Viðskipti innlent

Rúmlega tvöföldun í fjölda gistirýma á Airbnb

Sæunn Gísladóttir skrifar
Tæplega fjögur þúsund gistirými á Íslandi eru nú auglýst á Airbnb.
Tæplega fjögur þúsund gistirými á Íslandi eru nú auglýst á Airbnb. Vísir/GVA
Fjöldi gistirýma sem auglýst eru á Íslandi til skammtímaleigu á vef Airbnb hefur rúmlega tvöfaldast á einu ári. Í dag eru 3.903 auglýsingar á íslenskum gistirýmum, samanborið við sautján hundruð í byrjun síðasta árs. Þessu greinir Túristi frá.

Á síðustu þremur mánuðum hefur þeim fjölgað um tíu prósent, eða úr 3.547 rýmum í 3.903 rými. Til samanburðar má nefna að 320 herbergi eru á Fosshóteli sem er stærsta hótel landsins. 

Túristi bendir á að fyrirtækið býður fleiri gistirými en stærstu hótelkeðjur landsins samanlagt. 


Tengdar fréttir

Flókið regluverk ekki afsökun fyrir því að brjóta lög

Samtök ferðaþjónustunnar segja jákvætt að reglur séu einfaldaðar fyrir fólk sem leigi heimili sín tímabundið á airbnb. Skýlaus krafa sé hinsvegar að þeir sem hafi atvinnu af því að hýsa ferðamenn sæti sömu reglum og hótelin.

Fjögur prósent íbúða leigð túristum

Um fjögur prósent allra íbúða í Reykjavík eru í útleigu til ferðamanna samkvæmt nýrri skýrslu sem Háskólinn á Bifröst kynnti fyrir iðnaðar- og viðskiptaráðherra í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×