Vil ekki styggja mömmu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. febrúar 2016 09:45 Kristjón er búinn að skrifa nokkrar bækur og stefnir aftur á þá braut síðar. Fjölmiðlabransinn hefur átt hug hans síðustu ár en hann lítur á það spor sem hluta af rithöfundarferlinum. Vísir/ Anton Brink „Undanfarið hef ég óspart reynt að sannfæra sjálfan mig um að aldur sé bara tala en eftir því sem nær dregur hinni stóru stund hefur fjarað mjög undan þeirri sannfæringu,“ segir Kristjón Kormákur Guðjónsson, ritstjóri Pressunnar og DV.is, um fertugsafmælið í dag. Honum finnst erfitt að verða miðaldra – finnur samt engan mun. „Ég er ekki farinn að hækka í sjónvarpinu og heldur ekki kominn með vatnsglas á náttborðið,“ huggar hann sig við og vippar sér í alvarlegri gír. „Að öllu gamni slepptu þá eigum við að vera þakklát fyrir hvern dag sem við fáum að taka þátt í þessu samkvæmi og njóta stundanna með fjölskyldu og vinum.“ Kristjón býst við að drjúgur tími dagsins fari í að svara símtölum og kveðjum. Hann lýkur miklu lofsorði á samstarfsfólkið en kveðst þó munu beita sér fyrir því að þeir sem segi brandara á hans kostnað innan fyrirtækisins í dag verði umsvifalaust reknir. Þeir sem hrósa honum fyrir unglegt útlit gætu hins vegar átt von á stöðuhækkun síðar á árinu. Í kvöld er móðir hans, Elísabet Jökulsdóttir, skáld og forsetaframbjóðandi, búin að bjóða honum í mat. „Það er ekki hægt að skorast undan því þegar tilvonandi forseti boðar mann í heimsókn. Ég vil heldur ekki styggja mömmu ef hún skyldi vinna þessar kosningar svo mér verði nú boðið á Bessastaði reglulega,“ segir Kristjón sem stefnir á að bjóða sínum nánustu í gott partí síðar í vetur. „Svo treysti ég því að þú veljir unglegustu myndina af mér. Ég hótaði ljósmyndaranum mjög mikið, þú skalt ekki verða hissa þó hann komi dálítið bældur til baka.“ Mest lesið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fleiri fréttir Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Sjá meira
„Undanfarið hef ég óspart reynt að sannfæra sjálfan mig um að aldur sé bara tala en eftir því sem nær dregur hinni stóru stund hefur fjarað mjög undan þeirri sannfæringu,“ segir Kristjón Kormákur Guðjónsson, ritstjóri Pressunnar og DV.is, um fertugsafmælið í dag. Honum finnst erfitt að verða miðaldra – finnur samt engan mun. „Ég er ekki farinn að hækka í sjónvarpinu og heldur ekki kominn með vatnsglas á náttborðið,“ huggar hann sig við og vippar sér í alvarlegri gír. „Að öllu gamni slepptu þá eigum við að vera þakklát fyrir hvern dag sem við fáum að taka þátt í þessu samkvæmi og njóta stundanna með fjölskyldu og vinum.“ Kristjón býst við að drjúgur tími dagsins fari í að svara símtölum og kveðjum. Hann lýkur miklu lofsorði á samstarfsfólkið en kveðst þó munu beita sér fyrir því að þeir sem segi brandara á hans kostnað innan fyrirtækisins í dag verði umsvifalaust reknir. Þeir sem hrósa honum fyrir unglegt útlit gætu hins vegar átt von á stöðuhækkun síðar á árinu. Í kvöld er móðir hans, Elísabet Jökulsdóttir, skáld og forsetaframbjóðandi, búin að bjóða honum í mat. „Það er ekki hægt að skorast undan því þegar tilvonandi forseti boðar mann í heimsókn. Ég vil heldur ekki styggja mömmu ef hún skyldi vinna þessar kosningar svo mér verði nú boðið á Bessastaði reglulega,“ segir Kristjón sem stefnir á að bjóða sínum nánustu í gott partí síðar í vetur. „Svo treysti ég því að þú veljir unglegustu myndina af mér. Ég hótaði ljósmyndaranum mjög mikið, þú skalt ekki verða hissa þó hann komi dálítið bældur til baka.“
Mest lesið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fleiri fréttir Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Sjá meira