Steinunn sér ekkert athugunarvert við 842 milljóna þóknun Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. febrúar 2013 15:00 Steinunn Guðbjartsdóttir og Páll Eiríksson í slitastjórn Glitnis banka. „Miðað við umfang þrotabúsins er þetta mjög sambærilegt við tímagjald sem aðrar slitastjórnir á landinu hafa verið með," segir Steinunn Guðbjartsdóttir í slitastjórn Glitnis um laun sín, en hún og samstarfsmaður hennar, Páll Eiríksson, hafa greitt sér 842 milljónir króna samtals í þóknun úr þrotabúinu frá maí 2009. Fimm lífeyrissjóðir sem eru kröfuhafar Glitnis telja að slitastjórn Glitnis með þau Steinunni Pál Eiríksson í fararbroddi hafi ofrukkað kröfuhafa og greitt sér of mikið í laun. Telja þeir að slitastjórnin hafi oftekið 400 milljónir króna. Um er að ræða Lífeyrissjóð verzlunarmanna, Gildi lífeyrissjóð, Sameinaða lífeyrissjóðinn, Söfnunarsjóð lífeyrisréttinda og Festa lífeyrissjóð, en Fréttablaðið greindi frá þessu í dag. Lífeyrissjóðirnir hafa sent Héraðsdómi Reykjavíkur bréf þar sem lagðar eru þær forsendur sem sjóðirnir telja eðlilegt að stuðst sé við þegar slitastjórnin reikni sér laun og krefjast þess að þau Páll og Steinunn endurgreiði þrotabúinu mismuninn. Í fyrstu neitaði slitastjórnin að afhenda lífeyrissjóðunum upplýsingar um kostnað en eftir að þeir hótuðu að fara með málið fyrir dómstóla gaf slitastjórnin eftir og lét þá hafa sundurliðun í september 2012. Þar kom fram að sameiginlegar greiðslur til þeirra tveggja, með útseldri vinnu fulltrúa á þeirra vegum, hafi numið 842 milljónum króna frá maí 2009 og þar til um mitt ár í fyrra, að því er fram kemur í Fréttablaðinu. Sjóðirnir telja þetta ekki eðlilega þóknun fyrir opinbera sýslunarmenn og telja að þau Steinunn og Páll hafi oftekið sér 383 milljónir króna í þóknanir. Ofan á þetta bætist vaxtakostnaður og þóknanir síðan þá en samanlagt ætla sjóðirnir að þau hafi oftekið sér yfir 400 milljónir króna. Í bréfi lífeyrissjóðanna fara þeir fram á að dómarinn láti slitastjórnina endurgreiða þrotabúinu hinar ætluðu ofteknu þóknanir. Er þetta ekki frekar mikill kostnaður, 842 milljónir króna? „Ég held það þurfi að horfa á þetta í samhengi við umfang starfsins og vinnuna sem liggur að baki þessu. Það sem ég hef séð frá kollegum er talsvert hærra en 39 þúsund á tímann (fyrir vsk.) Tímagjaldið hjá slitastjórn Glitnis er í kringum 33 þúsund á tímann fyrir virðisaukaskatt," segir Steinunn Guðbjartsdóttir í samtali við fréttastofu en það eru 41.085 kr. á tímann með VSK. Núna eru þessir lífeyrissjóðir að saka ykkur um að greiða ykkur allt of mikið í þóknun. Hvernig svararðu þessum ásökunum? „Ég tel það alrangt hjá þeim. Ég veit ekki hvernig héraðsdómur mun leysa úr þessu, en dómurinn verður bara að taka á því. Miðað við umfang búsins er þetta mjög sambærilegt við tímagjald sem aðrar slitastjórnir á landinu hafa verið með." Steinunn segir að réttur vettvangur til að koma athugasemdum á framfæri sé á kröfuhafafundum. Engar slíkar athugasemdir hafi borist á fundum til þessa. Þá segist hún eiginlega aldrei fara í frí. „Vinnuframlagið hefur verið mikið og sumar- og helgarfrí fátíð," segir hún. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira
„Miðað við umfang þrotabúsins er þetta mjög sambærilegt við tímagjald sem aðrar slitastjórnir á landinu hafa verið með," segir Steinunn Guðbjartsdóttir í slitastjórn Glitnis um laun sín, en hún og samstarfsmaður hennar, Páll Eiríksson, hafa greitt sér 842 milljónir króna samtals í þóknun úr þrotabúinu frá maí 2009. Fimm lífeyrissjóðir sem eru kröfuhafar Glitnis telja að slitastjórn Glitnis með þau Steinunni Pál Eiríksson í fararbroddi hafi ofrukkað kröfuhafa og greitt sér of mikið í laun. Telja þeir að slitastjórnin hafi oftekið 400 milljónir króna. Um er að ræða Lífeyrissjóð verzlunarmanna, Gildi lífeyrissjóð, Sameinaða lífeyrissjóðinn, Söfnunarsjóð lífeyrisréttinda og Festa lífeyrissjóð, en Fréttablaðið greindi frá þessu í dag. Lífeyrissjóðirnir hafa sent Héraðsdómi Reykjavíkur bréf þar sem lagðar eru þær forsendur sem sjóðirnir telja eðlilegt að stuðst sé við þegar slitastjórnin reikni sér laun og krefjast þess að þau Páll og Steinunn endurgreiði þrotabúinu mismuninn. Í fyrstu neitaði slitastjórnin að afhenda lífeyrissjóðunum upplýsingar um kostnað en eftir að þeir hótuðu að fara með málið fyrir dómstóla gaf slitastjórnin eftir og lét þá hafa sundurliðun í september 2012. Þar kom fram að sameiginlegar greiðslur til þeirra tveggja, með útseldri vinnu fulltrúa á þeirra vegum, hafi numið 842 milljónum króna frá maí 2009 og þar til um mitt ár í fyrra, að því er fram kemur í Fréttablaðinu. Sjóðirnir telja þetta ekki eðlilega þóknun fyrir opinbera sýslunarmenn og telja að þau Steinunn og Páll hafi oftekið sér 383 milljónir króna í þóknanir. Ofan á þetta bætist vaxtakostnaður og þóknanir síðan þá en samanlagt ætla sjóðirnir að þau hafi oftekið sér yfir 400 milljónir króna. Í bréfi lífeyrissjóðanna fara þeir fram á að dómarinn láti slitastjórnina endurgreiða þrotabúinu hinar ætluðu ofteknu þóknanir. Er þetta ekki frekar mikill kostnaður, 842 milljónir króna? „Ég held það þurfi að horfa á þetta í samhengi við umfang starfsins og vinnuna sem liggur að baki þessu. Það sem ég hef séð frá kollegum er talsvert hærra en 39 þúsund á tímann (fyrir vsk.) Tímagjaldið hjá slitastjórn Glitnis er í kringum 33 þúsund á tímann fyrir virðisaukaskatt," segir Steinunn Guðbjartsdóttir í samtali við fréttastofu en það eru 41.085 kr. á tímann með VSK. Núna eru þessir lífeyrissjóðir að saka ykkur um að greiða ykkur allt of mikið í þóknun. Hvernig svararðu þessum ásökunum? „Ég tel það alrangt hjá þeim. Ég veit ekki hvernig héraðsdómur mun leysa úr þessu, en dómurinn verður bara að taka á því. Miðað við umfang búsins er þetta mjög sambærilegt við tímagjald sem aðrar slitastjórnir á landinu hafa verið með." Steinunn segir að réttur vettvangur til að koma athugasemdum á framfæri sé á kröfuhafafundum. Engar slíkar athugasemdir hafi borist á fundum til þessa. Þá segist hún eiginlega aldrei fara í frí. „Vinnuframlagið hefur verið mikið og sumar- og helgarfrí fátíð," segir hún. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira