Vestfirðingar fá umhverfisvottun Þórgnýr Einar ALBERTSSON skrifar 21. nóvember 2016 11:00 Miðbær Ísafjarðarbæjar, stærsta þéttbýliskjarna Vestfjarða, er væntanlega umhverfisvænn eins og aðrir staðir á Vestfjörðum. vísir/pjetur Sveitarfélögin á Vestfjörðum hafa fengið silfurvottun frá umhverfisvottunarsamtökunum EarthCheck. Sveitarfélögin höfðu undanfarin þrjú ár þurft að standast viðmið sem umsóknarsvæði en sótt var um vottunina í fyrsta sinn í sumar. „Við erum í skýjunum með að fá þessa vottun. Þetta er mikið gleðiefni. Við erum búin að vera að vinna að þessu í nokkur ár og það voru þvílík gleðitíðindi að við skyldum standast þessa mælikvarða,“ segir Lína Björg Tryggvadóttir, verkefnisstjóri hjá Fjórðungssambandi Vestfjarða.Lína Björg TryggvadóttirLína Björg segir sveitarfélögin hafa þurft að standast 25 mælikvarða. Nokkur sveigjanleiki hafi verið á mælingunum og máttu sveitarfélögin mælast örlítið undir striki eða yfir. Alls segir hún að þau hafi mælst yfir striki í sautján atriðum. „Vottunin segir það að sveitarfélögin á Vestfjörðum starfi í anda samfélagslegrar ábyrgðar og vinni að því að svæðið verði sjálfbært. Þau kaupa vottaðar vörur, huga að því að minnka orkunotkun ásamt því að flokka sorp og minnka sorpmagn og þess háttar,“ segir Lína. Hún segir starfið kallast á við það sem sé að gerast í heiminum í dag og nefnir í því samhengi Parísarsamkomulagið. „Það er verið að reyna að minnka losun óæskilegra efna. Sveitarfélögin sýna samfélagslega ábyrgð með því að taka þátt í þessu verkefni.“ EarthCheck, sem veita vottunina, eru alþjóðleg samtök sem hafa höfuðstöðvar í Ástralíu. Þau eru einu samtökin sem gefa út umhverfisvottun fyrir starfsemi sveitarfélaga og eru þar þættir á borð við innkaup, orkunýtingu, vatnsnotkun og sorpförgun skoðaðir. Ásamt því að vinna að því að fá fyrrnefnda vottun hafa sveitarfélögin á Vestfjörðum staðið að verkefninu Plastpokalausir Vestfirðir. Það verkefni er í raun sprottið út frá umhverfisvottunarverkefninu og hefur Lína stýrt verkefnunum hvoru samhliða öðru. Ásamt sveitarfélögunum á Vestfjörðum eru sveitarfélögin á Snæfellsnesi með vottun frá EarthCheck. Sú er gullvottun.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sjá meira
Sveitarfélögin á Vestfjörðum hafa fengið silfurvottun frá umhverfisvottunarsamtökunum EarthCheck. Sveitarfélögin höfðu undanfarin þrjú ár þurft að standast viðmið sem umsóknarsvæði en sótt var um vottunina í fyrsta sinn í sumar. „Við erum í skýjunum með að fá þessa vottun. Þetta er mikið gleðiefni. Við erum búin að vera að vinna að þessu í nokkur ár og það voru þvílík gleðitíðindi að við skyldum standast þessa mælikvarða,“ segir Lína Björg Tryggvadóttir, verkefnisstjóri hjá Fjórðungssambandi Vestfjarða.Lína Björg TryggvadóttirLína Björg segir sveitarfélögin hafa þurft að standast 25 mælikvarða. Nokkur sveigjanleiki hafi verið á mælingunum og máttu sveitarfélögin mælast örlítið undir striki eða yfir. Alls segir hún að þau hafi mælst yfir striki í sautján atriðum. „Vottunin segir það að sveitarfélögin á Vestfjörðum starfi í anda samfélagslegrar ábyrgðar og vinni að því að svæðið verði sjálfbært. Þau kaupa vottaðar vörur, huga að því að minnka orkunotkun ásamt því að flokka sorp og minnka sorpmagn og þess háttar,“ segir Lína. Hún segir starfið kallast á við það sem sé að gerast í heiminum í dag og nefnir í því samhengi Parísarsamkomulagið. „Það er verið að reyna að minnka losun óæskilegra efna. Sveitarfélögin sýna samfélagslega ábyrgð með því að taka þátt í þessu verkefni.“ EarthCheck, sem veita vottunina, eru alþjóðleg samtök sem hafa höfuðstöðvar í Ástralíu. Þau eru einu samtökin sem gefa út umhverfisvottun fyrir starfsemi sveitarfélaga og eru þar þættir á borð við innkaup, orkunýtingu, vatnsnotkun og sorpförgun skoðaðir. Ásamt því að vinna að því að fá fyrrnefnda vottun hafa sveitarfélögin á Vestfjörðum staðið að verkefninu Plastpokalausir Vestfirðir. Það verkefni er í raun sprottið út frá umhverfisvottunarverkefninu og hefur Lína stýrt verkefnunum hvoru samhliða öðru. Ásamt sveitarfélögunum á Vestfjörðum eru sveitarfélögin á Snæfellsnesi með vottun frá EarthCheck. Sú er gullvottun.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sjá meira