Ólafía Þórunn í toppsætinu eftir fyrsta hring í Abú Dabí: Til heiðurs frænku hennar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2016 14:10 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir slær hér í morgun. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði frábærlega á fyrsta keppnisdegi á sterku móti á LET Evrópumótaröð kvenna sem fram fer í Abú Dabí. Hún er í efsta sæti eftir fyrsta hringinn en íslenskur kylfingur hefur aldrei áður staðið í þessum sporum á móti í þessum styrkleikaflokki. Ólafía Þórunn lék fyrstu átján holurnar á 65 höggum eða sjö höggum undir pari. Hún spilaði á einu höggi betur en hin bandaríska Beth Allen. Það er hægt að sjá stöðuna hér. Það eru miklir peningar í boði á mótinu eða um 62 milljónir íslenskra króna. Ólafía Þórunn gæti unnið sér inn háa upphæð takist henni að halda sér á toppnum eða meðal efstu kvenna. Það eru hinsvegar þrír hringir eftir og því getur mikið gerst á þeim tíma. „Ég var eiginlega smá leið í dag þar sem að frænka mín sem mér þótti vænt um lést í gær. Hún passaði mig alltaf þegar ég var lítil þegar foreldrar mínir fóru erlendis í golfferðir. Ég var alltaf að hugsa um hana í dag. Það setur hlutina í samhengi þegar eitthvað svona gerist, það er svo margt sem er mikilvægara en golf. En ég segi að þessi hringur hafi verið henni til heiðurs,“ sagði Ólafía í samtali við heimasíðu Golfsambandsins. „Kristinn Jósep bróðir minn var að reyna að hjálpa mér og hressa mig við í dag. Hann stóð sig mjög vel í dag, ég er mjög þakklát fyrir það. Ég var að gera allt vel í dag. Sló boltann nálægt holu og svo púttaði ég frábærlega. Ég er betur undirbúin fyrir þetta mót. Átti góðan æfingahring í fyrradag og svo frábæran æfingadag í gær, æfði vel og svo fór ég í keppnir við Oliviu vinkonu mína og reyndi að hafa gaman í leiðinni,“ sagði Ólafía við golf.is í morgun. Golf Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði frábærlega á fyrsta keppnisdegi á sterku móti á LET Evrópumótaröð kvenna sem fram fer í Abú Dabí. Hún er í efsta sæti eftir fyrsta hringinn en íslenskur kylfingur hefur aldrei áður staðið í þessum sporum á móti í þessum styrkleikaflokki. Ólafía Þórunn lék fyrstu átján holurnar á 65 höggum eða sjö höggum undir pari. Hún spilaði á einu höggi betur en hin bandaríska Beth Allen. Það er hægt að sjá stöðuna hér. Það eru miklir peningar í boði á mótinu eða um 62 milljónir íslenskra króna. Ólafía Þórunn gæti unnið sér inn háa upphæð takist henni að halda sér á toppnum eða meðal efstu kvenna. Það eru hinsvegar þrír hringir eftir og því getur mikið gerst á þeim tíma. „Ég var eiginlega smá leið í dag þar sem að frænka mín sem mér þótti vænt um lést í gær. Hún passaði mig alltaf þegar ég var lítil þegar foreldrar mínir fóru erlendis í golfferðir. Ég var alltaf að hugsa um hana í dag. Það setur hlutina í samhengi þegar eitthvað svona gerist, það er svo margt sem er mikilvægara en golf. En ég segi að þessi hringur hafi verið henni til heiðurs,“ sagði Ólafía í samtali við heimasíðu Golfsambandsins. „Kristinn Jósep bróðir minn var að reyna að hjálpa mér og hressa mig við í dag. Hann stóð sig mjög vel í dag, ég er mjög þakklát fyrir það. Ég var að gera allt vel í dag. Sló boltann nálægt holu og svo púttaði ég frábærlega. Ég er betur undirbúin fyrir þetta mót. Átti góðan æfingahring í fyrradag og svo frábæran æfingadag í gær, æfði vel og svo fór ég í keppnir við Oliviu vinkonu mína og reyndi að hafa gaman í leiðinni,“ sagði Ólafía við golf.is í morgun.
Golf Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira