Skotsýning hjá Helenu Sverrisdóttur í Hveragerði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2016 20:47 Helena Sverrisdóttir. Vísir/Stefán Helena Sverrisdóttir hélt upp á útnefningu sína sem besti leikmaður fyrri hluta Domino´s deildar kvenna í körfubolta með því að eiga stóraleik í Hveragerði í kvöld. Haukakonur héldu stöðu sinni á toppnum með 43 stiga sigri á Hamar, 90-48. Helena var með 28 stig á 22 mínútum og hitti úr 11 af 14 skotum sínum. Helena nýtti meðal annars öllum fimm þriggja stiga skotin sín í leiknum. Helena lét sér ekki nægja að skora öll þessi stig því hún var einnig með 9 fráköst, 6 stoðsendingar og 6 stolna bolta. María Lind Sigurðardóttir skoraði 17 stig fyrir Hauka og Sólrún Inga Gísladóttir bætti við 14 stigum en níu þeirra komu í fyrsta leikhlutanum. Hamarsliðið rak bandaríska leikmann sinn um jólin og mætti kanalaust til leiks á móti toppliðinu. Hamarsstelpur máttu sín því lítils á móti Haukum þótt Hafnarfjarðarliðið sé ekki með bandarískan leikmann í sínum röðum. Ali Ford kemur í staðinn fyrir Suriya McGuire en hún gat ekki náð leiknum á móti Haukum í kvöld. Botnlið deildarinnar mátti alls ekki við þessu og átti aldrei möguleika í leiknum. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir átti flottan leik fyrir Hamar í kvöld og endaði með 21 stig og 12 fráköst. Haukaliðið komst í 5-0, 15-1 og 23-9 en var síðan tuttugu stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 31-11. Hamarskonur héldu í við Haukaliðið í öðrum leikhlutanum sem endaði 15-14 fyrir Hamarsliðið. Haukaliðið var því nítján stigum yfir í hálfleik, 45-26. Helena var komin með 15 stig í hálfleik en hún skoraði 13 stig í þriðja leikhlutanum sem Haukaliðið vann 24-17. Eftir það var aðeins spurning um hversu stór sigurinn yrði.Hamar-Haukar 48-90 (11-31, 15-14, 17-24, 5-21)Hamar: Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 21/12 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 8, Heiða Björg Valdimarsdóttir 7, Nína Jenný Kristjánsdóttir 7/6 fráköst, Jenný Harðardóttir 3, Karen Munda Jónsdóttir 2.Haukar: Helena Sverrisdóttir 28/9 fráköst/6 stoðsendingar/6 stolnir, María Lind Sigurðardóttir 17/7 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 14/4 fráköst/5 stolnir, Þóra Kristín Jónsdóttir 10/5 fráköst/5 stoðsendingar, Pálína María Gunnlaugsdóttir 5, Rósa Björk Pétursdóttir 4, Auður Íris Ólafsdóttir 3, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 3/4 fráköst, Hanna Þráinsdóttir 2, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 2/5 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München Sjá meira
Helena Sverrisdóttir hélt upp á útnefningu sína sem besti leikmaður fyrri hluta Domino´s deildar kvenna í körfubolta með því að eiga stóraleik í Hveragerði í kvöld. Haukakonur héldu stöðu sinni á toppnum með 43 stiga sigri á Hamar, 90-48. Helena var með 28 stig á 22 mínútum og hitti úr 11 af 14 skotum sínum. Helena nýtti meðal annars öllum fimm þriggja stiga skotin sín í leiknum. Helena lét sér ekki nægja að skora öll þessi stig því hún var einnig með 9 fráköst, 6 stoðsendingar og 6 stolna bolta. María Lind Sigurðardóttir skoraði 17 stig fyrir Hauka og Sólrún Inga Gísladóttir bætti við 14 stigum en níu þeirra komu í fyrsta leikhlutanum. Hamarsliðið rak bandaríska leikmann sinn um jólin og mætti kanalaust til leiks á móti toppliðinu. Hamarsstelpur máttu sín því lítils á móti Haukum þótt Hafnarfjarðarliðið sé ekki með bandarískan leikmann í sínum röðum. Ali Ford kemur í staðinn fyrir Suriya McGuire en hún gat ekki náð leiknum á móti Haukum í kvöld. Botnlið deildarinnar mátti alls ekki við þessu og átti aldrei möguleika í leiknum. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir átti flottan leik fyrir Hamar í kvöld og endaði með 21 stig og 12 fráköst. Haukaliðið komst í 5-0, 15-1 og 23-9 en var síðan tuttugu stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 31-11. Hamarskonur héldu í við Haukaliðið í öðrum leikhlutanum sem endaði 15-14 fyrir Hamarsliðið. Haukaliðið var því nítján stigum yfir í hálfleik, 45-26. Helena var komin með 15 stig í hálfleik en hún skoraði 13 stig í þriðja leikhlutanum sem Haukaliðið vann 24-17. Eftir það var aðeins spurning um hversu stór sigurinn yrði.Hamar-Haukar 48-90 (11-31, 15-14, 17-24, 5-21)Hamar: Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 21/12 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 8, Heiða Björg Valdimarsdóttir 7, Nína Jenný Kristjánsdóttir 7/6 fráköst, Jenný Harðardóttir 3, Karen Munda Jónsdóttir 2.Haukar: Helena Sverrisdóttir 28/9 fráköst/6 stoðsendingar/6 stolnir, María Lind Sigurðardóttir 17/7 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 14/4 fráköst/5 stolnir, Þóra Kristín Jónsdóttir 10/5 fráköst/5 stoðsendingar, Pálína María Gunnlaugsdóttir 5, Rósa Björk Pétursdóttir 4, Auður Íris Ólafsdóttir 3, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 3/4 fráköst, Hanna Þráinsdóttir 2, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 2/5 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München Sjá meira