Byggjum 1000 nýjar stúdentaíbúðir Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 5. september 2016 08:29 Sturlaðar staðreyndir: Í dag leigir Félagsstofnun stúdenta út 1100 einingar. 1160 manns eru á biðlista eftir að búið er að úthluta haustið 2016. FS býður upp á stúdentaíbúðir fyrir 9% stúdenta en markmið FS er að geta boðið 20% stúdentum upp á húsnæði. Það ríkir almennur skilningur á húsnæðisvanda ungs fólks þar sem mikill skortur er á framboði á leiguhúsnæði og litlum eignum sem henta fyrstu kaupum. Það sem vantar er aukið framboð á nýjum íbúðum á markað. Ríkið á að ráðast í samstarf við sveitarfélögin við að byggja 1000 nýjar stúdentaíbúðir. Slík aðgerð eykur framboð á litlu leiguhúsnæði, íbúðum fyrir námsmenn og styður við fólk sem er að taka sín fyrstu skref á húsnæðismarkaðnum. Aðgerðin mundi fækka námsmönnum á almennum leigumarkaði sem mun minnka eftirspurn og lækka leiguverð. Hugmyndir ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum hafa snúist í kringum það að millifæra skattpeninga inn á fasteignaeigendur eða veita vissum hópum samfélagsins skattaafslætti. Eitt af því sem hægt er að finna að þeim aðgerðum er að þær styðja stöðu ákveðins hóps í ákveðinn tíma en bætir ekki húsnæðismarkaðinn fyrir komandi kynslóðir. Uppbygging stúdentaíbúða er aðgerð sem styður við ungt fólk í dag sem og komandi kynslóðir. En ég tel að við eigum að nota skattpeninga til að efla húsnæðiskerfi sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða frekar en að ákveðnir hópar njóti sérkjara í vissann tíma. Samkvæmt byggingarvísitölu í janúar 2016 kostar fermeterinn 200.407 í byggingu. Ef við miðum við að meðalstærð stúdentaíbúða sé 40 fermetrar þá myndi þessi aðgerð kosta 8 milljarða króna sem dreifist á fjögur ár eða 2 milljarða á ári. Til að setja það í samhengi þá hefur ríkisstjórnin lækkað veiðigjöld um 7.5 milljarða frá því að hún tók við völdum. Með breyttri forgangsröðun þar sem almenningur er settur í fyrsta sætið er því vel hægt að ráðast í þessa aðgerð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Sjá meira
Sturlaðar staðreyndir: Í dag leigir Félagsstofnun stúdenta út 1100 einingar. 1160 manns eru á biðlista eftir að búið er að úthluta haustið 2016. FS býður upp á stúdentaíbúðir fyrir 9% stúdenta en markmið FS er að geta boðið 20% stúdentum upp á húsnæði. Það ríkir almennur skilningur á húsnæðisvanda ungs fólks þar sem mikill skortur er á framboði á leiguhúsnæði og litlum eignum sem henta fyrstu kaupum. Það sem vantar er aukið framboð á nýjum íbúðum á markað. Ríkið á að ráðast í samstarf við sveitarfélögin við að byggja 1000 nýjar stúdentaíbúðir. Slík aðgerð eykur framboð á litlu leiguhúsnæði, íbúðum fyrir námsmenn og styður við fólk sem er að taka sín fyrstu skref á húsnæðismarkaðnum. Aðgerðin mundi fækka námsmönnum á almennum leigumarkaði sem mun minnka eftirspurn og lækka leiguverð. Hugmyndir ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum hafa snúist í kringum það að millifæra skattpeninga inn á fasteignaeigendur eða veita vissum hópum samfélagsins skattaafslætti. Eitt af því sem hægt er að finna að þeim aðgerðum er að þær styðja stöðu ákveðins hóps í ákveðinn tíma en bætir ekki húsnæðismarkaðinn fyrir komandi kynslóðir. Uppbygging stúdentaíbúða er aðgerð sem styður við ungt fólk í dag sem og komandi kynslóðir. En ég tel að við eigum að nota skattpeninga til að efla húsnæðiskerfi sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða frekar en að ákveðnir hópar njóti sérkjara í vissann tíma. Samkvæmt byggingarvísitölu í janúar 2016 kostar fermeterinn 200.407 í byggingu. Ef við miðum við að meðalstærð stúdentaíbúða sé 40 fermetrar þá myndi þessi aðgerð kosta 8 milljarða króna sem dreifist á fjögur ár eða 2 milljarða á ári. Til að setja það í samhengi þá hefur ríkisstjórnin lækkað veiðigjöld um 7.5 milljarða frá því að hún tók við völdum. Með breyttri forgangsröðun þar sem almenningur er settur í fyrsta sætið er því vel hægt að ráðast í þessa aðgerð.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun