Geir: Þetta var vinnusigur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. nóvember 2016 22:11 Geir ræðir við íslensku leikmennina. vísir/ernir „Mér líður vel að hafa fengið þessi tvö stig. Það er auðvitað eitt og annað sem hefði mátt fara en við ætluðum að vinna og það tókst,“ sagði hás landsliðsþjálfari, Geir Sveinsson, eftir sigurinn fína á Tékkum. „Eins marks sigur er ekki aðalatriði heldur stigin tvö sem við fengum. Við verðum að klára leikina hér heima og það gerðum við í dag. „Ég er ánægður með framlag drengjanna. Þó svo allt væri ekki að ganga upp og við að glansa í öllum stöðum var mikilvægt að menn trúðu á þetta. Þetta var vinnusigur.“ Þó svo Geir segi að ýmislegt hafi vantað upp á var hann ánægður með ýmislegt líka. „Mér fannst góður karakter hjá okkur er við rífum okkur upp í fyrri hálfleik eftir að hafa lent undir. Margt taktískt gekk upp í sóknarleiknum og ég var ánægður með það. Svo var ég ánægður með vörnina sem var að virka vel. Við höfum auðvitað séð fleiri varða bolta en vinnuframlag varnarinnar var mjög gott. Svo náðum við fleiri hraðaupphlaupum en í síðustu leikjum,“ segir þjálfarinn og bendir á að liðið hafi gert sér erfitt fyrir. „Við vorum ekki að nýta færin okkar almennilega. Í fyrri hálfleik voru 6-7 skot sem fóru í stöng, slá eða fram hjá markinu. Svo þarf að laga tímasetningar í sókninni en stigin tvö eru frábær. „Ég var mjög ánægður með miðjublokkina í vörninni. Svo lendum við í vandræðum út af tveimur brottvísunum Rúnars snemma í leiknum. Þá kallaði það á hrókeringar. Mér fannst Rúnar leysa þetta vel.“ Það vakti athygli að Grétar Ari fór í markið þegar tólf mínútur voru eftir í sínum fyrsta landsleik og annar nýliði, Arnar Freyr Arnarsson, fór á línuna. Allt undir og kjúllarnir koma inn. „Ég leit á það þannig að við yrðum að fá varðan bolta. Ef eitthvað er þá brást ég við svolítið seint. Við treystum þessum drengjum og þeir eru valdir til þess að spila.“ EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Arnór Þór: Olnboginn fór beint í kjálkann á mér Arnór Þór Gunnarsson stóð vel fyrir sínu í hægra horni Íslands í dag, lék nánast allan leikinn og skoraði fimm mörk. 2. nóvember 2016 22:05 Guðjón Valur: Fannst við fleiri mörkum betri "Við gerðum okkur erfitt fyrir í kvöld en höfðum trú á þessu allan tímann,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson fyrirliði Íslands eftir sigurinn á Tékklandi í kvöld. 2. nóvember 2016 21:53 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Tékkland 25-24 | Íslenskur sigur í háspennuleik Ísland lagði Tékkland 25-24 í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM í Króatíu 2018. Ísland var 12-10 yfir í hálfleik. 2. nóvember 2016 22:30 Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Sjá meira
„Mér líður vel að hafa fengið þessi tvö stig. Það er auðvitað eitt og annað sem hefði mátt fara en við ætluðum að vinna og það tókst,“ sagði hás landsliðsþjálfari, Geir Sveinsson, eftir sigurinn fína á Tékkum. „Eins marks sigur er ekki aðalatriði heldur stigin tvö sem við fengum. Við verðum að klára leikina hér heima og það gerðum við í dag. „Ég er ánægður með framlag drengjanna. Þó svo allt væri ekki að ganga upp og við að glansa í öllum stöðum var mikilvægt að menn trúðu á þetta. Þetta var vinnusigur.“ Þó svo Geir segi að ýmislegt hafi vantað upp á var hann ánægður með ýmislegt líka. „Mér fannst góður karakter hjá okkur er við rífum okkur upp í fyrri hálfleik eftir að hafa lent undir. Margt taktískt gekk upp í sóknarleiknum og ég var ánægður með það. Svo var ég ánægður með vörnina sem var að virka vel. Við höfum auðvitað séð fleiri varða bolta en vinnuframlag varnarinnar var mjög gott. Svo náðum við fleiri hraðaupphlaupum en í síðustu leikjum,“ segir þjálfarinn og bendir á að liðið hafi gert sér erfitt fyrir. „Við vorum ekki að nýta færin okkar almennilega. Í fyrri hálfleik voru 6-7 skot sem fóru í stöng, slá eða fram hjá markinu. Svo þarf að laga tímasetningar í sókninni en stigin tvö eru frábær. „Ég var mjög ánægður með miðjublokkina í vörninni. Svo lendum við í vandræðum út af tveimur brottvísunum Rúnars snemma í leiknum. Þá kallaði það á hrókeringar. Mér fannst Rúnar leysa þetta vel.“ Það vakti athygli að Grétar Ari fór í markið þegar tólf mínútur voru eftir í sínum fyrsta landsleik og annar nýliði, Arnar Freyr Arnarsson, fór á línuna. Allt undir og kjúllarnir koma inn. „Ég leit á það þannig að við yrðum að fá varðan bolta. Ef eitthvað er þá brást ég við svolítið seint. Við treystum þessum drengjum og þeir eru valdir til þess að spila.“
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Arnór Þór: Olnboginn fór beint í kjálkann á mér Arnór Þór Gunnarsson stóð vel fyrir sínu í hægra horni Íslands í dag, lék nánast allan leikinn og skoraði fimm mörk. 2. nóvember 2016 22:05 Guðjón Valur: Fannst við fleiri mörkum betri "Við gerðum okkur erfitt fyrir í kvöld en höfðum trú á þessu allan tímann,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson fyrirliði Íslands eftir sigurinn á Tékklandi í kvöld. 2. nóvember 2016 21:53 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Tékkland 25-24 | Íslenskur sigur í háspennuleik Ísland lagði Tékkland 25-24 í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM í Króatíu 2018. Ísland var 12-10 yfir í hálfleik. 2. nóvember 2016 22:30 Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Sjá meira
Arnór Þór: Olnboginn fór beint í kjálkann á mér Arnór Þór Gunnarsson stóð vel fyrir sínu í hægra horni Íslands í dag, lék nánast allan leikinn og skoraði fimm mörk. 2. nóvember 2016 22:05
Guðjón Valur: Fannst við fleiri mörkum betri "Við gerðum okkur erfitt fyrir í kvöld en höfðum trú á þessu allan tímann,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson fyrirliði Íslands eftir sigurinn á Tékklandi í kvöld. 2. nóvember 2016 21:53
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Tékkland 25-24 | Íslenskur sigur í háspennuleik Ísland lagði Tékkland 25-24 í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM í Króatíu 2018. Ísland var 12-10 yfir í hálfleik. 2. nóvember 2016 22:30