Upplifun að mæta svona stórum og sterkum mönnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. ágúst 2016 06:00 Tryggvi Snær leikur sína fyrstu keppnisleiki með íslenska landsliðinu í undankeppni EM 2017. vísir/anton Fátt kom á óvart í vali Craig Pedersen á tólf manna lokahópi sínum fyrir undankeppni EM 2017 í körfubolta, ef frá er talið val hans á miðherjanum Tryggva Snæ Hlinasyni sem fékk nú tækifærið í stað Ragnars Nathanaelssonar. Tryggvi Snær er 216 cm miðherji sem sló í gegn með Þór Akureyri í 1. deildinni í vetur. Þessi öflugi Bárðdælingur þykir mikið efni og er hann nú undir smásjá atvinnumannaliða í Evrópu sem og háskólaliða í Bandaríkjunum. En fyrst um sinn mun hann einbeita sér að landsliðinu sem hefur leik í undankeppni EM annað kvöld þegar strákarnir mæta Sviss í Laugardalshöllinni.Dagur eins og vika „Ég er alsæll með að fá tækifærið,“ sagði Tryggvi Snær við Fréttablaðið í gær. „Ég hafði svo sem trú á því að ég kæmist í liðið en það hefði samt ekki komið mér á óvart að Ragnar hefði verið valinn. Það hefði ég skilið fullkomlega.“ Hann hefur notið góðs af því að æfa með íslenska landsliðshópnum í sumar en auk þess var hann í eldlínunni með U-20 liði Íslands sem komst í úrslitaleik B-deildar EM í Grikklandi. „Ég hef lært óendanlega mikið af þessum köllum. Þeir eru ófeimnir við að koma með ábendingar og líður mér stundum eins og að einn dagur með landsliðinu sé eins og ein vika með félagsliði.“Tryggvi Snær sló í gegn með Þór í 1. deildinni á síðasta tímabili.vísir/antonGaman að kljást við stóra kalla Tryggvi Snær er fyrst og fremst vanur því að spila með Þór Akureyri í 1. deildinni og hefur því kynnst því í fyrsta sinn í sumar hvernig það er að kljást við leikmenn sem eru svipaðir honum í vexti. „Á æfingamótinu í Austurríki mætti ég til dæmis einum svakalega stórum og sterkum leikmanni. Það var í fyrsta sinn sem ég fékk það á tilfinninguna að maður ætti eiginlega ekki séns í hann. Það var upplifun og mjög skemmtilegt að fá að kljást við svona kalla.“Evrópa eða Bandaríkin Tryggvi segir líklegast að hann muni spila fyrst um sinn með Þór Akureyri sem verður nýliði í Domino’s-deildinni í vetur, að minnsta kosti þar til hann klárar rafvirkjanám sitt um áramótin. „Ég er búinn að hugsa mikið um þessi mál en býst ekki við því að taka endanlega ákvörðun fyrr en eftir landsleikjatörnina,“ segir Tryggvi Snær sem getur valið bæði um að gerast atvinnumaður í Evrópu eða að fara í háskóla í Bandaríkjunum. Spænska stórliðið Valencia hefur til að mynda gert honum tilboð. „Stóra ákvörðunin er hvora leiðina ég vel – Bandaríkin eða Evrópu. Það eru kostir og gallar við báðar leiðir en ég hef marga ráðgjafa hér í landsliðinu sem ég get spjallað við. En sama hvað gerist þá er ljóst að ég mun alltaf hafa landsliðið í forgangi – það er alveg ljóst.“ Körfubolti Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
Fátt kom á óvart í vali Craig Pedersen á tólf manna lokahópi sínum fyrir undankeppni EM 2017 í körfubolta, ef frá er talið val hans á miðherjanum Tryggva Snæ Hlinasyni sem fékk nú tækifærið í stað Ragnars Nathanaelssonar. Tryggvi Snær er 216 cm miðherji sem sló í gegn með Þór Akureyri í 1. deildinni í vetur. Þessi öflugi Bárðdælingur þykir mikið efni og er hann nú undir smásjá atvinnumannaliða í Evrópu sem og háskólaliða í Bandaríkjunum. En fyrst um sinn mun hann einbeita sér að landsliðinu sem hefur leik í undankeppni EM annað kvöld þegar strákarnir mæta Sviss í Laugardalshöllinni.Dagur eins og vika „Ég er alsæll með að fá tækifærið,“ sagði Tryggvi Snær við Fréttablaðið í gær. „Ég hafði svo sem trú á því að ég kæmist í liðið en það hefði samt ekki komið mér á óvart að Ragnar hefði verið valinn. Það hefði ég skilið fullkomlega.“ Hann hefur notið góðs af því að æfa með íslenska landsliðshópnum í sumar en auk þess var hann í eldlínunni með U-20 liði Íslands sem komst í úrslitaleik B-deildar EM í Grikklandi. „Ég hef lært óendanlega mikið af þessum köllum. Þeir eru ófeimnir við að koma með ábendingar og líður mér stundum eins og að einn dagur með landsliðinu sé eins og ein vika með félagsliði.“Tryggvi Snær sló í gegn með Þór í 1. deildinni á síðasta tímabili.vísir/antonGaman að kljást við stóra kalla Tryggvi Snær er fyrst og fremst vanur því að spila með Þór Akureyri í 1. deildinni og hefur því kynnst því í fyrsta sinn í sumar hvernig það er að kljást við leikmenn sem eru svipaðir honum í vexti. „Á æfingamótinu í Austurríki mætti ég til dæmis einum svakalega stórum og sterkum leikmanni. Það var í fyrsta sinn sem ég fékk það á tilfinninguna að maður ætti eiginlega ekki séns í hann. Það var upplifun og mjög skemmtilegt að fá að kljást við svona kalla.“Evrópa eða Bandaríkin Tryggvi segir líklegast að hann muni spila fyrst um sinn með Þór Akureyri sem verður nýliði í Domino’s-deildinni í vetur, að minnsta kosti þar til hann klárar rafvirkjanám sitt um áramótin. „Ég er búinn að hugsa mikið um þessi mál en býst ekki við því að taka endanlega ákvörðun fyrr en eftir landsleikjatörnina,“ segir Tryggvi Snær sem getur valið bæði um að gerast atvinnumaður í Evrópu eða að fara í háskóla í Bandaríkjunum. Spænska stórliðið Valencia hefur til að mynda gert honum tilboð. „Stóra ákvörðunin er hvora leiðina ég vel – Bandaríkin eða Evrópu. Það eru kostir og gallar við báðar leiðir en ég hef marga ráðgjafa hér í landsliðinu sem ég get spjallað við. En sama hvað gerist þá er ljóst að ég mun alltaf hafa landsliðið í forgangi – það er alveg ljóst.“
Körfubolti Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum