„Til Íslands, sem þorði er aðrir þögðu“ Jakob Frímann Magnússon skrifar 23. janúar 2016 07:00 Ofangreind setning var letruð í steinblokk víggirðingar til varnar Rauða hernum sovéska, sem reist var umhverfis litháíska þingið í janúar 1991 – fyrir réttum 25 árum. Landsbergis, forseti Litháenþings, sendi 12. janúar 1991 út neyðarkall til utanríkisráðherra grannríkja og NATO-ríkja með áskorun um atfylgi við að stöðva blóðbaðið sem fyrirsjáanlegt var og kostaði a.m.k. 15 mannslíf á þeim sama sólarhring. Einungis einn utanríkisráðherra brást við kallinu og mætti tafarlaust á vettvang þar sem hann lýsti eindregnum stuðningi við kröfu Eystrasaltsríkja um að losna undan ólögmætu áratuga oki Sovétríkjanna. Þetta var utanríkisráðherra Íslands, Jón Baldvin Hannibalsson, sem hélt eftirminnilega ræðu á 500.000 manna útifundi í Vilníus. Hann ferðaðist síðan til höfuðborga hinna Eystrasaltsríkjanna, flutti ræður og sat fjölmarga fréttamannafundi, auk þess að leika lykilhlutverk í að vekja athygli heimspressunnar á málinu. Hann beitti sér og fyrir áskorun ríkisstjórnar Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að grípa tafarlaust inn í þessa atburðarás. Jón Baldvin hafði reyndar orðið þjóðunum við Eystrasalt vel kunnur fyrir framgöngu sína á Kaupmannahafnarráðstefnu OSCE, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, 6. júní árið áður, er utanríkisráðherrar þeirra þjóða voru gerðir afturreka og varnað máls sökum mótmæla Sovétríkjanna. Eftir þá ráðstefnu lá ljóst fyrir að Ísland var í raun eini bandamaðurinn og Jón Baldvin eini vinurinn sem þyrði að ganga fram fyrir skjöldu og styðja þessa vini okkar í verki. Lét hann þar hvorki hótanir um viðskiptaþvinganir né annað stöðva sig. Við tók NATÓ-fundur í Brussel 21. ágúst þar sem Jón Baldvin talaði máli Eystrasaltsþjóða og benti á að stefna Vesturvelda í þessum efnum væri hrunin, Gorbachev fallinn og að viðurkenna bæri kröfu Eystrasaltsþjóðanna tafarlaust. Hlaut sá málflutningur engar undirtektir. Boðaði hann þá þegar til utanríkisráðherrafundar Eystrasaltsríkja í Höfða 26. ágúst og degi síðar tóku Danir undir kröfur Íslendinga. Hófst þá óstöðvandi ferli er leiddi til viðurkenningar Evrópusambandsríkja nokkrum dögum síðar, þá Bandaríkjanna og loks Sovétríkjanna sjálfra. Margvíslegar viðurkenningar spegla þakklæti þessara ríkja í garð Íslendinga, s.s. Íslandsgatan í Vilníus, Íslandstorgið í Tallin, Minnisvarðinn um frelsið sem Lettar reistu í sjónmáli við sovéska sendiráðið hér í Reykjavík, sú staðreynd að Jón Baldvin verður gerður að heiðursdoktor háskóla í Vilnius 11. febrúar nk. og að efnt hefur verið til sérstakrar sýningar fyrir þingmenn Evrópuþingsins í komandi viku á nýrri verðlaunamynd Ólafs Rögnvaldssonar o.fl. um þetta mál sem Sjónvarpið sýndi þann 12. janúar sl. og ber hið viðeigandi heiti; „Þeir sem þora“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Sjá meira
Ofangreind setning var letruð í steinblokk víggirðingar til varnar Rauða hernum sovéska, sem reist var umhverfis litháíska þingið í janúar 1991 – fyrir réttum 25 árum. Landsbergis, forseti Litháenþings, sendi 12. janúar 1991 út neyðarkall til utanríkisráðherra grannríkja og NATO-ríkja með áskorun um atfylgi við að stöðva blóðbaðið sem fyrirsjáanlegt var og kostaði a.m.k. 15 mannslíf á þeim sama sólarhring. Einungis einn utanríkisráðherra brást við kallinu og mætti tafarlaust á vettvang þar sem hann lýsti eindregnum stuðningi við kröfu Eystrasaltsríkja um að losna undan ólögmætu áratuga oki Sovétríkjanna. Þetta var utanríkisráðherra Íslands, Jón Baldvin Hannibalsson, sem hélt eftirminnilega ræðu á 500.000 manna útifundi í Vilníus. Hann ferðaðist síðan til höfuðborga hinna Eystrasaltsríkjanna, flutti ræður og sat fjölmarga fréttamannafundi, auk þess að leika lykilhlutverk í að vekja athygli heimspressunnar á málinu. Hann beitti sér og fyrir áskorun ríkisstjórnar Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að grípa tafarlaust inn í þessa atburðarás. Jón Baldvin hafði reyndar orðið þjóðunum við Eystrasalt vel kunnur fyrir framgöngu sína á Kaupmannahafnarráðstefnu OSCE, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, 6. júní árið áður, er utanríkisráðherrar þeirra þjóða voru gerðir afturreka og varnað máls sökum mótmæla Sovétríkjanna. Eftir þá ráðstefnu lá ljóst fyrir að Ísland var í raun eini bandamaðurinn og Jón Baldvin eini vinurinn sem þyrði að ganga fram fyrir skjöldu og styðja þessa vini okkar í verki. Lét hann þar hvorki hótanir um viðskiptaþvinganir né annað stöðva sig. Við tók NATÓ-fundur í Brussel 21. ágúst þar sem Jón Baldvin talaði máli Eystrasaltsþjóða og benti á að stefna Vesturvelda í þessum efnum væri hrunin, Gorbachev fallinn og að viðurkenna bæri kröfu Eystrasaltsþjóðanna tafarlaust. Hlaut sá málflutningur engar undirtektir. Boðaði hann þá þegar til utanríkisráðherrafundar Eystrasaltsríkja í Höfða 26. ágúst og degi síðar tóku Danir undir kröfur Íslendinga. Hófst þá óstöðvandi ferli er leiddi til viðurkenningar Evrópusambandsríkja nokkrum dögum síðar, þá Bandaríkjanna og loks Sovétríkjanna sjálfra. Margvíslegar viðurkenningar spegla þakklæti þessara ríkja í garð Íslendinga, s.s. Íslandsgatan í Vilníus, Íslandstorgið í Tallin, Minnisvarðinn um frelsið sem Lettar reistu í sjónmáli við sovéska sendiráðið hér í Reykjavík, sú staðreynd að Jón Baldvin verður gerður að heiðursdoktor háskóla í Vilnius 11. febrúar nk. og að efnt hefur verið til sérstakrar sýningar fyrir þingmenn Evrópuþingsins í komandi viku á nýrri verðlaunamynd Ólafs Rögnvaldssonar o.fl. um þetta mál sem Sjónvarpið sýndi þann 12. janúar sl. og ber hið viðeigandi heiti; „Þeir sem þora“.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun