Alphabet verðmætasta hlutafélag veraldar Bjarki Ármannsson skrifar 1. febrúar 2016 22:09 Alphabet, móðurfélag Google, er verðmætasta hlutafélag heims. Þetta varð ljóst eftir að fyrirtækið tilkynnti um afkomu sína á síðasta ársfjórðungi í kvöld. Vísir/EPA Alphabet, móðurfélag Google, er verðmætasta hlutafélag heims. Þetta varð ljóst eftir að fyrirtækið tilkynnti um afkomu sína á síðasta ársfjórðungi í kvöld. Fyrirtækið er nú metið á 558 milljarða bandaríkjadala, nærri 73 þúsund milljarða íslenskra króna, og tekur þannig fram úr tölvurisanum Apple, sem áður tróndi á toppnum. Apple er metið á 535 milljarða bandaríkjadala eða rétt tæplega 70 þúsund milljarða íslenskra króna. Afkoma Alphabet er talsvert betri en sérfræðingar gerðu ráð fyrir, að því er kemur fram í samantekt vefmiðilsins TechChrunch. Í tilkynningu segir framkvæmdastjórinn Ruth Porat að stórauknar tekjur fyrirtækisins séu áralangri fjárfestingu í sviðum á borð við YouTube og leitarþjónustu fyrir snjalltæki að þakka. Tækni Tengdar fréttir Google borgaði Apple milljarð dala fyrir að vera fyrsta val á iPhone Fyrirtækin sem keppast á snjalltækjamarkaði eiga í ágætu viðskiptasambandi. 23. janúar 2016 20:01 Alphabet gæti orðið verðmætara en Apple Markaðsvirði Alphabet var einungis 4,4 prósent lægra en markaðsvirði Apple á föstudaginn. 1. febrúar 2016 14:40 Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Icelandair setur nokkur met Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Alphabet, móðurfélag Google, er verðmætasta hlutafélag heims. Þetta varð ljóst eftir að fyrirtækið tilkynnti um afkomu sína á síðasta ársfjórðungi í kvöld. Fyrirtækið er nú metið á 558 milljarða bandaríkjadala, nærri 73 þúsund milljarða íslenskra króna, og tekur þannig fram úr tölvurisanum Apple, sem áður tróndi á toppnum. Apple er metið á 535 milljarða bandaríkjadala eða rétt tæplega 70 þúsund milljarða íslenskra króna. Afkoma Alphabet er talsvert betri en sérfræðingar gerðu ráð fyrir, að því er kemur fram í samantekt vefmiðilsins TechChrunch. Í tilkynningu segir framkvæmdastjórinn Ruth Porat að stórauknar tekjur fyrirtækisins séu áralangri fjárfestingu í sviðum á borð við YouTube og leitarþjónustu fyrir snjalltæki að þakka.
Tækni Tengdar fréttir Google borgaði Apple milljarð dala fyrir að vera fyrsta val á iPhone Fyrirtækin sem keppast á snjalltækjamarkaði eiga í ágætu viðskiptasambandi. 23. janúar 2016 20:01 Alphabet gæti orðið verðmætara en Apple Markaðsvirði Alphabet var einungis 4,4 prósent lægra en markaðsvirði Apple á föstudaginn. 1. febrúar 2016 14:40 Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Icelandair setur nokkur met Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Google borgaði Apple milljarð dala fyrir að vera fyrsta val á iPhone Fyrirtækin sem keppast á snjalltækjamarkaði eiga í ágætu viðskiptasambandi. 23. janúar 2016 20:01
Alphabet gæti orðið verðmætara en Apple Markaðsvirði Alphabet var einungis 4,4 prósent lægra en markaðsvirði Apple á föstudaginn. 1. febrúar 2016 14:40