Völd forseta Íslands Eva H. Baldursdóttir skrifar 12. febrúar 2016 07:00 Um alllangt skeið hafa fræðimenn, núverandi forseti, stjórnmálamenn og fleiri tekist á um hlutverk og völd forseta. Sitt sýnist hverjum og umræðan einkennist af lögfræðilegum vangaveltum, flokkapólitík og persónulegum skoðunum. Kjarninn í umræðunni er að hlutverk forseta er óskýrt samkvæmt íslenskum stjórnlögum og hefur verið undirorpið þróun á stjórnskipulegum vettvangi. Óvissa um hlutverk og völd forseta leiðir til þess að það er háð persónu hans og geðþótta hverju sinni hversu langt völd hans ná. Nærtækasta dæmið er málskotsréttur forseta til þjóðar um synjun eða samþykkt á frumvörpum frá Alþingi. Enga takmörkun er að finna á beitingu þess valds í stjórnarskránni, sem leiðir til þess að fræðilega getur forseti skotið fjárlögum til þjóðaratkvæðis. Hlutverk forseta í utanríkismálum er óskýrt en ekki er ljóst hvort hann er bundinn af utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar. Þá takast menn á um hvort forsetinn geti íhlutast til um stjórnarathafnir framkvæmdarvaldsins, sem hingað til hefur verið litið á sem hlutverk formlegs eðlis. Alvarleg togstreita gæti orðið við stjórn landsins ef einhver framantalinna atriða yrðu að veruleika. Forsetinn er einn einstaklingur. Hann er ekki bundinn skyldu til samráðs eða er inni í forsendum ákvarðana í einstaka málum. Þingmenn og ráðherrar hafa allajafna skyldur við tiltekinn hóp manna, svo sem þann flokk sem þeir tilheyra, stjórnsýslu og svo framvegis. Ráðherrar bera svo lagalega og pólitíska ábyrgð. Þá þarf a.m.k. 32 menn til að samþykkja lög auk þeirra sem að málum koma á fyrri stigum. Þróun embættis forseta Íslands hefur leitt til þess að það er ekki í takt stjórnskipan annarra evrópskra þingræðisríkja. Í Frakklandi, þar sem stjórnskipunin er kennd við forsetaræði, er svigrúm forseta til beitingar á málskotsrétti takmarkað bæði hvað varðar málaflokka og persónulegt athafnafrelsi. Ísland hefur talist til ríkja sem búa við hreint þingræði en spyrja má hvort þróun stjórnskipunarinnar skipi okkur meðal ríkja sem búa við forsetaræði. Er það sú skipan sem þjóðin vill? Í tillögum Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá var að finna margar góðar breytingar á embætti forseta t.d. að takmarka setu hans í embætti, breytingu á kjöri o.s.frv. Breytingar sem eru löngu tímabærar. Staða forsetaembættisins er aðeins ein önnur áminning um nauðsyn endurskoðunar á stjórnarskránni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Um alllangt skeið hafa fræðimenn, núverandi forseti, stjórnmálamenn og fleiri tekist á um hlutverk og völd forseta. Sitt sýnist hverjum og umræðan einkennist af lögfræðilegum vangaveltum, flokkapólitík og persónulegum skoðunum. Kjarninn í umræðunni er að hlutverk forseta er óskýrt samkvæmt íslenskum stjórnlögum og hefur verið undirorpið þróun á stjórnskipulegum vettvangi. Óvissa um hlutverk og völd forseta leiðir til þess að það er háð persónu hans og geðþótta hverju sinni hversu langt völd hans ná. Nærtækasta dæmið er málskotsréttur forseta til þjóðar um synjun eða samþykkt á frumvörpum frá Alþingi. Enga takmörkun er að finna á beitingu þess valds í stjórnarskránni, sem leiðir til þess að fræðilega getur forseti skotið fjárlögum til þjóðaratkvæðis. Hlutverk forseta í utanríkismálum er óskýrt en ekki er ljóst hvort hann er bundinn af utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar. Þá takast menn á um hvort forsetinn geti íhlutast til um stjórnarathafnir framkvæmdarvaldsins, sem hingað til hefur verið litið á sem hlutverk formlegs eðlis. Alvarleg togstreita gæti orðið við stjórn landsins ef einhver framantalinna atriða yrðu að veruleika. Forsetinn er einn einstaklingur. Hann er ekki bundinn skyldu til samráðs eða er inni í forsendum ákvarðana í einstaka málum. Þingmenn og ráðherrar hafa allajafna skyldur við tiltekinn hóp manna, svo sem þann flokk sem þeir tilheyra, stjórnsýslu og svo framvegis. Ráðherrar bera svo lagalega og pólitíska ábyrgð. Þá þarf a.m.k. 32 menn til að samþykkja lög auk þeirra sem að málum koma á fyrri stigum. Þróun embættis forseta Íslands hefur leitt til þess að það er ekki í takt stjórnskipan annarra evrópskra þingræðisríkja. Í Frakklandi, þar sem stjórnskipunin er kennd við forsetaræði, er svigrúm forseta til beitingar á málskotsrétti takmarkað bæði hvað varðar málaflokka og persónulegt athafnafrelsi. Ísland hefur talist til ríkja sem búa við hreint þingræði en spyrja má hvort þróun stjórnskipunarinnar skipi okkur meðal ríkja sem búa við forsetaræði. Er það sú skipan sem þjóðin vill? Í tillögum Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá var að finna margar góðar breytingar á embætti forseta t.d. að takmarka setu hans í embætti, breytingu á kjöri o.s.frv. Breytingar sem eru löngu tímabærar. Staða forsetaembættisins er aðeins ein önnur áminning um nauðsyn endurskoðunar á stjórnarskránni.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun