Apple skipað að greiða þúsundir milljarða vegna ógreiddra skatta í Írlandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. ágúst 2016 10:15 Sektin er ein sú stærsta í sögunni. Vísir/Getty Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur úrskurðað að bandaríski tæknirisinn Apple þurfi að greiða írskum yfirvöldum allt 13 milljarða evra, um 1700 milljarða króna, vegna vangreiddra skatta þar í landi. Samkeppnisyfirvöld í ESB hafa undanfarin ár rannsakað skattgreiðslur Apple í Írlandi. Hefur fyrirtækið nýtt sér úrskurði írskra yfirvalda sem gerir Apple kleift að lágmarka skattgreiðslur sínar á Írlandi. Fyrirtækið nýtir sér þetta fyrirkomulag með því að beina stórum hluta tekna af alþjóðlegri sölu á vörum sínum í gegnum Írland. Framkvæmdastjórn ESB segir að fyrirkomulagið hafi gert það að verkum að Apple hafi greitt rúmlega eitt prósent af tekjum sínum í Evrópu í skatt árið 2003 og að árið 2014 hafi hlutfallið verið 0,005 prósent. Framkvæmdastjórn ESB hefur nú úrskurðað að þetta jafngildi ríkisaðstoð af hálfu írska ríkisins sem hafi gert Apple, umfram önnur fyrirtæki, kleift að greiða umtalsvert lægri skatta á Írlandi en önnur fyrirtæki um árabil. Þetta sé ólöglegt samkvæmt lögum ESB sem heimila ekki að völdum fyrirtækjum séu veittar slíkar ívilnanir. Apple er verðmætasta fyrirtæki heimsins í dag en samkvæmt lista Forbes er fyrirtækið metið á um 525 milljarða dollara, um 61 þúsund milljarð króna. Apple ætti að hafa efni á skattgreiðslunum sem þeim hefur nú verið skipað að greiða til baka en talið er að fyrirtækið sitji á varasjóði sem nemur 200 milljörðum dollara, um 20 þúsund milljörðum króna. Búist er við að bæði Apple og írska ríkisstjórnin muni áfrýja úrskurði Framkvæmdastjórnar ESB. Tækni Tengdar fréttir Apple stendur frammi fyrir risavöxnum reikningi vegna ógreiddra skatta Samkeppnisyfirvöld í Evrópusambandinu hafa undanfarin þrjú ár rannsakað skattamál Apple í Írlandi. 29. ágúst 2016 21:37 ESB rannsakar skattamál Apple og Starbucks Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætlar að rannsaka fyrirkomulag þriggja stórfyrirtækja við lönd í sambandinu. 12. júní 2014 08:45 Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur úrskurðað að bandaríski tæknirisinn Apple þurfi að greiða írskum yfirvöldum allt 13 milljarða evra, um 1700 milljarða króna, vegna vangreiddra skatta þar í landi. Samkeppnisyfirvöld í ESB hafa undanfarin ár rannsakað skattgreiðslur Apple í Írlandi. Hefur fyrirtækið nýtt sér úrskurði írskra yfirvalda sem gerir Apple kleift að lágmarka skattgreiðslur sínar á Írlandi. Fyrirtækið nýtir sér þetta fyrirkomulag með því að beina stórum hluta tekna af alþjóðlegri sölu á vörum sínum í gegnum Írland. Framkvæmdastjórn ESB segir að fyrirkomulagið hafi gert það að verkum að Apple hafi greitt rúmlega eitt prósent af tekjum sínum í Evrópu í skatt árið 2003 og að árið 2014 hafi hlutfallið verið 0,005 prósent. Framkvæmdastjórn ESB hefur nú úrskurðað að þetta jafngildi ríkisaðstoð af hálfu írska ríkisins sem hafi gert Apple, umfram önnur fyrirtæki, kleift að greiða umtalsvert lægri skatta á Írlandi en önnur fyrirtæki um árabil. Þetta sé ólöglegt samkvæmt lögum ESB sem heimila ekki að völdum fyrirtækjum séu veittar slíkar ívilnanir. Apple er verðmætasta fyrirtæki heimsins í dag en samkvæmt lista Forbes er fyrirtækið metið á um 525 milljarða dollara, um 61 þúsund milljarð króna. Apple ætti að hafa efni á skattgreiðslunum sem þeim hefur nú verið skipað að greiða til baka en talið er að fyrirtækið sitji á varasjóði sem nemur 200 milljörðum dollara, um 20 þúsund milljörðum króna. Búist er við að bæði Apple og írska ríkisstjórnin muni áfrýja úrskurði Framkvæmdastjórnar ESB.
Tækni Tengdar fréttir Apple stendur frammi fyrir risavöxnum reikningi vegna ógreiddra skatta Samkeppnisyfirvöld í Evrópusambandinu hafa undanfarin þrjú ár rannsakað skattamál Apple í Írlandi. 29. ágúst 2016 21:37 ESB rannsakar skattamál Apple og Starbucks Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætlar að rannsaka fyrirkomulag þriggja stórfyrirtækja við lönd í sambandinu. 12. júní 2014 08:45 Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Apple stendur frammi fyrir risavöxnum reikningi vegna ógreiddra skatta Samkeppnisyfirvöld í Evrópusambandinu hafa undanfarin þrjú ár rannsakað skattamál Apple í Írlandi. 29. ágúst 2016 21:37
ESB rannsakar skattamál Apple og Starbucks Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætlar að rannsaka fyrirkomulag þriggja stórfyrirtækja við lönd í sambandinu. 12. júní 2014 08:45