Viðskipti innlent

Kolbeini boðið sæti í stjórn LBI

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kolbeinn Árnason hefur verið framkvæmdastjóri SFS undanfarin ár en hefur umtalsverða reynslu af störfum á fjármálamarkaði.
Kolbeinn Árnason hefur verið framkvæmdastjóri SFS undanfarin ár en hefur umtalsverða reynslu af störfum á fjármálamarkaði. Fréttablaðið/Vilhelm
Kolbeini Árnasyni, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, hefur verið boðið að taka sæti í stjórn LBI hf., eða gamla Landsbankans. Þetta staðfestir Kolbeinn í samtali við Fréttablaðið.

Fyrsti hluthafafundur eftir nauðasamninga hefur þó ekki farið fram og stjórnin ekki verið skipuð formlega.

Kolbeinn, sem er lögfræðingur að mennt, hefur reynslu af störfum á fjármálamarkaði. Hann starfaði hjá slitastjórn Kaupþings áður en hann tók við starfi framkvæmdastjóra SFS og starfaði einnig hjá Kaupþingi áður en skilanefnd var skipuð yfir bankann.

„Það er ekki búið að skipta um þannig að það sé komin ný stjórn. Það er ennþá verið að klára ýmis atriði nauðasamningsins,“ segir Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi LBI, í samtali við Fréttablaðið. Að nokkrum vikum liðnum muni svo ný stjórn taka við hjá félaginu.

Morgunblaðið greindi frá því í október að vilji kröfuhafa Kaupþings stæði til þess að hæstaréttarlögmennirnir Jóhannes Rúnar Jóhannsson og Óttar Pálsson myndu taka sæti í stjórn Kaupþings eftir nauðasamninga.

Í þriggja manna stjórn Glitnis situr enginn Íslendingur eftir samþykkt nauðasamninganna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×