Bjartari horfur í skólamálum Skúli Helgason skrifar 6. desember 2016 07:00 Mikil umræða hefur verið um skólamál í tengslum við kjaramál kennara. Kennarar hafa um áratugaskeið barist fyrir leiðréttingum launa sinna og þó ákveðinn árangur hafi náðst þarf að gera enn betur til að kennarar njóti að fullu verðleika sinna eins og kollegar þeirra í nágrannalöndum. Í vikunni greiða kennarar atkvæði um nýjan kjarasamning sem er áfangi í rétta átt en samhliða honum ætlum við að gera úrbætur á vinnuumhverfi kennara sem gerir þeim kleift að nýta fagmennsku sína, þekkingu og reynslu í uppbyggilegum starfsaðstæðum þar sem kennsla, undirbúningur hennar og starfsþróun er í forgangi. Við munum hefja þessa vinnu hjá borginni strax í þessari viku og höfum kallað til samstarfs félög kennara, stjórnendur, foreldra, fulltrúa háskólasamfélagsins og sveitarfélaga og einsetjum okkur að ná saman um aðgerðir á fyrstu mánuðum nýs árs. Þá er alveg skýrt að nýr kjarasamningur mun ekki leiða til aukinnar hagræðingar í skólamálum borgarinnar.Umbætur á næsta ári Í dag afgreiðum við í borgarstjórn fjárhagsáætlun næsta árs og þar eru skólamál í forgangi. Fjárveitingar aukast til skólaþróunar sem samsvarar C þætti í gildandi kjarasamningi grunnskólakennara, námsráðgjöf á unglingastigi verður efld, aukin áhersla verður lögð á launuð námsleyfi starfsfólks á leikskólum og frístundaheimilum, framlög til íslensku- og móðurmálskennslu fyrir börn af erlendum uppruna aukast verulega sem og túlkaþjónusta, vægi list-, verk- og tæknináms verður aukið, fjölgað verður nemendum í öllum skólahljómsveitum borgarinnar til að mæta vaxandi eftirspurn, nýtt fjármagn kemur til innleiðingar Barnasáttmálans og lýðræðisverkefna á borð við ungmennaþing og umboðsmann ungmenna. Við eflum sérhæft klúbbastarf félagsmiðstöðva með áherslu á forvarnir og félagslegan stuðning. Þá er aukinn til muna stuðningur við leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili varðandi málörvun og læsi en Miðja máls og læsis mun stýra aukinni ráðgjöf, fræðslu og handleiðslu við allar starfsstöðvar. Þá verður aukið fjármagn í endurbætur og viðhald skólahúsnæðis og skólalóða. Ýmis jákvæð teikn eru því á lofti í skóla- og frístundamálum Reykjavíkurborgar sem koma til framkvæmda á komandi ári.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið um skólamál í tengslum við kjaramál kennara. Kennarar hafa um áratugaskeið barist fyrir leiðréttingum launa sinna og þó ákveðinn árangur hafi náðst þarf að gera enn betur til að kennarar njóti að fullu verðleika sinna eins og kollegar þeirra í nágrannalöndum. Í vikunni greiða kennarar atkvæði um nýjan kjarasamning sem er áfangi í rétta átt en samhliða honum ætlum við að gera úrbætur á vinnuumhverfi kennara sem gerir þeim kleift að nýta fagmennsku sína, þekkingu og reynslu í uppbyggilegum starfsaðstæðum þar sem kennsla, undirbúningur hennar og starfsþróun er í forgangi. Við munum hefja þessa vinnu hjá borginni strax í þessari viku og höfum kallað til samstarfs félög kennara, stjórnendur, foreldra, fulltrúa háskólasamfélagsins og sveitarfélaga og einsetjum okkur að ná saman um aðgerðir á fyrstu mánuðum nýs árs. Þá er alveg skýrt að nýr kjarasamningur mun ekki leiða til aukinnar hagræðingar í skólamálum borgarinnar.Umbætur á næsta ári Í dag afgreiðum við í borgarstjórn fjárhagsáætlun næsta árs og þar eru skólamál í forgangi. Fjárveitingar aukast til skólaþróunar sem samsvarar C þætti í gildandi kjarasamningi grunnskólakennara, námsráðgjöf á unglingastigi verður efld, aukin áhersla verður lögð á launuð námsleyfi starfsfólks á leikskólum og frístundaheimilum, framlög til íslensku- og móðurmálskennslu fyrir börn af erlendum uppruna aukast verulega sem og túlkaþjónusta, vægi list-, verk- og tæknináms verður aukið, fjölgað verður nemendum í öllum skólahljómsveitum borgarinnar til að mæta vaxandi eftirspurn, nýtt fjármagn kemur til innleiðingar Barnasáttmálans og lýðræðisverkefna á borð við ungmennaþing og umboðsmann ungmenna. Við eflum sérhæft klúbbastarf félagsmiðstöðva með áherslu á forvarnir og félagslegan stuðning. Þá er aukinn til muna stuðningur við leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili varðandi málörvun og læsi en Miðja máls og læsis mun stýra aukinni ráðgjöf, fræðslu og handleiðslu við allar starfsstöðvar. Þá verður aukið fjármagn í endurbætur og viðhald skólahúsnæðis og skólalóða. Ýmis jákvæð teikn eru því á lofti í skóla- og frístundamálum Reykjavíkurborgar sem koma til framkvæmda á komandi ári.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar