Vil ekki styggja mömmu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. febrúar 2016 09:45 Kristjón er búinn að skrifa nokkrar bækur og stefnir aftur á þá braut síðar. Fjölmiðlabransinn hefur átt hug hans síðustu ár en hann lítur á það spor sem hluta af rithöfundarferlinum. Vísir/ Anton Brink „Undanfarið hef ég óspart reynt að sannfæra sjálfan mig um að aldur sé bara tala en eftir því sem nær dregur hinni stóru stund hefur fjarað mjög undan þeirri sannfæringu,“ segir Kristjón Kormákur Guðjónsson, ritstjóri Pressunnar og DV.is, um fertugsafmælið í dag. Honum finnst erfitt að verða miðaldra – finnur samt engan mun. „Ég er ekki farinn að hækka í sjónvarpinu og heldur ekki kominn með vatnsglas á náttborðið,“ huggar hann sig við og vippar sér í alvarlegri gír. „Að öllu gamni slepptu þá eigum við að vera þakklát fyrir hvern dag sem við fáum að taka þátt í þessu samkvæmi og njóta stundanna með fjölskyldu og vinum.“ Kristjón býst við að drjúgur tími dagsins fari í að svara símtölum og kveðjum. Hann lýkur miklu lofsorði á samstarfsfólkið en kveðst þó munu beita sér fyrir því að þeir sem segi brandara á hans kostnað innan fyrirtækisins í dag verði umsvifalaust reknir. Þeir sem hrósa honum fyrir unglegt útlit gætu hins vegar átt von á stöðuhækkun síðar á árinu. Í kvöld er móðir hans, Elísabet Jökulsdóttir, skáld og forsetaframbjóðandi, búin að bjóða honum í mat. „Það er ekki hægt að skorast undan því þegar tilvonandi forseti boðar mann í heimsókn. Ég vil heldur ekki styggja mömmu ef hún skyldi vinna þessar kosningar svo mér verði nú boðið á Bessastaði reglulega,“ segir Kristjón sem stefnir á að bjóða sínum nánustu í gott partí síðar í vetur. „Svo treysti ég því að þú veljir unglegustu myndina af mér. Ég hótaði ljósmyndaranum mjög mikið, þú skalt ekki verða hissa þó hann komi dálítið bældur til baka.“ Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
„Undanfarið hef ég óspart reynt að sannfæra sjálfan mig um að aldur sé bara tala en eftir því sem nær dregur hinni stóru stund hefur fjarað mjög undan þeirri sannfæringu,“ segir Kristjón Kormákur Guðjónsson, ritstjóri Pressunnar og DV.is, um fertugsafmælið í dag. Honum finnst erfitt að verða miðaldra – finnur samt engan mun. „Ég er ekki farinn að hækka í sjónvarpinu og heldur ekki kominn með vatnsglas á náttborðið,“ huggar hann sig við og vippar sér í alvarlegri gír. „Að öllu gamni slepptu þá eigum við að vera þakklát fyrir hvern dag sem við fáum að taka þátt í þessu samkvæmi og njóta stundanna með fjölskyldu og vinum.“ Kristjón býst við að drjúgur tími dagsins fari í að svara símtölum og kveðjum. Hann lýkur miklu lofsorði á samstarfsfólkið en kveðst þó munu beita sér fyrir því að þeir sem segi brandara á hans kostnað innan fyrirtækisins í dag verði umsvifalaust reknir. Þeir sem hrósa honum fyrir unglegt útlit gætu hins vegar átt von á stöðuhækkun síðar á árinu. Í kvöld er móðir hans, Elísabet Jökulsdóttir, skáld og forsetaframbjóðandi, búin að bjóða honum í mat. „Það er ekki hægt að skorast undan því þegar tilvonandi forseti boðar mann í heimsókn. Ég vil heldur ekki styggja mömmu ef hún skyldi vinna þessar kosningar svo mér verði nú boðið á Bessastaði reglulega,“ segir Kristjón sem stefnir á að bjóða sínum nánustu í gott partí síðar í vetur. „Svo treysti ég því að þú veljir unglegustu myndina af mér. Ég hótaði ljósmyndaranum mjög mikið, þú skalt ekki verða hissa þó hann komi dálítið bældur til baka.“
Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira