Þröstur, Kosovo og Krím Haukur Jóhannsson skrifar 16. febrúar 2016 00:00 Þröstur Ólafsson hagfræðingur skrifar í Fréttablaðið föstudaginn 5. febrúar sl. hugvekju til að brýna fyrir mönnum að óheimilt sé „að breyta landamærum fullvalda ríkja í Evrópu, nema með fullu samþykki viðkomandi ríkja“, og „að ríkin sem slík yrðu að samþykkja breytt landamæri, ekki einstaka þjóðflokkar innan landamæra ríkja.“Kosovo Kosovo er landlukt svæði í Evrópu, á Balkanskaga, að stærð á við tíunda hluta Íslands, íbúar tæpar 2 milljónir. Héraðið liggur að Albaníu en hefur verið hluti af Serbíu frá því á miðöldum. Á tímum Júgóslavíu flykktust Albanir til Kosovo, og við upplausn ríkjasambandsins kom þar til þjóðernisátaka. Serbía hafði lögsögu í héraðinu sem fullvalda ríki, en gekk illa að stilla til friðar. Undir forystu BNA og með samþykki Íslands, en án atbeina öryggisráðs SÞ og í beinni andstöðu við serbnesk stjórnvöld og bandamenn þeirra, náði NATO yfirráðum yfir héraðinu árið 1999 eftir 80 daga reglulegar loftárásir á „hernaðarleg mannvirki“ víðsvegar um Serbíu, svo sem sjónvarpsstöð í Belgrad og kínverska sendiráðið. Í ályktun Öryggisráðs SÞ nr.1244 frá 10. júní 1999 er staðfest að Kosovo sé sjálfstjórnarsvæði innan lýðveldisins Júgóslavíu, sem síðar varð lýðveldið Serbía. Engu að síður var einhliða lýst yfir sjálfstæði Kosovo 17. febrúar 2008, og í júní 2015 höfðu 108 ríki SÞ viðurkennt héraðið sem sjálfstætt ríki; hin ríkin 85, þar á meðal Serbía, Rússland og Kína, telja Kosovo ennþá hérað í Serbíu.Krím Krímskagi er í Evrópu og gengur suður í Svartahaf, hann er um það bil fjórðungur af Íslandi að flatarmáli, íbúar innan við tvær og hálf milljón. Árið 2001 voru 58% Krímverja Rússar, 24% Úkraínumenn og 12% tatarar. Ýmsir réðu ríkjum á skaganum allt til 1783, þegar hann varð hluti Rússaveldis. Eftir byltingu 1917 varð Krím hluti af Rússneska sovét-sambandslýðveldinu. Árið 1954 voru liðin 300 ár frá því Úkraína varð hluti af Rússaveldi. Þá beitti Nikita Khrúsjsov sér fyrir því að Krímskaginn var fluttur í lögsögu Úkraínska sovétlýðveldisins; þess var þó ekki gætt að fara að stjórnarskrá Sovétríkjanna. Krím varð sjálfstjórnarlýðveldi innan Úkraínu þegar hún fékk sjálfstæði 1991. Árið 1992 samþykkti Æðsta ráð Rússlands að flutningur Krím til Úkraínu hefði verið ólöglegur. Stjórnvöld kjörin á Krím 1994 hétu því að skila skaganum til Rússlands, en ekki varð af. Í samningi frá 1997 (á niðurlægingartíma Rússlands undir stjórn Jeltsíns) viðurkenndi Rússneska sambandslýðveldið svo að Krím væri hluti Úkraínu; hinsvegar voru áhöld um hvort Sevastopol fylgdi með, en þar eru aðalstöðvar rússneska svartahafsflotans. Eftir að löglega kjörnum forseta Úkraínu var velt úr sessi með blóðugum óeirðum snemma árs 2014, ný valdaránsstjórn hafði hrifsað völdin í Kænugarði og bannað rússnesku sem opinbert mál innan landsins, þá risu menn upp í austurhéruðunum, þar sem flestir tala rússnesku, og neituðu yfirstjórn valdaránsmanna. Kænugarðsstjórn fór síðan með mannskæðum hernaði gegn þessum löndum sínum. Krímverjum tókst að komast hjá blóðsúthellingum, enda gengu flestir hermenn kænugarðsstjórnar sem sendir voru gegn þeim til liðs við þá. Þjóðaratkvæðagreiðsla var haldin um framtíð skagans, og erlendum eftirlitsaðilum boðið að fylgjast með. Því var hafnað. Af þeim sem kusu greiddu langflestir atkvæði með sameiningu við Rússland. Hví ættu reglur um landamæri fullvalda ríkja að eiga við um Krím, en ekki um Kosovo? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Sjá meira
Þröstur Ólafsson hagfræðingur skrifar í Fréttablaðið föstudaginn 5. febrúar sl. hugvekju til að brýna fyrir mönnum að óheimilt sé „að breyta landamærum fullvalda ríkja í Evrópu, nema með fullu samþykki viðkomandi ríkja“, og „að ríkin sem slík yrðu að samþykkja breytt landamæri, ekki einstaka þjóðflokkar innan landamæra ríkja.“Kosovo Kosovo er landlukt svæði í Evrópu, á Balkanskaga, að stærð á við tíunda hluta Íslands, íbúar tæpar 2 milljónir. Héraðið liggur að Albaníu en hefur verið hluti af Serbíu frá því á miðöldum. Á tímum Júgóslavíu flykktust Albanir til Kosovo, og við upplausn ríkjasambandsins kom þar til þjóðernisátaka. Serbía hafði lögsögu í héraðinu sem fullvalda ríki, en gekk illa að stilla til friðar. Undir forystu BNA og með samþykki Íslands, en án atbeina öryggisráðs SÞ og í beinni andstöðu við serbnesk stjórnvöld og bandamenn þeirra, náði NATO yfirráðum yfir héraðinu árið 1999 eftir 80 daga reglulegar loftárásir á „hernaðarleg mannvirki“ víðsvegar um Serbíu, svo sem sjónvarpsstöð í Belgrad og kínverska sendiráðið. Í ályktun Öryggisráðs SÞ nr.1244 frá 10. júní 1999 er staðfest að Kosovo sé sjálfstjórnarsvæði innan lýðveldisins Júgóslavíu, sem síðar varð lýðveldið Serbía. Engu að síður var einhliða lýst yfir sjálfstæði Kosovo 17. febrúar 2008, og í júní 2015 höfðu 108 ríki SÞ viðurkennt héraðið sem sjálfstætt ríki; hin ríkin 85, þar á meðal Serbía, Rússland og Kína, telja Kosovo ennþá hérað í Serbíu.Krím Krímskagi er í Evrópu og gengur suður í Svartahaf, hann er um það bil fjórðungur af Íslandi að flatarmáli, íbúar innan við tvær og hálf milljón. Árið 2001 voru 58% Krímverja Rússar, 24% Úkraínumenn og 12% tatarar. Ýmsir réðu ríkjum á skaganum allt til 1783, þegar hann varð hluti Rússaveldis. Eftir byltingu 1917 varð Krím hluti af Rússneska sovét-sambandslýðveldinu. Árið 1954 voru liðin 300 ár frá því Úkraína varð hluti af Rússaveldi. Þá beitti Nikita Khrúsjsov sér fyrir því að Krímskaginn var fluttur í lögsögu Úkraínska sovétlýðveldisins; þess var þó ekki gætt að fara að stjórnarskrá Sovétríkjanna. Krím varð sjálfstjórnarlýðveldi innan Úkraínu þegar hún fékk sjálfstæði 1991. Árið 1992 samþykkti Æðsta ráð Rússlands að flutningur Krím til Úkraínu hefði verið ólöglegur. Stjórnvöld kjörin á Krím 1994 hétu því að skila skaganum til Rússlands, en ekki varð af. Í samningi frá 1997 (á niðurlægingartíma Rússlands undir stjórn Jeltsíns) viðurkenndi Rússneska sambandslýðveldið svo að Krím væri hluti Úkraínu; hinsvegar voru áhöld um hvort Sevastopol fylgdi með, en þar eru aðalstöðvar rússneska svartahafsflotans. Eftir að löglega kjörnum forseta Úkraínu var velt úr sessi með blóðugum óeirðum snemma árs 2014, ný valdaránsstjórn hafði hrifsað völdin í Kænugarði og bannað rússnesku sem opinbert mál innan landsins, þá risu menn upp í austurhéruðunum, þar sem flestir tala rússnesku, og neituðu yfirstjórn valdaránsmanna. Kænugarðsstjórn fór síðan með mannskæðum hernaði gegn þessum löndum sínum. Krímverjum tókst að komast hjá blóðsúthellingum, enda gengu flestir hermenn kænugarðsstjórnar sem sendir voru gegn þeim til liðs við þá. Þjóðaratkvæðagreiðsla var haldin um framtíð skagans, og erlendum eftirlitsaðilum boðið að fylgjast með. Því var hafnað. Af þeim sem kusu greiddu langflestir atkvæði með sameiningu við Rússland. Hví ættu reglur um landamæri fullvalda ríkja að eiga við um Krím, en ekki um Kosovo?
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun