Norskt skipafélag í vanda: Milljarðalán íslensku bankanna í húfi ingvar haraldsson skrifar 7. janúar 2016 07:15 Leggja hefur þurft fjölmörgum norskum þjónustuskipum við olíuiðnaðinn vegna lágs olíuverðs. vísir/ap Havila Shipping, norskt skipafélag, sem Íslandsbanki og Arion banki hafa lánað jafnvirði 8 milljarða íslenskra króna, á í miklum rekstrarvandræðum. Fyrirtækið, sem sérhæfir sig í þjónustu við olíu- og gasvinnslu, tilkynnti á þriðjudaginn að það hefði komist að samkomulagi við lánardrottna sína um að lengja í lánum og seinka afborgunum. Í tilkynningunni kom fram að núverandi tekjur félagsins dygðu ekki til þess að greiða af öllum lánum þess og ekki væri útlit fyrir að markaðsaðstæður myndu lagast á næstunni. Samkomulagið ætti að tryggja félaginu nægt laust fé út árið 2018. Olíuþjónustuiðnaðurinn í Noregi og víðar hefur verið í djúpri kreppu frá því að olíuverð tók að falla sumarið 2014. Leggja hefur þurft fjölmörgum olíuþjónustuskipum. Í gær hafði tunna af Brent-hráolíu ekki verið ódýrari síðan árið 2004. Tunnan kostaði yfir 115 bandaríkjadali í júní 2014 en kostar nú undir 35 Bandaríkjadölum. Íslandsbanki lánaði fyrirtækinu 130 milljónir norskra króna í árslok 2013, sem voru þá jafnvirði um 2,5 milljarða íslenskra króna. Arion banki lánaði félaginu 300 milljónir norskra króna sumarið 2014 sem þá voru jafnvirði 5,5 milljarða íslenskra króna. Hlutabréf í Havila hafa lækkað um meira en 90 prósent frá því íslensku bankarnir lánaðu fyrirtækinu.Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka, segir bankann hluti af samkomulaginu Havila við lánadrottna.mynd/arion bankiHaraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka, sagði bankann hluta af samkomulaginu. Bankinn væri að liðka til í skilmálum eins og aðrir lánveitendur. Hann vísaði að öðru leyti í tilkynningu Havila. Íslandsbanki vísaði á sömu tilkynningu þegar viðbragða þar var leitað. Samkomulag Havila við lánardrottna felur í sér að lengt verði í lánum og afborgunum þeirra seinkað þannig að fyrirtækið muni borga 2,2 milljarða íslenskra króna í afborganir lána í stað 7,8 milljarða íslenskra króna á árunum 2016-2018 miðað við núverandi gengi. Samkomulagið er þó háð samþykki eigenda skuldabréfa sem Havila hefur gefið út og að 200 milljónir norskra króna, jafnvirði tæplega 3 milljarða íslenskra króna, af nýju hlutafé verði settar í félagið.Fyrrverandi stjórnarmaður í Fáfni eigandi HavilaHavila Shipping er að meirihluta í eigu Sævik-útgerðarfjölskyldunnar, sömu fjölskyldu og á meirihluta í Havyard, skipasmíðastöðinni sem byggt hefur skip íslenska félagsins Fáfnis Offshore og á hlut í Fáfni. Per Rolf Sævik, sem segja má að sé höfuð fjölskyldunnar, sat í stjórn Fáfnis þar til í nóvember á síðasta ári. Tengdar fréttir Telur Fáfni geta misst eina verkefni sitt eftir uppsögn Steingríms Bjarni Ármansson er ekki lengur stjórnarformaður Fáfnis en hann tók við starfinu síðasta sumar. 5. janúar 2016 08:00 Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Havila Shipping, norskt skipafélag, sem Íslandsbanki og Arion banki hafa lánað jafnvirði 8 milljarða íslenskra króna, á í miklum rekstrarvandræðum. Fyrirtækið, sem sérhæfir sig í þjónustu við olíu- og gasvinnslu, tilkynnti á þriðjudaginn að það hefði komist að samkomulagi við lánardrottna sína um að lengja í lánum og seinka afborgunum. Í tilkynningunni kom fram að núverandi tekjur félagsins dygðu ekki til þess að greiða af öllum lánum þess og ekki væri útlit fyrir að markaðsaðstæður myndu lagast á næstunni. Samkomulagið ætti að tryggja félaginu nægt laust fé út árið 2018. Olíuþjónustuiðnaðurinn í Noregi og víðar hefur verið í djúpri kreppu frá því að olíuverð tók að falla sumarið 2014. Leggja hefur þurft fjölmörgum olíuþjónustuskipum. Í gær hafði tunna af Brent-hráolíu ekki verið ódýrari síðan árið 2004. Tunnan kostaði yfir 115 bandaríkjadali í júní 2014 en kostar nú undir 35 Bandaríkjadölum. Íslandsbanki lánaði fyrirtækinu 130 milljónir norskra króna í árslok 2013, sem voru þá jafnvirði um 2,5 milljarða íslenskra króna. Arion banki lánaði félaginu 300 milljónir norskra króna sumarið 2014 sem þá voru jafnvirði 5,5 milljarða íslenskra króna. Hlutabréf í Havila hafa lækkað um meira en 90 prósent frá því íslensku bankarnir lánaðu fyrirtækinu.Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka, segir bankann hluti af samkomulaginu Havila við lánadrottna.mynd/arion bankiHaraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka, sagði bankann hluta af samkomulaginu. Bankinn væri að liðka til í skilmálum eins og aðrir lánveitendur. Hann vísaði að öðru leyti í tilkynningu Havila. Íslandsbanki vísaði á sömu tilkynningu þegar viðbragða þar var leitað. Samkomulag Havila við lánardrottna felur í sér að lengt verði í lánum og afborgunum þeirra seinkað þannig að fyrirtækið muni borga 2,2 milljarða íslenskra króna í afborganir lána í stað 7,8 milljarða íslenskra króna á árunum 2016-2018 miðað við núverandi gengi. Samkomulagið er þó háð samþykki eigenda skuldabréfa sem Havila hefur gefið út og að 200 milljónir norskra króna, jafnvirði tæplega 3 milljarða íslenskra króna, af nýju hlutafé verði settar í félagið.Fyrrverandi stjórnarmaður í Fáfni eigandi HavilaHavila Shipping er að meirihluta í eigu Sævik-útgerðarfjölskyldunnar, sömu fjölskyldu og á meirihluta í Havyard, skipasmíðastöðinni sem byggt hefur skip íslenska félagsins Fáfnis Offshore og á hlut í Fáfni. Per Rolf Sævik, sem segja má að sé höfuð fjölskyldunnar, sat í stjórn Fáfnis þar til í nóvember á síðasta ári.
Tengdar fréttir Telur Fáfni geta misst eina verkefni sitt eftir uppsögn Steingríms Bjarni Ármansson er ekki lengur stjórnarformaður Fáfnis en hann tók við starfinu síðasta sumar. 5. janúar 2016 08:00 Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Telur Fáfni geta misst eina verkefni sitt eftir uppsögn Steingríms Bjarni Ármansson er ekki lengur stjórnarformaður Fáfnis en hann tók við starfinu síðasta sumar. 5. janúar 2016 08:00