Lækkum vexti Eva Baldursdóttir skrifar 7. september 2016 10:00 Stærsti kostnaðarliður hvers heimilis er iðulega húsnæðiskostnaður. Hjá mér er það húsnæðislánið. Þá hefur það tíðkast hér á landi að sparnaður okkar sé að mestu í fasteignum. Við sjáum líka í erlendum samanburði að vextir á neytendalánum eru hvað hæstir hér á landi. Í mörg hef ég velt fyrir mér af hverju við leggjumst ekki öll á eitt við að lækka vexti á Íslandi. Vextir eru einfaldlega verðið sem við greiðum fyrir að fá lán og með þeim reynir lánveitandi bæði að tryggja að hann fái sömu verðmæti til baka að viðbættri ávöxtun. Í umhverfi stöðugrar óvissu um raunverulegt virði peninga (verðbólgu) eru vextir því háir eða að gripið er til þess ráðs að verðtryggja lán. Á meðfylgjandi myndum sést lækkun mánaðarlegrar greiðslubyrði af tveggja prósentustiga lækkun vaxta, miðað við 25 ára lán, ásamt lækkun á heildarendurgreiðslu lánsins. Í samanburði við bestu óverðtryggða vexti í Noregi fyrir 25 ára lán munar tugum þúsunda í greiðslubyrði og tugum milljóna í heildarendurgreiðslu. Lækkun vaxta er því ein stærsta einstaka kjarabótin auk áhrifanna á fjárfestingu og verðmætasköpun í atvinnulífinu.Við þurfum peningastefnuSveiflur í því sem við getum raunverulega keypt fyrir gjaldmiðil okkar og gildi hans gagnvart öðrum gjaldmiðlum er miklar. Smæð myntsvæðisins, fábreytni útflutningsatvinnuvega, agalaus hagstjórn, aðdráttarafl hárra vaxta fyrir erlenda spekúlanta er nefnt sem rót vandans ásamt öðru. Sú staða lykilútflutningsgreina að vera bæði með tekjur sínar og uppgjör í erlendum myntum en greiða launakostnað í íslenskri krónu er líka umhugsunarverð. En fyrir heimili og þau fyrirtæki sem sitja föst í krónuhagkerfinu er óásættanlegt að borga miklu meira fyrir að fá lánað fé en í nágrannalöndunum. Öll stjórnmálaöfl eiga að sameinast um að móta peningastefnu sem lagar þetta ástand í raun, hvort sem við skipum okkur til hægri eða vinstri, til íhalds eða frjálslyndari afla. Það er ekki lengur í boði að gera ekki neitt. Við lækkum ekki vexti með handafli eða því að banna þau lánsform sem hafa gert tekjulægri fjölskyldum kleift að tryggja sér húsnæði þótt eignamyndunin sé hæg. Niðurgreiðsla vaxtakostnaðar úr ríkissjóði hefur verið bjarghringur fjölmargra heimila. Nú er ætlunin að verja séreignastefnuna í húsnæðimálum með því að veita skattfrjálsa peninga úr ríkissjóði, samanber áætlunina um fyrstu fasteign. En það blasir við að ekkert af þessu er skynsamlegur grundvöllur opinberrar stefnumörkunar til langs tíma. Fyrstu aðgerðir strax Á meðan við eigum raunverulega samræðu um peningastefnu til framtíðar getum við gripið til aðgerða strax. Ég hef bent á leiðir á borð við að banna lántökugjöld og lágmarka uppgreiðslugjöld eins og Evrópureglur leyfa. Bara þessar aðgerðir auðvelda lántakendum að endurfjármagna og færa lánsviðskipti okkar eins og önnur viðskipti t.d. eins og milli símafyrirtækja eða vátryggingarfélaga. Heilbrigðari samkeppni er líkleg til að tryggja betri kjör. Við getum ekki haldið áfram að soga fjármuni frá íslenskum fjölskyldum og heimilum, langt umfram það sem gerist í löndunum í kringum okkar, án þess að grípa til aðgerða og boða framtíðarsýn um hvernig við komumst úr þessari óviðunandi stöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Stærsti kostnaðarliður hvers heimilis er iðulega húsnæðiskostnaður. Hjá mér er það húsnæðislánið. Þá hefur það tíðkast hér á landi að sparnaður okkar sé að mestu í fasteignum. Við sjáum líka í erlendum samanburði að vextir á neytendalánum eru hvað hæstir hér á landi. Í mörg hef ég velt fyrir mér af hverju við leggjumst ekki öll á eitt við að lækka vexti á Íslandi. Vextir eru einfaldlega verðið sem við greiðum fyrir að fá lán og með þeim reynir lánveitandi bæði að tryggja að hann fái sömu verðmæti til baka að viðbættri ávöxtun. Í umhverfi stöðugrar óvissu um raunverulegt virði peninga (verðbólgu) eru vextir því háir eða að gripið er til þess ráðs að verðtryggja lán. Á meðfylgjandi myndum sést lækkun mánaðarlegrar greiðslubyrði af tveggja prósentustiga lækkun vaxta, miðað við 25 ára lán, ásamt lækkun á heildarendurgreiðslu lánsins. Í samanburði við bestu óverðtryggða vexti í Noregi fyrir 25 ára lán munar tugum þúsunda í greiðslubyrði og tugum milljóna í heildarendurgreiðslu. Lækkun vaxta er því ein stærsta einstaka kjarabótin auk áhrifanna á fjárfestingu og verðmætasköpun í atvinnulífinu.Við þurfum peningastefnuSveiflur í því sem við getum raunverulega keypt fyrir gjaldmiðil okkar og gildi hans gagnvart öðrum gjaldmiðlum er miklar. Smæð myntsvæðisins, fábreytni útflutningsatvinnuvega, agalaus hagstjórn, aðdráttarafl hárra vaxta fyrir erlenda spekúlanta er nefnt sem rót vandans ásamt öðru. Sú staða lykilútflutningsgreina að vera bæði með tekjur sínar og uppgjör í erlendum myntum en greiða launakostnað í íslenskri krónu er líka umhugsunarverð. En fyrir heimili og þau fyrirtæki sem sitja föst í krónuhagkerfinu er óásættanlegt að borga miklu meira fyrir að fá lánað fé en í nágrannalöndunum. Öll stjórnmálaöfl eiga að sameinast um að móta peningastefnu sem lagar þetta ástand í raun, hvort sem við skipum okkur til hægri eða vinstri, til íhalds eða frjálslyndari afla. Það er ekki lengur í boði að gera ekki neitt. Við lækkum ekki vexti með handafli eða því að banna þau lánsform sem hafa gert tekjulægri fjölskyldum kleift að tryggja sér húsnæði þótt eignamyndunin sé hæg. Niðurgreiðsla vaxtakostnaðar úr ríkissjóði hefur verið bjarghringur fjölmargra heimila. Nú er ætlunin að verja séreignastefnuna í húsnæðimálum með því að veita skattfrjálsa peninga úr ríkissjóði, samanber áætlunina um fyrstu fasteign. En það blasir við að ekkert af þessu er skynsamlegur grundvöllur opinberrar stefnumörkunar til langs tíma. Fyrstu aðgerðir strax Á meðan við eigum raunverulega samræðu um peningastefnu til framtíðar getum við gripið til aðgerða strax. Ég hef bent á leiðir á borð við að banna lántökugjöld og lágmarka uppgreiðslugjöld eins og Evrópureglur leyfa. Bara þessar aðgerðir auðvelda lántakendum að endurfjármagna og færa lánsviðskipti okkar eins og önnur viðskipti t.d. eins og milli símafyrirtækja eða vátryggingarfélaga. Heilbrigðari samkeppni er líkleg til að tryggja betri kjör. Við getum ekki haldið áfram að soga fjármuni frá íslenskum fjölskyldum og heimilum, langt umfram það sem gerist í löndunum í kringum okkar, án þess að grípa til aðgerða og boða framtíðarsýn um hvernig við komumst úr þessari óviðunandi stöðu.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun