Ísland fremst Norðurlanda í útflutningi Sæunn Gísladóttir skrifar 21. nóvember 2016 06:00 Samgöngur og ferðaþjónusta voru 70 prósent af öllum þjónustuútflutningi Íslands árið 2014. Fréttablaðið/Ernir Ísland er eina norræna landið þar sem útflutningur eykst meira en í löndum Evrópusambandsins samkvæmt nýrri skýrslu frá hagstofum Norðurlandanna fimm og OECD sem ber saman útflutningstölur Norðurlandanna. Skýrslan er kostuð af Norrænu ráðherranefndinni. Hún verður birt í dag og helstu niðurstöður kynntar á ráðstefnu í Kaupmannahöfn. Útflutningur Norðurlanda er sem fyrr ívið minni en útflutningur aðildarríkja Evrópusambandsins. Árið 2015 nam heildarútflutningur á vörum og þjónustu á Norðurlöndum 557 milljörðum evra, sem er 38 milljörðum minna en árið 2012. Böðvar Þórisson.Útflutningstölur eru hins vegar á hraðri uppleið á Íslandi. Frá 2008 hefur útflutningur á vörum og þjónustu til alþjóðamarkaða aukist um meira en 80 prósent. Árið 2015 flutti Svíþjóð út fyrir hæsta fjárhæð eða yfir 200 milljarða evra, Ísland flutti út fyrir minnst eða 8,1 milljarð evra. Böðvar Þórisson, skrifstofustjóri fyrirtækjasviðs Hagstofu Íslands, segir grunninn að þessari vinnu hafa verið að eftir hrun fóru menn að sjá að útflutningshneigð ríkja virtist hafa áhrif á þróun vinnumarkaðar og hagkerfis eftir hrun. „Ríkin sem voru með meiri útflutning voru líklegri til að ná bata hratt," segir Böðvar. Böðvar bendir á að útflutningur hafi sérstaklega aukist á Íslandi ef þjónusta er skoðuð. Á tímabilinu 2010 til 2014 jókst útflutningur á þjónustu um 42 prósent – sem er langtum meiri aukning en á hinum Norðurlöndunum. Til samanburðar jókst útflutningur á þjónustu í löndum Evrópusambandsins um 29 prósent. Útflutningur þjónustu var 48 prósent af heildarútflutningi, samanborið við 37 prósent árið 2008. „Við fórum í vinnu um að skoða hvort Norðurlöndin væru ólík, og niðurstaðan var að þetta eru misjöfn lönd. Vöxturinn í þjónustu á Íslandi hefur verið gríðarlegur, hann hefur vaxið um 63 prósent á árunum 2010 til 2015,“ segir Böðvar.Skýrslan sýnir að Ísland er það Norðurlandanna sem er mest háð útflutningi. Samtals flutti Ísland út þjónustu fyrir 3,2 milljarða evra árið 2014, sem samsvarar 25 prósentum af landsframleiðslu. Bandaríkin eru mikilvægasti útflutningsmarkaður íslenskra fyrirtækja. Um 17 prósent af öllum útfluttum vörum og þjónustu voru seld til Bandaríkjanna árið 2014. Um 23 prósent voru seld til Norðurlandanna árið 2013. Samgöngur og ferðaþjónusta eru mikilvægustu útflutningsgreinarnar í þjónustugeiranum og voru 70 prósent af öllum þjónustuútflutningi Íslands árið 2014 í þessum tveimur greinum. „Norðurlöndin eru mjög ólík. Á Íslandi hefur bati á vinnumarkaði að miklu leyti komið til af þjónustu við ferðamenn. Sem dæmi var meðalfjöldi launþega í farþegaflutningum í flugi árið 2015 2.600, samanborið við 1.900 launþega að meðaltali í framleiðslu málma, sem er sami fjöldi og bara atvinnugreinin þjónusta við flug. Ferðaþjónustan hefur komið inn sem öflug atvinnuskapandi grein eftir hrun,“ segir Böðvar. Þetta er í fyrsta sinn sem unnin er ítarleg samanburðargreining á milliríkjaviðskiptum með vörur og þjónustu frá Norðurlöndunum. Skýrslan inniheldur einnig greiningu á stærð og eignarhaldi norrænna fyrirtækja sem byggja afkomu sína á útflutningi á vörum og þjónustu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sjá meira
Ísland er eina norræna landið þar sem útflutningur eykst meira en í löndum Evrópusambandsins samkvæmt nýrri skýrslu frá hagstofum Norðurlandanna fimm og OECD sem ber saman útflutningstölur Norðurlandanna. Skýrslan er kostuð af Norrænu ráðherranefndinni. Hún verður birt í dag og helstu niðurstöður kynntar á ráðstefnu í Kaupmannahöfn. Útflutningur Norðurlanda er sem fyrr ívið minni en útflutningur aðildarríkja Evrópusambandsins. Árið 2015 nam heildarútflutningur á vörum og þjónustu á Norðurlöndum 557 milljörðum evra, sem er 38 milljörðum minna en árið 2012. Böðvar Þórisson.Útflutningstölur eru hins vegar á hraðri uppleið á Íslandi. Frá 2008 hefur útflutningur á vörum og þjónustu til alþjóðamarkaða aukist um meira en 80 prósent. Árið 2015 flutti Svíþjóð út fyrir hæsta fjárhæð eða yfir 200 milljarða evra, Ísland flutti út fyrir minnst eða 8,1 milljarð evra. Böðvar Þórisson, skrifstofustjóri fyrirtækjasviðs Hagstofu Íslands, segir grunninn að þessari vinnu hafa verið að eftir hrun fóru menn að sjá að útflutningshneigð ríkja virtist hafa áhrif á þróun vinnumarkaðar og hagkerfis eftir hrun. „Ríkin sem voru með meiri útflutning voru líklegri til að ná bata hratt," segir Böðvar. Böðvar bendir á að útflutningur hafi sérstaklega aukist á Íslandi ef þjónusta er skoðuð. Á tímabilinu 2010 til 2014 jókst útflutningur á þjónustu um 42 prósent – sem er langtum meiri aukning en á hinum Norðurlöndunum. Til samanburðar jókst útflutningur á þjónustu í löndum Evrópusambandsins um 29 prósent. Útflutningur þjónustu var 48 prósent af heildarútflutningi, samanborið við 37 prósent árið 2008. „Við fórum í vinnu um að skoða hvort Norðurlöndin væru ólík, og niðurstaðan var að þetta eru misjöfn lönd. Vöxturinn í þjónustu á Íslandi hefur verið gríðarlegur, hann hefur vaxið um 63 prósent á árunum 2010 til 2015,“ segir Böðvar.Skýrslan sýnir að Ísland er það Norðurlandanna sem er mest háð útflutningi. Samtals flutti Ísland út þjónustu fyrir 3,2 milljarða evra árið 2014, sem samsvarar 25 prósentum af landsframleiðslu. Bandaríkin eru mikilvægasti útflutningsmarkaður íslenskra fyrirtækja. Um 17 prósent af öllum útfluttum vörum og þjónustu voru seld til Bandaríkjanna árið 2014. Um 23 prósent voru seld til Norðurlandanna árið 2013. Samgöngur og ferðaþjónusta eru mikilvægustu útflutningsgreinarnar í þjónustugeiranum og voru 70 prósent af öllum þjónustuútflutningi Íslands árið 2014 í þessum tveimur greinum. „Norðurlöndin eru mjög ólík. Á Íslandi hefur bati á vinnumarkaði að miklu leyti komið til af þjónustu við ferðamenn. Sem dæmi var meðalfjöldi launþega í farþegaflutningum í flugi árið 2015 2.600, samanborið við 1.900 launþega að meðaltali í framleiðslu málma, sem er sami fjöldi og bara atvinnugreinin þjónusta við flug. Ferðaþjónustan hefur komið inn sem öflug atvinnuskapandi grein eftir hrun,“ segir Böðvar. Þetta er í fyrsta sinn sem unnin er ítarleg samanburðargreining á milliríkjaviðskiptum með vörur og þjónustu frá Norðurlöndunum. Skýrslan inniheldur einnig greiningu á stærð og eignarhaldi norrænna fyrirtækja sem byggja afkomu sína á útflutningi á vörum og þjónustu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sjá meira