnur. Litaiðnaðurinn er að taka við sér og hefur náð árangri við minnkun vatnsnotkunar við litun efna og verið er að þróa leiðir til að lita efni án vatnsnotkunar með því að þrýsta litnum inn í efnið með miklum þrýstingi. Sú leið dugir þó aðeins á gerviefni en náttúruleg efni svo sem ull og bómull eyðileggjast við meðferðina. Einnig eru framleiðendur að skoða það að stíga aftur til fortíðar og lita efni eingöngu með náttúrulegum hráefnum. Endanleg lausn er ennþá ekki í sjónmáli en við getum kallað eftir úrbótum í gegnum kaupvenjur okkar.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun