Ég trúi, eða ég neita að trúa… Jóhanna Guðmundsdóttir skrifar 2. nóvember 2016 19:11 Ég verð að viðurkenna að ég er pínu sorgmædd núna. Ekki af því að það er farið að kólna, ekki heldur af því það er farið að dimma, ekki heldur af því ég er í veikindaleyfi. Ég er búin að vera sorgmædd síðan í ágúst. Í ágúst byrjaði sambýlismaður minn að vinna sem vörubílstjóri hjá fyrirtæki í Reykjavík. Það var frábært fyrir heimilið en mjög svo sorglegt fyrir mig sem kennara. Byrjunar launin hans eru um 70 þúsundum hærri en launin mín eftir 7 ár í kennslu. Byrjunarlaunin hans eru tæpum 100 þúsund krónum meiri en byrjunarlaun ný útskrifaðs kennara eftir 5 ára háskólanám. Jú það er álag á honum og hann kemur mjög þreyttur heim eftir langan vinnudag og vill bara slappa af og eyða tíma með dóttur sinni áður en hún fer að sofa. En bíddu, það geri ég líka, ég vinn jafn langan vinnudag, ég er alveg jafn þreytt þegar ég kem heim og mig langar líka að slappa af og eyða tíma með stelpunni áður en hún fer að sofa. En munurinn á okkur er sá að þegar hann kemur heim úr vinnunni þá er hann búinn að vinna þann daginn, en þegar ég kem heim úr vinnunni þá bíður mín að klára undirbúning fyrir kennslu, yfirferð verkefna og oft þarf að semja eða aðlaga verkefni eða próf sem leggja á fyrir nemendur. Ég viðurkenni það að ég leyfi mér nú að eyða tíma með stelpunni en það þýðir að þegar hún fer að sofa þá fer ég að vinna, AFTUR. Ég er líka sorgmædd yfir þeirri staðreynd að samfélagið sem við búum í er samsett af meirihluta einstaklinga sem kýs eina stjórnmálaflokkinn sem hefur ekkert á stefnuskrá hjá sér um mennta-, heilbrigðis- eða löggæslumál. Já ég er sorgmædd, ekki bara yfir þessu, heldur líka því sem sambýlismaður minn sagði á kosningadaginn þegar við vorum að ræða um hvort hann væri tilbúinn að kjósa eða ekki. Hann var frekar óákveðinn og vissi ekki hvað hann ætti að kjósa og var að lesa enn einu sinni yfir stefnuskrár flokkanna. Það sem syrgði mig í þessum umræðum var að hann viðurkenndi það að ef hann væri ekki í sambandi með kennara þá myndi hann ekkert hugsa út í það hvort flokkarnir hefðu menntamál á stefnuskránni hjá sér eða ekki. Hann hugsar alltaf um heilbrigðismál þar sem mamma hans er ljósmóðir en þrátt fyrir að vera faðir með barn í 2. bekk þá hefði þetta ekki komið upp sem hitamál fyrir honum ef ekki væri fyrir þá ástæðu að ég er kennari. Mér finnst þetta sorglegt því eins og hann eru örugglega margir foreldrar þarna úti sem hafa ekki hugsun á að vilja sjá menntamál á stefnuskrá flokkanna. Ég trúi því að allir foreldrar vilji börnunum sínum vel, að allir foreldrar vilji að börnin sín fái sem besta menntun til að undirbúa þau fyrir framtíðina, hvort sem börnin endi í bók- eða verknámi. Ég trúi því líka að fólkið sem var í framboði núna fyrir alþingiskosningarnar vilji það besta fyrir börnin í landinu þegar kemur að menntun, heilbrigðismálum og löggæslu. Flestir þeirra sem hlutu kosningu eru einmitt foreldrar líka, líka þau þeirra sem hlutu kosningu fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. Ég neita að trúa því að þetta sama fólk geri sér grein fyrir hversu slæmt ástandið er í þessum þremur starfsstéttum, hversu mikil mannekla er vegna þess að það fæst ekki fólk til vinnu þar sem launin eru ekki samkeppnishæf við önnur störf. Ég vil ekki trúa því að þeir sem sitja við stjórnvölin, og hafa setið þar geri sér grein fyrir hversu slæmt ástandið er og ákveði samt að byrja að skera niður fjárlög við þessar stofnanir. Ég neita líka að trúa því að þeir sem sitja við samningaborðið fyrir hönd ríkis og sveitarfélaga finnist laun þessara starfsstétta boðleg. Að þeim finnist í lagi að launin dugi ekki til framfærslu, að einstaklingur sem vinnur sem kennari, eftir 5 ára háskólanám, þurfi að vera í aukavinnu til þess að koma ekki út í mínus um hver mánaðamót. Já það er álag á kennurum, en það er ekki það sem skiptir öllu máli akkúrat hérna. Það sem skiptir máli er það að launin duga ekki fyrir framfærslu einstaklinga, hvað þá ef einstaklingurinn hefur barn á framfærslu. Það sem skiptir máli er að launin eru ekki samkeppnishæf launum fyrir önnur störf og því er kennaraskortur og sífellt fleiri undanþágur veittar til að ráða leiðbeinanda í störf kennara. Ekki misskilja mig, þessir leiðbeinendur eru margir hverjir flottir starfskraftar í skólanum og sinna sínu starfi mjög vel og af fullum heilindum. EN ef það er nóg að sýna áhuga og sinna starfinu vel og af heilindum, af hverju er þá krafa um að fólk þurfi að fara í 5 ára háskólanám til að mennta sig sem kennari? Jú það er ekki nóg að hafa áhugann og metnaðinn einan og sér. Það eru fullt af fræðum á bak við það sem gerist í skólastofunni, og þá er ég ekki bara að tala um námsefnið, heldur hvernig á að miðla námsefninu, hvernig á að höfða til sem flestra nemenda, hvernig er hægt að fara mismunandi leiðir að sama markmiðinu, hvernig er hægt að kveikja áhuga á námsefni hjá nemendum sem við fyrstu sýn hafa engan áhuga á viðfangsefninu. Vissulega kemur þessi þekking með reynslu eða það sem er kallað á ensku „trial and error“ en til að geta farið í það ferli að afla sér þessarar reynslu þarf grunn, þarf þekkingu á fræðum og rannsóknum sem gerðar hafa verið. Ef sú þekking er ekki til staðar þá er hver og einn að finna hjólið upp aftur og aftur í hverri einustu skólastofu landsins. Ég tala ekki fyrir styttingu námsins, ég tala heldur ekki fyrir því að útrýma eigi undanþágum fyrir leiðbeinendur, því eitt sinn kenndi ég á slíkri undanþágu samhliða meistaranáminu og komst þá að því að því meiri þekkingu sem ég sankaði að mér á sviði kennslu og uppeldisfræða því auðveldara var að takast á við kennsluna dags daglega, það var auðveldara að finna leiðir til að takast á við nemendur sem þurftu meiri skilning, þurftu meira en bara bók og blýant til að vera virkir í skólastofunni, nemendur sem þurftu kannski bara skilning á sínum aðstæðum, bæði heimilis og námslega. Þetta fékk ég með því að mennta mig sem kennari. Ég fór „lengri“ leiðina að því að verða kennari, ég fór fyrst í BA nám í sögu og ensku og svo í Med nám í kennslu og uppeldisfræðum svo ég var samtals 5 ár í námi til að verða kennari. Nei bíddu! þetta er ekkert lengri leið, heldur bara önnur leið því kennaranámið eru 5 ár og til þess að fá pappír í hendurnar sem segir að einstaklingur megi kalla sig Grunnskólakennari krefst þess að sá hinn sami ljúki meistaragráðu. Mín leið gerði það að verkum að ég er með tvö stykki svona pappír, annar segir að ég megi kalla mig Grunnskólakennari og hitt að ég megi kalla mig Framhaldsskólakennari. Það sem gerir mig sorgmædda er að þegar ég var einhleyp hafði ég ekki efni á að reka mitt eigið húsnæði, ég varð að fá að búa í 7fm herbergi hjá foreldrum mínum og var ég svo heppin að geta það, það eru ekki allir svo heppnir. Það sem gerir mig líka sorgmædda er sú staðreynd að á þessum sama tíma ákvað ég að fara í greiðslumat til að athuga hvort ég gæti keypt mér húsnæði, það er jú ódýrara en að leigja í flestum tilfellum. Ég man enn þá hversu niðurlægjandi það var að sitja á móti þjónustufulltrúanum sem réð ekkert við sig og hló að fáránleikanum sem blasti við henni. Fáránleikinn var sá að ég með mína menntun, í 100% starfi fékk greiðslumat upp á 10.000 kr. afborganir. Ég sem sagt, eftir að hafa lagt allt þetta nám á mig til þess að vera sem hæfust í mitt starf fékk ekki greiðslumat til að kaupa mér húsnæði, ekki af því ég væri með bíl eða mikið af skuldum, heldur af því ég er með námslán. Ég er ekki sú fyrsta, ekki sú eina og ekki sú síðasta sem fæ þessi svör frá bankanum. Það er það sorglegasta og alvarlegasta við ástandið í kjaramálum kennarastéttarinnar, launin duga ekki til almennrar framfærslu, hvað þá slíks munaðar sem það telst að kaupa sér sitt eigið húsnæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ég verð að viðurkenna að ég er pínu sorgmædd núna. Ekki af því að það er farið að kólna, ekki heldur af því það er farið að dimma, ekki heldur af því ég er í veikindaleyfi. Ég er búin að vera sorgmædd síðan í ágúst. Í ágúst byrjaði sambýlismaður minn að vinna sem vörubílstjóri hjá fyrirtæki í Reykjavík. Það var frábært fyrir heimilið en mjög svo sorglegt fyrir mig sem kennara. Byrjunar launin hans eru um 70 þúsundum hærri en launin mín eftir 7 ár í kennslu. Byrjunarlaunin hans eru tæpum 100 þúsund krónum meiri en byrjunarlaun ný útskrifaðs kennara eftir 5 ára háskólanám. Jú það er álag á honum og hann kemur mjög þreyttur heim eftir langan vinnudag og vill bara slappa af og eyða tíma með dóttur sinni áður en hún fer að sofa. En bíddu, það geri ég líka, ég vinn jafn langan vinnudag, ég er alveg jafn þreytt þegar ég kem heim og mig langar líka að slappa af og eyða tíma með stelpunni áður en hún fer að sofa. En munurinn á okkur er sá að þegar hann kemur heim úr vinnunni þá er hann búinn að vinna þann daginn, en þegar ég kem heim úr vinnunni þá bíður mín að klára undirbúning fyrir kennslu, yfirferð verkefna og oft þarf að semja eða aðlaga verkefni eða próf sem leggja á fyrir nemendur. Ég viðurkenni það að ég leyfi mér nú að eyða tíma með stelpunni en það þýðir að þegar hún fer að sofa þá fer ég að vinna, AFTUR. Ég er líka sorgmædd yfir þeirri staðreynd að samfélagið sem við búum í er samsett af meirihluta einstaklinga sem kýs eina stjórnmálaflokkinn sem hefur ekkert á stefnuskrá hjá sér um mennta-, heilbrigðis- eða löggæslumál. Já ég er sorgmædd, ekki bara yfir þessu, heldur líka því sem sambýlismaður minn sagði á kosningadaginn þegar við vorum að ræða um hvort hann væri tilbúinn að kjósa eða ekki. Hann var frekar óákveðinn og vissi ekki hvað hann ætti að kjósa og var að lesa enn einu sinni yfir stefnuskrár flokkanna. Það sem syrgði mig í þessum umræðum var að hann viðurkenndi það að ef hann væri ekki í sambandi með kennara þá myndi hann ekkert hugsa út í það hvort flokkarnir hefðu menntamál á stefnuskránni hjá sér eða ekki. Hann hugsar alltaf um heilbrigðismál þar sem mamma hans er ljósmóðir en þrátt fyrir að vera faðir með barn í 2. bekk þá hefði þetta ekki komið upp sem hitamál fyrir honum ef ekki væri fyrir þá ástæðu að ég er kennari. Mér finnst þetta sorglegt því eins og hann eru örugglega margir foreldrar þarna úti sem hafa ekki hugsun á að vilja sjá menntamál á stefnuskrá flokkanna. Ég trúi því að allir foreldrar vilji börnunum sínum vel, að allir foreldrar vilji að börnin sín fái sem besta menntun til að undirbúa þau fyrir framtíðina, hvort sem börnin endi í bók- eða verknámi. Ég trúi því líka að fólkið sem var í framboði núna fyrir alþingiskosningarnar vilji það besta fyrir börnin í landinu þegar kemur að menntun, heilbrigðismálum og löggæslu. Flestir þeirra sem hlutu kosningu eru einmitt foreldrar líka, líka þau þeirra sem hlutu kosningu fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. Ég neita að trúa því að þetta sama fólk geri sér grein fyrir hversu slæmt ástandið er í þessum þremur starfsstéttum, hversu mikil mannekla er vegna þess að það fæst ekki fólk til vinnu þar sem launin eru ekki samkeppnishæf við önnur störf. Ég vil ekki trúa því að þeir sem sitja við stjórnvölin, og hafa setið þar geri sér grein fyrir hversu slæmt ástandið er og ákveði samt að byrja að skera niður fjárlög við þessar stofnanir. Ég neita líka að trúa því að þeir sem sitja við samningaborðið fyrir hönd ríkis og sveitarfélaga finnist laun þessara starfsstétta boðleg. Að þeim finnist í lagi að launin dugi ekki til framfærslu, að einstaklingur sem vinnur sem kennari, eftir 5 ára háskólanám, þurfi að vera í aukavinnu til þess að koma ekki út í mínus um hver mánaðamót. Já það er álag á kennurum, en það er ekki það sem skiptir öllu máli akkúrat hérna. Það sem skiptir máli er það að launin duga ekki fyrir framfærslu einstaklinga, hvað þá ef einstaklingurinn hefur barn á framfærslu. Það sem skiptir máli er að launin eru ekki samkeppnishæf launum fyrir önnur störf og því er kennaraskortur og sífellt fleiri undanþágur veittar til að ráða leiðbeinanda í störf kennara. Ekki misskilja mig, þessir leiðbeinendur eru margir hverjir flottir starfskraftar í skólanum og sinna sínu starfi mjög vel og af fullum heilindum. EN ef það er nóg að sýna áhuga og sinna starfinu vel og af heilindum, af hverju er þá krafa um að fólk þurfi að fara í 5 ára háskólanám til að mennta sig sem kennari? Jú það er ekki nóg að hafa áhugann og metnaðinn einan og sér. Það eru fullt af fræðum á bak við það sem gerist í skólastofunni, og þá er ég ekki bara að tala um námsefnið, heldur hvernig á að miðla námsefninu, hvernig á að höfða til sem flestra nemenda, hvernig er hægt að fara mismunandi leiðir að sama markmiðinu, hvernig er hægt að kveikja áhuga á námsefni hjá nemendum sem við fyrstu sýn hafa engan áhuga á viðfangsefninu. Vissulega kemur þessi þekking með reynslu eða það sem er kallað á ensku „trial and error“ en til að geta farið í það ferli að afla sér þessarar reynslu þarf grunn, þarf þekkingu á fræðum og rannsóknum sem gerðar hafa verið. Ef sú þekking er ekki til staðar þá er hver og einn að finna hjólið upp aftur og aftur í hverri einustu skólastofu landsins. Ég tala ekki fyrir styttingu námsins, ég tala heldur ekki fyrir því að útrýma eigi undanþágum fyrir leiðbeinendur, því eitt sinn kenndi ég á slíkri undanþágu samhliða meistaranáminu og komst þá að því að því meiri þekkingu sem ég sankaði að mér á sviði kennslu og uppeldisfræða því auðveldara var að takast á við kennsluna dags daglega, það var auðveldara að finna leiðir til að takast á við nemendur sem þurftu meiri skilning, þurftu meira en bara bók og blýant til að vera virkir í skólastofunni, nemendur sem þurftu kannski bara skilning á sínum aðstæðum, bæði heimilis og námslega. Þetta fékk ég með því að mennta mig sem kennari. Ég fór „lengri“ leiðina að því að verða kennari, ég fór fyrst í BA nám í sögu og ensku og svo í Med nám í kennslu og uppeldisfræðum svo ég var samtals 5 ár í námi til að verða kennari. Nei bíddu! þetta er ekkert lengri leið, heldur bara önnur leið því kennaranámið eru 5 ár og til þess að fá pappír í hendurnar sem segir að einstaklingur megi kalla sig Grunnskólakennari krefst þess að sá hinn sami ljúki meistaragráðu. Mín leið gerði það að verkum að ég er með tvö stykki svona pappír, annar segir að ég megi kalla mig Grunnskólakennari og hitt að ég megi kalla mig Framhaldsskólakennari. Það sem gerir mig sorgmædda er að þegar ég var einhleyp hafði ég ekki efni á að reka mitt eigið húsnæði, ég varð að fá að búa í 7fm herbergi hjá foreldrum mínum og var ég svo heppin að geta það, það eru ekki allir svo heppnir. Það sem gerir mig líka sorgmædda er sú staðreynd að á þessum sama tíma ákvað ég að fara í greiðslumat til að athuga hvort ég gæti keypt mér húsnæði, það er jú ódýrara en að leigja í flestum tilfellum. Ég man enn þá hversu niðurlægjandi það var að sitja á móti þjónustufulltrúanum sem réð ekkert við sig og hló að fáránleikanum sem blasti við henni. Fáránleikinn var sá að ég með mína menntun, í 100% starfi fékk greiðslumat upp á 10.000 kr. afborganir. Ég sem sagt, eftir að hafa lagt allt þetta nám á mig til þess að vera sem hæfust í mitt starf fékk ekki greiðslumat til að kaupa mér húsnæði, ekki af því ég væri með bíl eða mikið af skuldum, heldur af því ég er með námslán. Ég er ekki sú fyrsta, ekki sú eina og ekki sú síðasta sem fæ þessi svör frá bankanum. Það er það sorglegasta og alvarlegasta við ástandið í kjaramálum kennarastéttarinnar, launin duga ekki til almennrar framfærslu, hvað þá slíks munaðar sem það telst að kaupa sér sitt eigið húsnæði.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun